Gylfi og Þóra knattspyrnufólk ársins 2012 6. desember 2012 14:29 Gylfi Þór Sigurðsson. Nordic Photos/ Gety Images Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Frá þessu er greint á heimasíðu KSÍ: Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í Leikmannavali KSÍ 2012 hjá körlum og konum eru eftirfarandi:Knattspyrnumaður 2012: Gylfi Þór Sigurðsson Gylfi Þór Sigurðsson sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni á árinu en hann var lánaður frá þýska félaginu Hoffenheim til Swansea um áramótin. Hann lék 18 leiki með Swansea og skorað í þeim 7 mörk og var m.a. kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í marsmánuði. Hann var eftirsóttur eftir tímabilið og gekk að lokum til liðs við Tottenham sem borgaði þýska félaginu 8 milljónir punda fyrir Gylfa. Þar hefur hann komið við sögu í 13 leikjum það sem af er ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað. Gylfi lék átta landsleiki á árinu og skoraði í þeim eitt mark, glæsilegt sigurmark í útileik gegn Albaníu. Hann hefur samtals leikið 14 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.2. sæti karla: Alfreð Finnbogason Alfreð Finnbogason hefur sannarlega átt góðu gengi að fagna á þessu ári. Hann byrjaði árið hjá Lokeren í Belgíu en var í byrjun mars lánaður til sænska félagsins Helsingborg. Þar endaði hann sem markahæsti leikmaður félagsins á tímabilinu, skoraði 12 mörk í 17 leikjum. Í ágúst var Alfreð seldur til hollenska liðsins Heerenveen þar sem hann hefur slegið í gegn. Hann skoraði tvö mörk gegn Ajax í sínum fyrsta heimaleik og er sem stendur annar markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar, með 11 mörk í 13 leikjum. Alfreð lék 6 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk, þ.á.m. mark í góðum heimasigri gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli. Hann hefur leikið 12 A-landsleiki til þessa og skorað í þeim þrjú mörk.3. sæti karla: Kolbeinn Sigþórsson Kolbeinn Sigþórsson var einn lykilmanna Ajax í hollensku deildinni en hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu misseri. Hann varð hollenskur meistari með félagi sínu og skoraði þar 7 mörk í 14 leikjum, þar af voru 2 markanna á þessu ári í 6 leikjum. Kolbeinn meiddist svo eftir að hafa leikið aðeins tvo leiki í hollensku deildinni á þessu tímabili en hafði þó skorað eitt mark. Vegna meiðslanna urðu landsleikir Kolbeins færri en vonast var eftir en hann skoraði 4 mörk í 3 landsleikjum á árinu. Hann hefur því alls leikið 11 A-landsleiki og skorað í þeim 8 mörk. Knattspyrnukona ársins 2012: Þóra Björg HelgadóttirSara Gunnarsdóttir og Þóra Helgadóttir.Þóra Björg Helgadóttir var sem fyrr einn af lykilleikmönnum sænska liðsins Malmö og stóð í markinu í öllum leikjum liðsins. Hún var, þar að auki, valin besti markvörður úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð að tímabilinu loknu. Malmö missti af titlinum í síðasta leik mótsins en liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinar þar sem Þóra og félaga mæta Evrópumeisturum Lyon frá Frakklandi. Eftir tímabilið í Svíþjóð var Þóra lánuð til Ástralíu þar sem hún leikur með Western Sidney Wanderers fram á næsta ár. Þóra lék 11 landsleiki Íslands á árinu og var einn lykilmanna landsliðsins sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Þóra hefur leikið 92 A-landsleiki á ferlinum og ekki loku fyrir því skotið að sá hundraðasti bætist í safnið á næsta ári.2. sæti kvenna: Sara Björk Gunnarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Þóru með sænska liðinu Malmö sem hefur verið eitt þaðsterkasta í Svíþjóð síðustu ár og þ.a.l. í Evrópu. Sara var einn af máttarstólpum liðsins, skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Malmö og átti sinn þátt í því að sænska félagið er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Sara lék 11 landsleiki á árinu, skoraði í þeim 2 mörk og átti fast sæti í íslenska landsliðinu sem vann sér sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Hún hefur nú leikið 54 A-landsleiki og skorað í þeim 12 mörk.3. sæti kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir lék með norska félaginu Avaldsnes á þessu ári en liðið vann sigur með miklum yfirburðum í næstefstu deild í Noregi og tryggði sér sæti í efstu deild að ári. Hólmfríður fór mikinn og skoraði 25 mörk í 20 leikjum með norska liðinu í deildinni en hún var ein fjögurra Íslendinga í liðinu. Hólmfríður var lykilleikmaður í landsliðinu, lék 12 landsleiki á árinu og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún hefur alls leikið 76 A-landsleiki á ferlinum og eru mörkin orðin 30 talsins. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Frá þessu er greint á heimasíðu KSÍ: Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í Leikmannavali KSÍ 2012 hjá körlum og konum eru eftirfarandi:Knattspyrnumaður 2012: Gylfi Þór Sigurðsson Gylfi Þór Sigurðsson sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni á árinu en hann var lánaður frá þýska félaginu Hoffenheim til Swansea um áramótin. Hann lék 18 leiki með Swansea og skorað í þeim 7 mörk og var m.a. kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í marsmánuði. Hann var eftirsóttur eftir tímabilið og gekk að lokum til liðs við Tottenham sem borgaði þýska félaginu 8 milljónir punda fyrir Gylfa. Þar hefur hann komið við sögu í 13 leikjum það sem af er ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað. Gylfi lék átta landsleiki á árinu og skoraði í þeim eitt mark, glæsilegt sigurmark í útileik gegn Albaníu. Hann hefur samtals leikið 14 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.2. sæti karla: Alfreð Finnbogason Alfreð Finnbogason hefur sannarlega átt góðu gengi að fagna á þessu ári. Hann byrjaði árið hjá Lokeren í Belgíu en var í byrjun mars lánaður til sænska félagsins Helsingborg. Þar endaði hann sem markahæsti leikmaður félagsins á tímabilinu, skoraði 12 mörk í 17 leikjum. Í ágúst var Alfreð seldur til hollenska liðsins Heerenveen þar sem hann hefur slegið í gegn. Hann skoraði tvö mörk gegn Ajax í sínum fyrsta heimaleik og er sem stendur annar markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar, með 11 mörk í 13 leikjum. Alfreð lék 6 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk, þ.á.m. mark í góðum heimasigri gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli. Hann hefur leikið 12 A-landsleiki til þessa og skorað í þeim þrjú mörk.3. sæti karla: Kolbeinn Sigþórsson Kolbeinn Sigþórsson var einn lykilmanna Ajax í hollensku deildinni en hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu misseri. Hann varð hollenskur meistari með félagi sínu og skoraði þar 7 mörk í 14 leikjum, þar af voru 2 markanna á þessu ári í 6 leikjum. Kolbeinn meiddist svo eftir að hafa leikið aðeins tvo leiki í hollensku deildinni á þessu tímabili en hafði þó skorað eitt mark. Vegna meiðslanna urðu landsleikir Kolbeins færri en vonast var eftir en hann skoraði 4 mörk í 3 landsleikjum á árinu. Hann hefur því alls leikið 11 A-landsleiki og skorað í þeim 8 mörk. Knattspyrnukona ársins 2012: Þóra Björg HelgadóttirSara Gunnarsdóttir og Þóra Helgadóttir.Þóra Björg Helgadóttir var sem fyrr einn af lykilleikmönnum sænska liðsins Malmö og stóð í markinu í öllum leikjum liðsins. Hún var, þar að auki, valin besti markvörður úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð að tímabilinu loknu. Malmö missti af titlinum í síðasta leik mótsins en liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinar þar sem Þóra og félaga mæta Evrópumeisturum Lyon frá Frakklandi. Eftir tímabilið í Svíþjóð var Þóra lánuð til Ástralíu þar sem hún leikur með Western Sidney Wanderers fram á næsta ár. Þóra lék 11 landsleiki Íslands á árinu og var einn lykilmanna landsliðsins sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Þóra hefur leikið 92 A-landsleiki á ferlinum og ekki loku fyrir því skotið að sá hundraðasti bætist í safnið á næsta ári.2. sæti kvenna: Sara Björk Gunnarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Þóru með sænska liðinu Malmö sem hefur verið eitt þaðsterkasta í Svíþjóð síðustu ár og þ.a.l. í Evrópu. Sara var einn af máttarstólpum liðsins, skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Malmö og átti sinn þátt í því að sænska félagið er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Sara lék 11 landsleiki á árinu, skoraði í þeim 2 mörk og átti fast sæti í íslenska landsliðinu sem vann sér sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Hún hefur nú leikið 54 A-landsleiki og skorað í þeim 12 mörk.3. sæti kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir lék með norska félaginu Avaldsnes á þessu ári en liðið vann sigur með miklum yfirburðum í næstefstu deild í Noregi og tryggði sér sæti í efstu deild að ári. Hólmfríður fór mikinn og skoraði 25 mörk í 20 leikjum með norska liðinu í deildinni en hún var ein fjögurra Íslendinga í liðinu. Hólmfríður var lykilleikmaður í landsliðinu, lék 12 landsleiki á árinu og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún hefur alls leikið 76 A-landsleiki á ferlinum og eru mörkin orðin 30 talsins.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira