Fækkun ráðuneyta og efling Stjórnarráðsins Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2012 11:30 Ríkisstjórnin hefur á liðnu kjörtímabili staðið fyrir umfangsmestu breytingum á Stjórnarráði Íslands í lýðveldissögunni. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á slíkar breytingar og í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er að finna metnaðarfull áform um fækkun ráðuneyta. Nýverið voru samþykkt ný heildarlög um Stjórnarráð Íslands í þessu skyni og þær breytingar sem gerðar voru á ráðherrahópi ríkisstjórnarinnar á síðasta degi liðins árs eru liður í síðasta stóra áfanganum til að uppfylla áform ríkisstjórnarinnar um gagngerar breytingar á skipulagi og starfsemi Stjórnarráðsins. Þrír forsætisráðherrar – fjórir utanríkisráðherrarNú þegar hefur ráðherrum ríkisstjórnarinnar verið fækkað í 9 og áformað er að ganga skrefinu lengra síðar á þessu ári. Þá verða ráðherrar orðnir 8, en voru 12 í upphafi kjörtímabilsins. Stjórnarandstaðan hefur reynt að setja þessar umfangsmiklu breytingar í neikvætt ljós og er því haldið fram að svo tíðar ráðherrabreytingar valdi óæskilegum óstöðugleika sem skaði Stjórnarráðið. Það hefur jafnvel verið gefið í skyn að hér sé um eitthvert einsdæmi að ræða. Vegna þessa er rétt að undirstrika að þrátt fyrir þessar miklu breytingar á umfangi og skipulagi Stjórnarráðsins eru ráðherrabreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar umtalsvert færri og umfangsminni en þær breytingar sem gerðar voru á kjörtímabilinu á árunum 2003-2007. Þá voru fimm sinnum gerðar breytingar á ríkisstjórnum, þrátt fyrir að ekki væri verið að vinna í mikilli fækkun ráðuneyta eins og nú. Þá gegndu fjórir einstaklingar embætti utanríkisráðherra og þrír einstaklingar embætti forsætisráðherra á einu og sama kjörtímabilinu. Fram til þessa hef ég ekki heyrt liðsmenn Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks eyða mörgum orðum á meintan óstöðugleika sem þessu hlýtur að hafa fylgt, ekki síst tíð skipti á forsætisráðherra, ef marka má orð þeirra núna. Sameining málaflokka og skýrari verkaskiptingHelsta breytingin sem nú er unnið að er stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis. Uppistaðan í því verða verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis en talið er skynsamlegt að skipan ráðuneyta sé óháð atvinnugreinum og eitt og sama ráðuneytið þjóni öllum atvinnugreinum en ekki bara sumum eins og er í dag. Stórar greinar eins og verslun og þjónusta og ferðaþjónustan hafa m.a. kvartað undan misvægi í skipan ráðuneyta að þessu leyti. Þessi breyting mun því efla og styrkja þjónustu stjórnvalda við atvinnulífið. Samhliða er gert ráð fyrir breyttu hlutverki umhverfisráðuneytisins og það verði umhverfis- og auðlindaráðuneyti en í dag er fyrirkomulag auðlindamála breytilegt eftir flokkum auðlinda og takmarkað samræmi í verkaskiptingu milli ráðuneyta á sviði auðlindamála. Jafnframt mun á vettvangi sérstakrar ráðherranefndar lagt faglegt mat á kosti og galla þess að gera breytingar á efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hér er um nýja hugmynd að ræða sem mikilvægt er að meta vandlega áður en í hana verður ráðist og tryggja að ábyrgðinni á stjórn efnahagsmála verði ekki dreift á mörg ráðuneyti. Sú stefna er og verður leiðarljós ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Stærri og öflugri ráðuneytiMarkmiðið með fækkun ráðuneyta er að til verði öflugar stjórnsýslueiningar þar sem meira svigrúm verður til stefnumarkandi vinnu, betri yfirsýn verður yfir málaflokka og betri samskipti verða við stofnanir og auðveldara verður að samþætta stefnur og áherslur í málaflokkum. Þá hefur sýnt sig að fjárhagslegt hagræði felst einnig í þessum breytingum en við stofnun velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis fækkaði ráðuneytisstjórum í Stjórnarráði Íslands um tvo og skrifstofustjórum um 13. Þá hefur heildarstarfsmannafjöldi lækkað sem og fjárhagsrammi sameinaðra ráðuneyta sem er nú tugmilljónum króna lægri á fjárlögum 2012 en árið 2010 og þannig raunlækkun veruleg. Með fækkun ráðuneyta og nýjum lagagrunni um Stjórnarráð Íslands hafa því verið stigin mikilvæg framfaraskref. Stjórnarráðið hefur lært af reynslunni og brugðist kröftuglega við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur á liðnu kjörtímabili staðið fyrir umfangsmestu breytingum á Stjórnarráði Íslands í lýðveldissögunni. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á slíkar breytingar og í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er að finna metnaðarfull áform um fækkun ráðuneyta. Nýverið voru samþykkt ný heildarlög um Stjórnarráð Íslands í þessu skyni og þær breytingar sem gerðar voru á ráðherrahópi ríkisstjórnarinnar á síðasta degi liðins árs eru liður í síðasta stóra áfanganum til að uppfylla áform ríkisstjórnarinnar um gagngerar breytingar á skipulagi og starfsemi Stjórnarráðsins. Þrír forsætisráðherrar – fjórir utanríkisráðherrarNú þegar hefur ráðherrum ríkisstjórnarinnar verið fækkað í 9 og áformað er að ganga skrefinu lengra síðar á þessu ári. Þá verða ráðherrar orðnir 8, en voru 12 í upphafi kjörtímabilsins. Stjórnarandstaðan hefur reynt að setja þessar umfangsmiklu breytingar í neikvætt ljós og er því haldið fram að svo tíðar ráðherrabreytingar valdi óæskilegum óstöðugleika sem skaði Stjórnarráðið. Það hefur jafnvel verið gefið í skyn að hér sé um eitthvert einsdæmi að ræða. Vegna þessa er rétt að undirstrika að þrátt fyrir þessar miklu breytingar á umfangi og skipulagi Stjórnarráðsins eru ráðherrabreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar umtalsvert færri og umfangsminni en þær breytingar sem gerðar voru á kjörtímabilinu á árunum 2003-2007. Þá voru fimm sinnum gerðar breytingar á ríkisstjórnum, þrátt fyrir að ekki væri verið að vinna í mikilli fækkun ráðuneyta eins og nú. Þá gegndu fjórir einstaklingar embætti utanríkisráðherra og þrír einstaklingar embætti forsætisráðherra á einu og sama kjörtímabilinu. Fram til þessa hef ég ekki heyrt liðsmenn Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks eyða mörgum orðum á meintan óstöðugleika sem þessu hlýtur að hafa fylgt, ekki síst tíð skipti á forsætisráðherra, ef marka má orð þeirra núna. Sameining málaflokka og skýrari verkaskiptingHelsta breytingin sem nú er unnið að er stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis. Uppistaðan í því verða verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis en talið er skynsamlegt að skipan ráðuneyta sé óháð atvinnugreinum og eitt og sama ráðuneytið þjóni öllum atvinnugreinum en ekki bara sumum eins og er í dag. Stórar greinar eins og verslun og þjónusta og ferðaþjónustan hafa m.a. kvartað undan misvægi í skipan ráðuneyta að þessu leyti. Þessi breyting mun því efla og styrkja þjónustu stjórnvalda við atvinnulífið. Samhliða er gert ráð fyrir breyttu hlutverki umhverfisráðuneytisins og það verði umhverfis- og auðlindaráðuneyti en í dag er fyrirkomulag auðlindamála breytilegt eftir flokkum auðlinda og takmarkað samræmi í verkaskiptingu milli ráðuneyta á sviði auðlindamála. Jafnframt mun á vettvangi sérstakrar ráðherranefndar lagt faglegt mat á kosti og galla þess að gera breytingar á efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hér er um nýja hugmynd að ræða sem mikilvægt er að meta vandlega áður en í hana verður ráðist og tryggja að ábyrgðinni á stjórn efnahagsmála verði ekki dreift á mörg ráðuneyti. Sú stefna er og verður leiðarljós ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Stærri og öflugri ráðuneytiMarkmiðið með fækkun ráðuneyta er að til verði öflugar stjórnsýslueiningar þar sem meira svigrúm verður til stefnumarkandi vinnu, betri yfirsýn verður yfir málaflokka og betri samskipti verða við stofnanir og auðveldara verður að samþætta stefnur og áherslur í málaflokkum. Þá hefur sýnt sig að fjárhagslegt hagræði felst einnig í þessum breytingum en við stofnun velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis fækkaði ráðuneytisstjórum í Stjórnarráði Íslands um tvo og skrifstofustjórum um 13. Þá hefur heildarstarfsmannafjöldi lækkað sem og fjárhagsrammi sameinaðra ráðuneyta sem er nú tugmilljónum króna lægri á fjárlögum 2012 en árið 2010 og þannig raunlækkun veruleg. Með fækkun ráðuneyta og nýjum lagagrunni um Stjórnarráð Íslands hafa því verið stigin mikilvæg framfaraskref. Stjórnarráðið hefur lært af reynslunni og brugðist kröftuglega við.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar