Við lesbíurnar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 17. nóvember 2012 10:03 Hvað er húmor? Um aldir alda hafa spakir menn spurt þessarar spurningar og sýnist sitt hverjum. Í mínum huga er húmor það sem gerir lífið þess virði að lifa, aromatið í tilverunni ef svo má að orði komast. Ég þyki gamansamur maður og hef í gegnum tíðina farið með gamanmál á mannamótum. Án þess að ég sé að hreykja mér hefur þetta mælst svo vel fyrir að ég hef smám saman verið að færa mig upp á skaftið og taka að mér stærri "gigg" eins og þeir kalla þetta í "bransanum". Grín mitt gengur gjarnan út á að finna það sem er óvenjulegt og draga góðlátlegt dár að því, búa til dálítið klikkaðar persónur sem ég mála sterkum litum, allt vel meint auðvitað. Tökum sem dæmi karakterinn Sarúnas: lesblindan offitusjúkling frá Litháen sem er hornreka í þjófagenginu sem hann er í af því að öryggisverðirnir í Kringlunni hlaupa hann alltaf uppi og hann ruglast oft á merkjavörunni sem hann á að hnupla. Eins og þið heyrið tæpi ég á samfélagslegum málum, fjölmenningu og einelti. Viðbrögðin voru blendin í fyrstu. Í mig hringdi fólk sem sakaði mig um fordóma og að ala á andúð á tilteknum hópum. Ég reyndi að benda á að þvert á móti væri ég að reyna að fá fólk til að hlæja að þessum hópum en allt kom fyrir ekki. Ég held að það standi gríni mínu fyrir þrifum að ég er hvítur karlmaður að skríða á miðjan aldur, sem er sá minnihlutahópur sem á hvað erfiðast uppdráttar nú um mundir og auðvelt er að væna um fordóma. Það sem verra er á ég enga nána vini úr minnihlutahópum sem eru í tísku. Þegar Árni Johnsen var til dæmis vændur um hommaandúð benti hann á að margir af hans bestu vinum væru hommar. Hann getur því ekki haft óbeit á hommum. Árni Johnsen á svo marga samkynhneigða vini að hann er hér um bil hommi sjálfur. Nú voru góð ráð dýr. Mér var um það bil að falla allur ketill í eld þegar lausnin blasti skyndilega við mér. Ég bý nefnilega svo vel að eiga tvær tengdamömmur. Þið lásuð rétt. Ég er í mægðum við tvær lesbískar konur á sjötugsaldri. Fyrir grínista á tímum félagslegs rétttrúnaðar er þetta það sem kallað er "jackpot". Enda hefur þetta reynst mér afar dýrmætt. Um leið og ég verð var við að grínið mitt þykir fara yfir strikið bæti ég við: "Þetta er allt í lagi, tengdamömmur mínar eru lesbíur". Þá eru allir sáttir. Ef eitthvað er hefur þetta gert mér fært að ganga nokkuð lengra í að gera grín að þeim sem eru öðruvísi. Það er lykilatriði þegar maður er að herma eftir öðrum að mála sérkenni þeirra nógu sterkum litum. En lengra verður þetta ekki í bili. Ég hef öðrum hnöppum að hneppa. Þessi einleikur um Freyju Haralds skrifar sig ekki sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun
Hvað er húmor? Um aldir alda hafa spakir menn spurt þessarar spurningar og sýnist sitt hverjum. Í mínum huga er húmor það sem gerir lífið þess virði að lifa, aromatið í tilverunni ef svo má að orði komast. Ég þyki gamansamur maður og hef í gegnum tíðina farið með gamanmál á mannamótum. Án þess að ég sé að hreykja mér hefur þetta mælst svo vel fyrir að ég hef smám saman verið að færa mig upp á skaftið og taka að mér stærri "gigg" eins og þeir kalla þetta í "bransanum". Grín mitt gengur gjarnan út á að finna það sem er óvenjulegt og draga góðlátlegt dár að því, búa til dálítið klikkaðar persónur sem ég mála sterkum litum, allt vel meint auðvitað. Tökum sem dæmi karakterinn Sarúnas: lesblindan offitusjúkling frá Litháen sem er hornreka í þjófagenginu sem hann er í af því að öryggisverðirnir í Kringlunni hlaupa hann alltaf uppi og hann ruglast oft á merkjavörunni sem hann á að hnupla. Eins og þið heyrið tæpi ég á samfélagslegum málum, fjölmenningu og einelti. Viðbrögðin voru blendin í fyrstu. Í mig hringdi fólk sem sakaði mig um fordóma og að ala á andúð á tilteknum hópum. Ég reyndi að benda á að þvert á móti væri ég að reyna að fá fólk til að hlæja að þessum hópum en allt kom fyrir ekki. Ég held að það standi gríni mínu fyrir þrifum að ég er hvítur karlmaður að skríða á miðjan aldur, sem er sá minnihlutahópur sem á hvað erfiðast uppdráttar nú um mundir og auðvelt er að væna um fordóma. Það sem verra er á ég enga nána vini úr minnihlutahópum sem eru í tísku. Þegar Árni Johnsen var til dæmis vændur um hommaandúð benti hann á að margir af hans bestu vinum væru hommar. Hann getur því ekki haft óbeit á hommum. Árni Johnsen á svo marga samkynhneigða vini að hann er hér um bil hommi sjálfur. Nú voru góð ráð dýr. Mér var um það bil að falla allur ketill í eld þegar lausnin blasti skyndilega við mér. Ég bý nefnilega svo vel að eiga tvær tengdamömmur. Þið lásuð rétt. Ég er í mægðum við tvær lesbískar konur á sjötugsaldri. Fyrir grínista á tímum félagslegs rétttrúnaðar er þetta það sem kallað er "jackpot". Enda hefur þetta reynst mér afar dýrmætt. Um leið og ég verð var við að grínið mitt þykir fara yfir strikið bæti ég við: "Þetta er allt í lagi, tengdamömmur mínar eru lesbíur". Þá eru allir sáttir. Ef eitthvað er hefur þetta gert mér fært að ganga nokkuð lengra í að gera grín að þeim sem eru öðruvísi. Það er lykilatriði þegar maður er að herma eftir öðrum að mála sérkenni þeirra nógu sterkum litum. En lengra verður þetta ekki í bili. Ég hef öðrum hnöppum að hneppa. Þessi einleikur um Freyju Haralds skrifar sig ekki sjálfur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun