Ódýrar talnakúnstir Viðskiptaráðs Steingrímur J. Sigfússon skrifar 14. janúar 2012 06:00 Það er til marks um að Viðskiptaráð Íslands, áður Verslunarráð, sé að komast til fyrri heilsu frá því fyrir hrun að nú er þar emjað með gamalkunnum hætti yfir breytingum á sköttum. Í anda, að því er virðist lítt endurskoðaðra nýfrjálshyggjugilda, er ræða viðskiptaráðs eintóna kveinstafir um háa skatta. Það sem verra er; Viðskiptaráð grípur til óvandaðra einfaldana í framsetningu fremur en að reyna að finna orðum sínum stað með rökum. Eftir að fullyrðingar talsmanns ráðsins í upphafi síðasta ár um stórfelldar skattahækkanir höfðu verið hraktar rækilega er nú gripið til nýs mælikvarða. Það eru ekki lengur skattarnir sem slíkir eða skattbyrðin sem skiptir máli heldur fjöldi skattabreytinga. Til þess að ljá málflutningi sínum vægi hefur VÍ haft fyrir því að telja saman allar breytingar í skattalagasafni síðustu ára án tillits til þess hvers eðlis þær breytingar eru og opinbera hina ógnvænlegu niðurstöðu. Yfir 100 breytingar á sköttum! Enginn greinarmunur er gerður á því hvers eðlis þessar breytingar eru. Hvort það eru hækkanir eða lækkanir á skatthlutföllum, hækkanir á frádráttarliðum og bótaliðum, verðlagsuppfærsla á krónutölugjöldum, kerfisbreytingar eins og í bifreiðasköttum o.s.frv. Það eina sem virðist skipta máli er að ná fram nógu hárri tölu um fjölda breytinga. Yfir 100 breytingar! Þetta rifjar upp að reyndar hefur Viðskiptaráð fyrr verið upptekið af tölum og tölfræði en síður hugað að innihaldi. Í skýrslu frá því fyrir hrun hældist Viðskiptaráð um yfir því að 90% tillagna ráðsins eða þar um bil hefðu náð fram að ganga með því að stjórnvöld hefðu gert þær að sínum. Í ljósi hrunsins má spyrja hvort e.t.v. hefði betur farið ef það hlutfall hefði verið lægra, þ.e. stjórnvöld hefðu í minna mæli farið að tillögum Viðskiptaráðs. Vitaskuld á að ræða um skattabreytingar en það er efni þeirra sem skiptir máli en ekki fjöldi. Um fjöldann er hins vegar það að segja að eftir áralangt afskiptaleysi og óstjórn í skattamálum þar sem skattkerfinu var þá og því aðeins breytt að það væri í þágu hinna tekjuhærri, stóreignamanna og fjármagnstekjuhafa, var óhjákvæmilegt að gera margar og í sumum tilvikum róttækar breytingar. Hefur það og verið gert á undanförnum þremur árum með sýnilegum og mjög marktækum árangri, bæði hvað stöðvun tekjufalls og réttlátari dreifingu skattbyrði snertir. Tekið hefur verið á veikleikum í kerfinu, stoppað upp í skattaskjól (CFC reglur t.d.), innleiddir umhverfisskattar og skattkerfið gert grænna en nútíminn í þeim efnum fór framhjá fyrri stjórnvöldum. Þetta gerði Verslunarráð rétt í að viðurkenna og leggja til grundvallar málflutningi sínum í stað marklausra talna um fjölda skattbreytinga. Heildarskattar lægri en fyrrHeildarskattbyrði hefur lækkað frá árunum fyrir hrun. Skatttekjur ríkissjóðs voru á árunum 2005 til 2007 á bilinu 31-33% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þær eru nú 27-28% af VLF eða um 4 prósentustigum lægri en þær voru á þeim tíma sem VÍ saknar svo mjög. Þetta þýðir að ríkið tekur í sinn hlut um 4% minna en áður af því sem til skiptanna er en aðrir, þ.e. heimili og fyrirtæki í landinu fá um 4% meira í sinn hlut. Fullyrðingar Verslunarráðs og annarra um stórfelldar skattahækkanir eiga því við engin rök að styðjast. Hins vegar hefur orðið breyting á því hvernig skattbyrðinni er dreift og kann það að vera skýring á kveinstöfum ráðsins. Frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar hafði skattbyrði af tekjuskatti farið sívaxandi einkum hjá lægstu tekjuhópunum en lækkað hjá þeim tekjuhæstu. Þessari ósanngjörnu þróun hefur verið snúið við. Frá álagningu skv. gamla kerfinu á tekjur ársins 2008 til álagningar á tekjur ársins 2010 lækkaði skattbyrði af tekjuskatti hjá fólki í neðri hluta tekjuskalans svo sem hjóna sem hafa tekjur undir ca 8,5 m.kr. Lækkunin var mest neðst í tekjuskalanum t.d. um og yfir 3 prósentustig hjá lægsta fimmtungi hjóna. Hjá fólki yfir meðaltekjum hækkaði skatthlutfallið nokkuð en þó innan við 3 prósentustig nema hjá efstu 10% hjóna þar sem hækkunin var meiri einkum hjá efstu 1-2% hjóna sem áður náðu ekki að greiða meðalskatt en greiða nú um 33% skatt. Í þessum tölum eru allir tekjuskattar og auðlegðarskattur. Af fjármagnstekjuskatti, sem VÍ fullyrðir að hafi hækkað um 100% og gjarnan er haldið fram að lendi einkum á lífeyrisþegum og öðrum tekjulágum, er það að segja að hjá um 65% hjóna lækkaði hann um nærri 100%, þ.e. féll niður vegna frítekjumarksins og hjá 77% hjóna er hann enginn eða lægri en áður. Hjá 23% hjóna í efsta hluta tekjuskalans er hann hærri en áður. Það fer ekki á milli mála hverra hag VÍ ber fyrir brjósti. Við því er ekkert að segja að tekinn sé málstaður hinna efnameiri á opinn og hreinskiptinn hátt. Reyndar má velta því fyrir sér í ljósi útspils VÍ og umfjöllunar á skattadegi Deloitte hvort ekki væri hreinlegast að stofnuð yrðu formlega „Hagsmunasamtök auðmanna“ á Íslandi. Það er hins vegar óviðunandi og gerir VÍ ótrúverðugt að heyja sína hagsmunabarátta á grundvelli fremur ódýrra einfaldana og með markleysur að vopni. Á það hefur engin dul verið dregin að eitt af markmiðum skattkerfisbreytinganna var að stöðva tekjufall ríkisins eftir hrun, en hitt er ekki síður mikils um vert að verið var að breyta umtalsvert dreifingu skattbyrðinnar í anda aukins jöfnuðar og félagslegs réttlætis, gera skattkerfið grænna og norrænna á nýjan leik. Ívilnandi breytingum slepptLoks má nefna að Viðskiptaráð lætur hjá líða að geta þess að talsverður fjöldi hinna margrómuðu ótalmörgu skattbreytinga hefur verið ívilnandi. 100% endurgreiðsla VASKS á byggingarstað (allir vinna), lög um ívilnanir til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja, rammalög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, skattfrelsi skuldaniðurfellinga, hækkun vaxtabóta og sérstök vaxtaniðurgreiðsla, útgreiðsla séreignasparnaðar, bann við skuldajöfnun ýmissa bótagreiðslna, gjalddagaaðlögun fyrir atvinnulífið, heimildir til handa fyrirtækjum að gera upp gamlar skattskuldir með skuldabréfum, o.fl. o.fl. Þess er sem sagt í engu getið í tölfræðinálgun VÍ að gripið hefur verið til margs konar ívilnandi aðgerða til að örva nýsköpun og fjárfestingar, skapa störf, berjast gegn svartri atvinnustarfsemi og styðja við heimili og atvinnulíf gegnum erfiðleikana. Þaðan af síður ræðir Viðskiptaráð um aðgerðir stjórnvalda í samhengi við vandann í ríkisfjármálum og með sanngjarnri hliðsjón af mikilvægi þess að ná niður halla ríkissjóðs og stöðva skuldasöfnun, verja og síðan bæta lánshæfismat landsins og opna því leið út á alþjóðlegan fjármálamarkað. Það tókst með góðum árangri í júnímánuði sl. þegar aflað var eins milljarðs Bandaríkjadala á mjög ásættanlegum kjörum (voru það kannski viðskipti ársins?). Gangi forsendur fjárlaga fyrir yfirstandandi ár í grófum dráttum eftir þá hefur hallarekstur ríkisins farið úr um 14,5% 2008 niður í 1,2% 2012. Þekkir VÍ dæmi um sambærilegan árangur sl. fimm ár í Evrópu og þó víðar væri leitað? Án viðamikilla aðgerða bæði á tekju- og gjaldahlið fjárlaga hefði slíkur árangur ekki náðst. Þær aðgerðir hafa ekki verið auðveldar, en að horfa algerlega fram hjá mikilvægi þess árangurs sem náðst hefur í ríkisfjármálum þegar rætt er um skatta er Viðskiptaráði ekki samboðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Það er til marks um að Viðskiptaráð Íslands, áður Verslunarráð, sé að komast til fyrri heilsu frá því fyrir hrun að nú er þar emjað með gamalkunnum hætti yfir breytingum á sköttum. Í anda, að því er virðist lítt endurskoðaðra nýfrjálshyggjugilda, er ræða viðskiptaráðs eintóna kveinstafir um háa skatta. Það sem verra er; Viðskiptaráð grípur til óvandaðra einfaldana í framsetningu fremur en að reyna að finna orðum sínum stað með rökum. Eftir að fullyrðingar talsmanns ráðsins í upphafi síðasta ár um stórfelldar skattahækkanir höfðu verið hraktar rækilega er nú gripið til nýs mælikvarða. Það eru ekki lengur skattarnir sem slíkir eða skattbyrðin sem skiptir máli heldur fjöldi skattabreytinga. Til þess að ljá málflutningi sínum vægi hefur VÍ haft fyrir því að telja saman allar breytingar í skattalagasafni síðustu ára án tillits til þess hvers eðlis þær breytingar eru og opinbera hina ógnvænlegu niðurstöðu. Yfir 100 breytingar á sköttum! Enginn greinarmunur er gerður á því hvers eðlis þessar breytingar eru. Hvort það eru hækkanir eða lækkanir á skatthlutföllum, hækkanir á frádráttarliðum og bótaliðum, verðlagsuppfærsla á krónutölugjöldum, kerfisbreytingar eins og í bifreiðasköttum o.s.frv. Það eina sem virðist skipta máli er að ná fram nógu hárri tölu um fjölda breytinga. Yfir 100 breytingar! Þetta rifjar upp að reyndar hefur Viðskiptaráð fyrr verið upptekið af tölum og tölfræði en síður hugað að innihaldi. Í skýrslu frá því fyrir hrun hældist Viðskiptaráð um yfir því að 90% tillagna ráðsins eða þar um bil hefðu náð fram að ganga með því að stjórnvöld hefðu gert þær að sínum. Í ljósi hrunsins má spyrja hvort e.t.v. hefði betur farið ef það hlutfall hefði verið lægra, þ.e. stjórnvöld hefðu í minna mæli farið að tillögum Viðskiptaráðs. Vitaskuld á að ræða um skattabreytingar en það er efni þeirra sem skiptir máli en ekki fjöldi. Um fjöldann er hins vegar það að segja að eftir áralangt afskiptaleysi og óstjórn í skattamálum þar sem skattkerfinu var þá og því aðeins breytt að það væri í þágu hinna tekjuhærri, stóreignamanna og fjármagnstekjuhafa, var óhjákvæmilegt að gera margar og í sumum tilvikum róttækar breytingar. Hefur það og verið gert á undanförnum þremur árum með sýnilegum og mjög marktækum árangri, bæði hvað stöðvun tekjufalls og réttlátari dreifingu skattbyrði snertir. Tekið hefur verið á veikleikum í kerfinu, stoppað upp í skattaskjól (CFC reglur t.d.), innleiddir umhverfisskattar og skattkerfið gert grænna en nútíminn í þeim efnum fór framhjá fyrri stjórnvöldum. Þetta gerði Verslunarráð rétt í að viðurkenna og leggja til grundvallar málflutningi sínum í stað marklausra talna um fjölda skattbreytinga. Heildarskattar lægri en fyrrHeildarskattbyrði hefur lækkað frá árunum fyrir hrun. Skatttekjur ríkissjóðs voru á árunum 2005 til 2007 á bilinu 31-33% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þær eru nú 27-28% af VLF eða um 4 prósentustigum lægri en þær voru á þeim tíma sem VÍ saknar svo mjög. Þetta þýðir að ríkið tekur í sinn hlut um 4% minna en áður af því sem til skiptanna er en aðrir, þ.e. heimili og fyrirtæki í landinu fá um 4% meira í sinn hlut. Fullyrðingar Verslunarráðs og annarra um stórfelldar skattahækkanir eiga því við engin rök að styðjast. Hins vegar hefur orðið breyting á því hvernig skattbyrðinni er dreift og kann það að vera skýring á kveinstöfum ráðsins. Frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar hafði skattbyrði af tekjuskatti farið sívaxandi einkum hjá lægstu tekjuhópunum en lækkað hjá þeim tekjuhæstu. Þessari ósanngjörnu þróun hefur verið snúið við. Frá álagningu skv. gamla kerfinu á tekjur ársins 2008 til álagningar á tekjur ársins 2010 lækkaði skattbyrði af tekjuskatti hjá fólki í neðri hluta tekjuskalans svo sem hjóna sem hafa tekjur undir ca 8,5 m.kr. Lækkunin var mest neðst í tekjuskalanum t.d. um og yfir 3 prósentustig hjá lægsta fimmtungi hjóna. Hjá fólki yfir meðaltekjum hækkaði skatthlutfallið nokkuð en þó innan við 3 prósentustig nema hjá efstu 10% hjóna þar sem hækkunin var meiri einkum hjá efstu 1-2% hjóna sem áður náðu ekki að greiða meðalskatt en greiða nú um 33% skatt. Í þessum tölum eru allir tekjuskattar og auðlegðarskattur. Af fjármagnstekjuskatti, sem VÍ fullyrðir að hafi hækkað um 100% og gjarnan er haldið fram að lendi einkum á lífeyrisþegum og öðrum tekjulágum, er það að segja að hjá um 65% hjóna lækkaði hann um nærri 100%, þ.e. féll niður vegna frítekjumarksins og hjá 77% hjóna er hann enginn eða lægri en áður. Hjá 23% hjóna í efsta hluta tekjuskalans er hann hærri en áður. Það fer ekki á milli mála hverra hag VÍ ber fyrir brjósti. Við því er ekkert að segja að tekinn sé málstaður hinna efnameiri á opinn og hreinskiptinn hátt. Reyndar má velta því fyrir sér í ljósi útspils VÍ og umfjöllunar á skattadegi Deloitte hvort ekki væri hreinlegast að stofnuð yrðu formlega „Hagsmunasamtök auðmanna“ á Íslandi. Það er hins vegar óviðunandi og gerir VÍ ótrúverðugt að heyja sína hagsmunabarátta á grundvelli fremur ódýrra einfaldana og með markleysur að vopni. Á það hefur engin dul verið dregin að eitt af markmiðum skattkerfisbreytinganna var að stöðva tekjufall ríkisins eftir hrun, en hitt er ekki síður mikils um vert að verið var að breyta umtalsvert dreifingu skattbyrðinnar í anda aukins jöfnuðar og félagslegs réttlætis, gera skattkerfið grænna og norrænna á nýjan leik. Ívilnandi breytingum slepptLoks má nefna að Viðskiptaráð lætur hjá líða að geta þess að talsverður fjöldi hinna margrómuðu ótalmörgu skattbreytinga hefur verið ívilnandi. 100% endurgreiðsla VASKS á byggingarstað (allir vinna), lög um ívilnanir til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja, rammalög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, skattfrelsi skuldaniðurfellinga, hækkun vaxtabóta og sérstök vaxtaniðurgreiðsla, útgreiðsla séreignasparnaðar, bann við skuldajöfnun ýmissa bótagreiðslna, gjalddagaaðlögun fyrir atvinnulífið, heimildir til handa fyrirtækjum að gera upp gamlar skattskuldir með skuldabréfum, o.fl. o.fl. Þess er sem sagt í engu getið í tölfræðinálgun VÍ að gripið hefur verið til margs konar ívilnandi aðgerða til að örva nýsköpun og fjárfestingar, skapa störf, berjast gegn svartri atvinnustarfsemi og styðja við heimili og atvinnulíf gegnum erfiðleikana. Þaðan af síður ræðir Viðskiptaráð um aðgerðir stjórnvalda í samhengi við vandann í ríkisfjármálum og með sanngjarnri hliðsjón af mikilvægi þess að ná niður halla ríkissjóðs og stöðva skuldasöfnun, verja og síðan bæta lánshæfismat landsins og opna því leið út á alþjóðlegan fjármálamarkað. Það tókst með góðum árangri í júnímánuði sl. þegar aflað var eins milljarðs Bandaríkjadala á mjög ásættanlegum kjörum (voru það kannski viðskipti ársins?). Gangi forsendur fjárlaga fyrir yfirstandandi ár í grófum dráttum eftir þá hefur hallarekstur ríkisins farið úr um 14,5% 2008 niður í 1,2% 2012. Þekkir VÍ dæmi um sambærilegan árangur sl. fimm ár í Evrópu og þó víðar væri leitað? Án viðamikilla aðgerða bæði á tekju- og gjaldahlið fjárlaga hefði slíkur árangur ekki náðst. Þær aðgerðir hafa ekki verið auðveldar, en að horfa algerlega fram hjá mikilvægi þess árangurs sem náðst hefur í ríkisfjármálum þegar rætt er um skatta er Viðskiptaráði ekki samboðið.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar