Rúv heillum horfið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. janúar 2012 06:00 Enn á ný ryðst slitastjórn Glitnis fram í fjölmiðla með nýja stefnu. Nú fyrir íslenskum dómstólum. Sama slitastjórnin sem fyrir nokkrum misserum treysti ekki þeim íslensku og leitaði því á náðir bandarískra dómstóla. Og enn tromma íslenskir fjölmiðlar undir. Þrjú ár eru síðan formaður slitastjórnar Glitnis tók við því starfi. Ári síðar var farið með miklu offorsi með stefnur á hendur stjórnendum og eigendum bankans með miklum tilkostnaði og beinum útsendingum án þess að nokkuð hefðist uppúr því. Nú virðist sama upp á teningnum. Nú á að ná inn milljörðum og að sögn liggja fyrir sannanir um ábyrgð þeirra sem í hlut eiga. Stefnan er lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða. Hvað með hlutleysisreglur Ríkisútvarpsins, hugsanleg tengsl veittra upplýsinga og hagsmuna heimildarmanna, sanngirni, óhlutdrægni, mismunun og þá þumalputtareglu að leyfa fólki að njóta vafans? Kannski að það hafi allt horfið með ohf-inu. Sem fyrrverandi starfsmanni fréttastofu ríkisútvarpsins sárnar mér. Mér þykir leitt að svo slæleg vinnubrögð séu viðhöfð á þessum góða vinnustað. Enginn á skilið „fréttaafgreiðslu“ af þessum toga. Af hverju er engra spurninga spurt? Dómarinn sá ekki sannanirnar í New York-málinu. Standast fullyrðingar um sannanir eitthvað frekar núna? Var það einfeldningsháttur af hálfu slitastjórnarinnar að láta leiða sig til New York? Af hverju fer málið fyrst til fjölmiðla áður en viðkomandi eru birtar stefnurnar? Spila himinháar greiðslur til sérstakrar lögmannsstofu slitastjórnarinnar eitthvað inní þetta? Má ekki slitastjórnarlögmannsstofan Holm & Partners við tekjutapinu? Eða ferðalögin, sem fylgja starfinu? Er það þess vegna sem þetta dregst á langinn? Af hverju er ekki málum slitastjórnarinnar vísað til ótengdra þriðju aðila í auknum mæli, líkt og tíðkast í löndunum í kringum okkur? Er það vegna þess að vinnubrögðin þola ekki skoðun óvilhallra manna? Í siðuðu viðskiptaumhverfi væri það ekki liðið, að slitastjórn í fjármálafyrirtæki færði fjármuni úr vösum kröfuhafa og yfir í sérstaklega uppsetta lögmannsstofu í eigu sjálfra forsvarsmanna slitastjórnarinnar. Hver er annars tryggingin í því? Ætlar Steinunn Guðbjartsdóttir í mál við eigin lögmannsstofu ef lögmenn stofunnar baka kröfuhöfum Glitnis tjón? Harla ólíklegt. Væru ekki öll venjuleg fyrirtæki búin að setja spurningamerki við svona vinnubrögð? Á mínum Rúv-árum iðaði fólk í skinninu af metnaði til að varpa ljósi á stöðu mála í samfélaginu. Við trúðum því að það væri okkar hlutverk að veita valdsmönnum og öðrum ráðamönnum landsins málefnalegt aðhald. Við töldum það skyldu okkar að ýta undir uppbyggilega rökræðu í landinu. Drottningarviðtöl voru ekki komin til sögunnar. Undirgefni sumra fjölmiðla við skila- og slitastjórnarmenn bankanna er með ólíkindum. Þeir einfaldlega neita að mæta í viðtöl og umræðuþætti, þegar spurningarnar brenna. Það er tími smjörklípunnar. Skjótast svo í drottningarviðtöl þegar þeim sjálfum passar og skjóta ódýrum skotum á fólk sem hvorki fær tækifæri né er í stöðu til að verja sig á sama vettvangi. Þannig hefur náðst ótrúlegt taumhald á umræðunni á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný ryðst slitastjórn Glitnis fram í fjölmiðla með nýja stefnu. Nú fyrir íslenskum dómstólum. Sama slitastjórnin sem fyrir nokkrum misserum treysti ekki þeim íslensku og leitaði því á náðir bandarískra dómstóla. Og enn tromma íslenskir fjölmiðlar undir. Þrjú ár eru síðan formaður slitastjórnar Glitnis tók við því starfi. Ári síðar var farið með miklu offorsi með stefnur á hendur stjórnendum og eigendum bankans með miklum tilkostnaði og beinum útsendingum án þess að nokkuð hefðist uppúr því. Nú virðist sama upp á teningnum. Nú á að ná inn milljörðum og að sögn liggja fyrir sannanir um ábyrgð þeirra sem í hlut eiga. Stefnan er lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða. Hvað með hlutleysisreglur Ríkisútvarpsins, hugsanleg tengsl veittra upplýsinga og hagsmuna heimildarmanna, sanngirni, óhlutdrægni, mismunun og þá þumalputtareglu að leyfa fólki að njóta vafans? Kannski að það hafi allt horfið með ohf-inu. Sem fyrrverandi starfsmanni fréttastofu ríkisútvarpsins sárnar mér. Mér þykir leitt að svo slæleg vinnubrögð séu viðhöfð á þessum góða vinnustað. Enginn á skilið „fréttaafgreiðslu“ af þessum toga. Af hverju er engra spurninga spurt? Dómarinn sá ekki sannanirnar í New York-málinu. Standast fullyrðingar um sannanir eitthvað frekar núna? Var það einfeldningsháttur af hálfu slitastjórnarinnar að láta leiða sig til New York? Af hverju fer málið fyrst til fjölmiðla áður en viðkomandi eru birtar stefnurnar? Spila himinháar greiðslur til sérstakrar lögmannsstofu slitastjórnarinnar eitthvað inní þetta? Má ekki slitastjórnarlögmannsstofan Holm & Partners við tekjutapinu? Eða ferðalögin, sem fylgja starfinu? Er það þess vegna sem þetta dregst á langinn? Af hverju er ekki málum slitastjórnarinnar vísað til ótengdra þriðju aðila í auknum mæli, líkt og tíðkast í löndunum í kringum okkur? Er það vegna þess að vinnubrögðin þola ekki skoðun óvilhallra manna? Í siðuðu viðskiptaumhverfi væri það ekki liðið, að slitastjórn í fjármálafyrirtæki færði fjármuni úr vösum kröfuhafa og yfir í sérstaklega uppsetta lögmannsstofu í eigu sjálfra forsvarsmanna slitastjórnarinnar. Hver er annars tryggingin í því? Ætlar Steinunn Guðbjartsdóttir í mál við eigin lögmannsstofu ef lögmenn stofunnar baka kröfuhöfum Glitnis tjón? Harla ólíklegt. Væru ekki öll venjuleg fyrirtæki búin að setja spurningamerki við svona vinnubrögð? Á mínum Rúv-árum iðaði fólk í skinninu af metnaði til að varpa ljósi á stöðu mála í samfélaginu. Við trúðum því að það væri okkar hlutverk að veita valdsmönnum og öðrum ráðamönnum landsins málefnalegt aðhald. Við töldum það skyldu okkar að ýta undir uppbyggilega rökræðu í landinu. Drottningarviðtöl voru ekki komin til sögunnar. Undirgefni sumra fjölmiðla við skila- og slitastjórnarmenn bankanna er með ólíkindum. Þeir einfaldlega neita að mæta í viðtöl og umræðuþætti, þegar spurningarnar brenna. Það er tími smjörklípunnar. Skjótast svo í drottningarviðtöl þegar þeim sjálfum passar og skjóta ódýrum skotum á fólk sem hvorki fær tækifæri né er í stöðu til að verja sig á sama vettvangi. Þannig hefur náðst ótrúlegt taumhald á umræðunni á Íslandi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun