Atli Hilmarsson sleit tvisvar hásin á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2012 12:30 Atli Hilmarsson Mynd/Anton Atli Hilmarsson, faðir landsliðsmannsins Arnórs Atlasonar, veit vel hvað sonur hans er að ganga í gegnum um en Arnór sleit hásin í Meistaradeildarleik Flensburg og HSV Hamburg í gær. Atli Hilmarsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag þar sem Atli ræddi meðal annars um sín kynni af því að slíta hásin sem gerðist tvisvar sinnum á hans ferli. „Þetta var frekar ömurlegt að horfa á en sem betur fer voru ekki margar endursýningar. Það kom fljótlega í ljós hvað þetta var og við vitum því hvað tekur við," sagði Atli Hilmarsson. „Það var ágætt að fá að vita hvað þetta var strax því það gat verið margt sem var að. Það var líka gott að geta heyrt í honum sem fyrst og fá að vita hvað þetta var," sagði Atli sem sleit sjálfur hásin tvisvar sinnum ferlinum. „Í öðru hásinarslitinu hjá mér þá gerði þetta boð á undan sér vikuna á undan en í hinni gerðist ekki neitt. Ég var þá búin að vera að spila á HM í Sviss 1986 og kom beint í leik eftir það. Sennilega hefur það verið álag," sagði Atli. „Þetta er voðalega skrítið og það er eins og einhver sparki aftan í kálfann á manni svo snýr maður sér við og þá er þar enginn. Það var nákvæmlega sama upplifun og Arnór sagði mér frá í gær. Hann hoppar bara upp og misstígur sig ekki neitt. Þetta var uppstökk eins og hann gerir þúsund sinnum á viku. Hann snéri sér við og það var enginn þannig að hann vissi hvað var að gerast," sagði Atli sem ræddi við Arnór fljótlega eftir leikinn í gær. „Hann kvartaði yfir því að ég skyldi hafa gefið honum þessi gen. Hann er með brjósklos í baki eins og ég var með og nú er önnur hásinin farin. Ég hefði nú viljað gefa honum eitthvað annað en þetta," sagði Atli í léttum tón en það fer þó ekkert á milli mála að Arnór fékk líka handboltagenin frá pabba sínum. „Hann var farinn að grínast með þetta í gær. Hann fór með liðinu í rútunni heim frá Hamburg í gær og var bara kominn með einhverja þrýstiumbúðir. Þeir sáu þetta strax í sónar í klefanum því þeir voru með tæki með sér. Hann svaf heima hjá sér í nótt og svo fór hann til læknis í morgun. Ég hef ekkert heyrt í honum en sennilega verður hann bara skorinn strax," sagði Atli. „Það er spurning hvað þarf að sauma mikið og hvað þarf að gera. Ég held samt með þessi meiðsli og þegar er búið að gera við þau þá eru þau bara góð og maður getur bara byrjað aftur. Þetta er ekki eins og með hnémeiðsli þar sem er tæpt að menn komist aftur á lappir. Þetta tekur rosalegan tíma og þú þarf að vera lengi í gipsi. Endurhæfingin er mjög erfið en það má reikna með einhverjum sex mánuðum. Ég tala bara eins og læknir en ég hef ekkert fyrir mér í þessum nema bara mína reynslu," sagði Atli. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Atli Hilmarsson, faðir landsliðsmannsins Arnórs Atlasonar, veit vel hvað sonur hans er að ganga í gegnum um en Arnór sleit hásin í Meistaradeildarleik Flensburg og HSV Hamburg í gær. Atli Hilmarsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag þar sem Atli ræddi meðal annars um sín kynni af því að slíta hásin sem gerðist tvisvar sinnum á hans ferli. „Þetta var frekar ömurlegt að horfa á en sem betur fer voru ekki margar endursýningar. Það kom fljótlega í ljós hvað þetta var og við vitum því hvað tekur við," sagði Atli Hilmarsson. „Það var ágætt að fá að vita hvað þetta var strax því það gat verið margt sem var að. Það var líka gott að geta heyrt í honum sem fyrst og fá að vita hvað þetta var," sagði Atli sem sleit sjálfur hásin tvisvar sinnum ferlinum. „Í öðru hásinarslitinu hjá mér þá gerði þetta boð á undan sér vikuna á undan en í hinni gerðist ekki neitt. Ég var þá búin að vera að spila á HM í Sviss 1986 og kom beint í leik eftir það. Sennilega hefur það verið álag," sagði Atli. „Þetta er voðalega skrítið og það er eins og einhver sparki aftan í kálfann á manni svo snýr maður sér við og þá er þar enginn. Það var nákvæmlega sama upplifun og Arnór sagði mér frá í gær. Hann hoppar bara upp og misstígur sig ekki neitt. Þetta var uppstökk eins og hann gerir þúsund sinnum á viku. Hann snéri sér við og það var enginn þannig að hann vissi hvað var að gerast," sagði Atli sem ræddi við Arnór fljótlega eftir leikinn í gær. „Hann kvartaði yfir því að ég skyldi hafa gefið honum þessi gen. Hann er með brjósklos í baki eins og ég var með og nú er önnur hásinin farin. Ég hefði nú viljað gefa honum eitthvað annað en þetta," sagði Atli í léttum tón en það fer þó ekkert á milli mála að Arnór fékk líka handboltagenin frá pabba sínum. „Hann var farinn að grínast með þetta í gær. Hann fór með liðinu í rútunni heim frá Hamburg í gær og var bara kominn með einhverja þrýstiumbúðir. Þeir sáu þetta strax í sónar í klefanum því þeir voru með tæki með sér. Hann svaf heima hjá sér í nótt og svo fór hann til læknis í morgun. Ég hef ekkert heyrt í honum en sennilega verður hann bara skorinn strax," sagði Atli. „Það er spurning hvað þarf að sauma mikið og hvað þarf að gera. Ég held samt með þessi meiðsli og þegar er búið að gera við þau þá eru þau bara góð og maður getur bara byrjað aftur. Þetta er ekki eins og með hnémeiðsli þar sem er tæpt að menn komist aftur á lappir. Þetta tekur rosalegan tíma og þú þarf að vera lengi í gipsi. Endurhæfingin er mjög erfið en það má reikna með einhverjum sex mánuðum. Ég tala bara eins og læknir en ég hef ekkert fyrir mér í þessum nema bara mína reynslu," sagði Atli.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira