Fréttaskýring: Vesturlönd í vanda en Asía dregur vagninn Magnús Halldórsson skrifar 26. nóvember 2012 21:31 Frá Peking höfuðborg Kína. Stærðirnar eru miklar í Kína, þar sem 20 prósent íbúa jarðar býr. Því er spáð, í nýju sérriti The Economist um horfur í efnahagsmálum og stjórnmálum fyrir árið 2013, að hagvöxtur verið 8,6 prósent í Kína á næsta ári. Á meðan staða efnahagsmála á Vesturlöndum, þ.e. í Evrópu og Bandaríkjunum, einkennist af erfiðleikum og veikum eða neikvæðum hagvexti, er staðan að lagast víða í Asíu. Þetta sýnir ítarleg umfjöllun The Economist, en sérrit blaðsins um horfur í efnhagsmálum og stjórnmálum á alþjóðavísu fyrir árið 2013, kom út í vikunni.40 prósent Sé horft sérstaklega til Asíu þá er því spáð að hagvöxtur í Kína verði 8,6 prósent á næsta ári, 6,5 prósent í Indlandi og 6,3 prósent í Indónesíu. Samtals býr um 40 prósent af íbúum jarðar í þessum þremur löndum, eða ríflega 2,8 milljarðar manna af ríflega sjö milljarða heildar íbúafjölda. Ríflega 1,3 milljarðar manna í Kína, 1,24 milljarðar í Indlandi og 250,8 milljónir í Indónesíu.Þau smærri líka Þá eru hagvaxtarhorfur fyrir ýmis smærri ríki Asíu einnig góðar, enda efnhagur margra þeirra um margt háður gangi mála í risunum Indlandi og Kína. Þannig er því spáð að hagvöxtur í Malasíu verði 4,6 prósent, í Sri Lanka 6,8 prósent, Tævan 3,6 prósent, Víetnam sex prósent, Tælandi 4,7 prósent, Suður-Kóreu 3,7 prósent og Singapor fjögur prósent, svo eitthvað sé nefnt.240 prósent Það er helst í Japan þar sem hagvöxtur hefur lítill verið, en því er spáð að hann verði 1,2 prósent á næsta ári, en efnahagur Japans er mun háðari gangi efnahagsmála í Bandaríkjunum og Evrópu heldur en önnur lönd Asíu. Helsta áhyggjuefnið í Japan, samkvæmt úttekt The Economist, eru miklar opinberar skuldir en þær nema nú ríflega 240 prósentum af árlegri landsframleiðslu.Evrópa í erfiðleikum Sé sérstaklega horft á einstaka heimsálfur þá eru horfurnar bestar í Asíu, Afríku sunnan Sahara og í Suður-Ameríku. Því er spáð að hagvöxtur í Norður-Ameríku, þ.e. Bandaríkjunum og Kanada, verði 2,2 prósent, 3,9 prósent í Suður-Ameríku, 3,8 prósent í Mið-Austurlöndum og norðurhluta Afríku, 4,8 prósent í Afríku sunnan Sahara, 6,4 prósent í Asíu, 2,9 prósent í Austur-Evrópu og 0,3 prósent í Vestur-Evrópu. Verstu hagvaxtarhorfurnar eru í Evrópu þegar allt er samantekið. Í ofanálag segir í skrifum The Economist að pólitísk óvissa sé óvíða meiri en í Evrópu, sem muni draga kraft úr hagkerfum stærstu ríkja álfunnar. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Á meðan staða efnahagsmála á Vesturlöndum, þ.e. í Evrópu og Bandaríkjunum, einkennist af erfiðleikum og veikum eða neikvæðum hagvexti, er staðan að lagast víða í Asíu. Þetta sýnir ítarleg umfjöllun The Economist, en sérrit blaðsins um horfur í efnhagsmálum og stjórnmálum á alþjóðavísu fyrir árið 2013, kom út í vikunni.40 prósent Sé horft sérstaklega til Asíu þá er því spáð að hagvöxtur í Kína verði 8,6 prósent á næsta ári, 6,5 prósent í Indlandi og 6,3 prósent í Indónesíu. Samtals býr um 40 prósent af íbúum jarðar í þessum þremur löndum, eða ríflega 2,8 milljarðar manna af ríflega sjö milljarða heildar íbúafjölda. Ríflega 1,3 milljarðar manna í Kína, 1,24 milljarðar í Indlandi og 250,8 milljónir í Indónesíu.Þau smærri líka Þá eru hagvaxtarhorfur fyrir ýmis smærri ríki Asíu einnig góðar, enda efnhagur margra þeirra um margt háður gangi mála í risunum Indlandi og Kína. Þannig er því spáð að hagvöxtur í Malasíu verði 4,6 prósent, í Sri Lanka 6,8 prósent, Tævan 3,6 prósent, Víetnam sex prósent, Tælandi 4,7 prósent, Suður-Kóreu 3,7 prósent og Singapor fjögur prósent, svo eitthvað sé nefnt.240 prósent Það er helst í Japan þar sem hagvöxtur hefur lítill verið, en því er spáð að hann verði 1,2 prósent á næsta ári, en efnahagur Japans er mun háðari gangi efnahagsmála í Bandaríkjunum og Evrópu heldur en önnur lönd Asíu. Helsta áhyggjuefnið í Japan, samkvæmt úttekt The Economist, eru miklar opinberar skuldir en þær nema nú ríflega 240 prósentum af árlegri landsframleiðslu.Evrópa í erfiðleikum Sé sérstaklega horft á einstaka heimsálfur þá eru horfurnar bestar í Asíu, Afríku sunnan Sahara og í Suður-Ameríku. Því er spáð að hagvöxtur í Norður-Ameríku, þ.e. Bandaríkjunum og Kanada, verði 2,2 prósent, 3,9 prósent í Suður-Ameríku, 3,8 prósent í Mið-Austurlöndum og norðurhluta Afríku, 4,8 prósent í Afríku sunnan Sahara, 6,4 prósent í Asíu, 2,9 prósent í Austur-Evrópu og 0,3 prósent í Vestur-Evrópu. Verstu hagvaxtarhorfurnar eru í Evrópu þegar allt er samantekið. Í ofanálag segir í skrifum The Economist að pólitísk óvissa sé óvíða meiri en í Evrópu, sem muni draga kraft úr hagkerfum stærstu ríkja álfunnar.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira