Einn sá allra sigursælasti 21. janúar 2012 14:30 Haustið 2003 fagnaði Sigursteinn sínum níunda Íslandsmeistaratitli ásamt Magnúsi Sveini syni sínum. Sigursteinn grínaðist gjarnan með að KR yrði ekki Íslandsmeistari fyrr en hann sjálfur sneri aftur til félagsins, en sú varð einmitt raunin. mynd/einar Ólason Einn allra sigursælasti leikmaður íslenskrar knattspyrnu, Sigursteinn Gíslason, féll frá mánudaginn 16. janúar eftir stutta en harða baráttu við krabbamein, aðeins 43 ára að aldri. Sigursteinn lék lengst af með ÍA og KR en með þessum félögum vann hann alls níu meistaratitla í efstu deild og þrjá bikarmeistaratitla, auk fjölda annarra bikara í smærri mótum. Þá lék Sigursteinn 22 A-landsliðsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu haustið 1994 og var sæmdur gullmerki KSÍ á síðasta ári. Sigurganga á SkaganumÁ Skipaskaga. Sigursteinn var mikilvægur hlekkur í hinu sigursæla liði ÍA í upphafi tíunda áratugarins.Sigursteinn var fæddur og uppalinn á Akranesi og tilheyrði mikilli knattspyrnuætt, en eftir því sem næst verður komist hafa að minnsta kosti átta afkomendur ömmu Sigursteins leikið með meistaraflokki ÍA. Hann lék með ÍA í yngri flokkum þar til hans fluttist í vesturbæ Reykjavíkur haustið 1985 og gekk þá til liðs við KR, þar sem hann hlaut sína eldskírn í efstu deild sumarið 1987. Að tímabilinu loknu sneri hann aftur upp á Skaga og varð mikilvægur hlekkur í hinu ótrúlega sterka og sigursæla liði ÍA sem tryggði sér sæti í efstu deild haustið 1991. Árin á eftir tók við óslitin sigurganga þar sem fimm Íslandsmeistaratitlar komu í hús á árunum 1992 til 1996. Þar af unnu Skagamenn tvöfalt, Íslandsmót og bikar, árin 1993 og 1996 og er þetta lið af mörgum talið með þeim öflugustu í íslenskri knattspyrnusögu. Ásamt óbilandi sigurvilja þótti Sigursteinn einnig einkar laginn við að tileinka sér flestar stöður á vellinum, þótt lengst af hafi hann leikið í vörninni. Mikilvægasta gjöfin til KRSigursteinn var valinn leikmaður tímabilsins 1994, en Skagamenn unnu fimm Íslandsmót í röð á árunum 1992 til 1996.mynd/brynjar gauti sveinssonEftir að hafa glímt við meiðsli tímabilin 1997 og 1998 gekk Sigursteinn til liðs við KR-inga á ný og tók þátt í að færa fylgismönnum liðsins mikilvægustu gjöf sem þeir gátu hugsað sér: Fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í 31 ár haustið 1999. Á þessu aldarafmælisári KR tryggði félagið sér einnig bikarmeistaratitil, en þrír aðrir Íslandsmeistaratitlar fylgdu í kjölfarið árin 2000, 2002 og 2003. Í millitíðinni reyndi Sigursteinn fyrir sér hjá Stoke undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar á hálfs árs lánssamningi, þá 31 árs gamall. Meiðsli settu strik í reikninginn í Englandi, en alls lék Sigursteinn átta leiki með Stoke. Þá stóð honum til boða að skrifa undir samning hjá sænska félaginu Örgryte hausið 1994 en kaus heldur að taka þátt í áframhaldandi velgengni Skagamanna. Sigursteinn var spilandi aðstoðarþjálfari hjá Víkingi í efstu deild sumarið 2004 en hóf að því loknu þjálfun 2. flokks KR og tók svo við þjálfun meistaraflokks KR frá miðju sumri 2005 og út tímabilið. Hann var svo aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR tímabilin 2005, 2006, síðari hluta 2007 og 2008. Haustið 2008 gerðist Sigursteinn þjálfari meistaraflokks Leiknis í Breiðholti. Hann gegndi þeirri stöðu þar til hann fór í veikindafrí á vordögum 2011 þegar hann greindist með krabbamein í nýrum og lungum. Vinsæll og hugrakkurSigursteinn þjálfaði Leikni frá 2008 til 2011. Hér er hann í leik gegn Haukum sumarið 2009.Fréttablaðið/ValliÍ júní síðastliðnum skipulögðu vinir og velunnarar knattspyrnuleik til stuðnings Sigursteini og fjölskyldu hans milli ÍA og KR á Akranesvelli, þar sem margir af fyrrum liðsfélögum hans og fleiri leikmenn víðs vegar að tóku þátt. Tæplega 4.000 áhorfendur mættu á völlinn þennan laugardag, enda Sigursteinn vinsæll maður sem þótti sýna mikið hugrekki og æðruleysi í baráttu sinni. Sigursteinn lætur eftir sig eiginkonuna Önnu Elínu Daníelsdóttir og þrjú börn: Magnús Svein, Unni Elínu og Teit Leó. Sigurvegarinn skein af honumSigursteinn Gíslason og Guðmundur Benediktsson fagna bikarmeistaratitli KR-inga haustið 1999 ásamt félögum sínum.Mynd/Hilmar Þór Guðmundsson„Ég var svo heppinn að kynnast Sigursteini þegar hann kom til KR fyrir tímabilið 1999. KR hafði verið í vandræðum með að vinna Íslandsmeistaratitil og ég er sannfærður um að koma hans til félagsins hjálpaði mikið til við að landa titlinum. Sigurvegarinn skein af honum," segir Guðmundur Benediktsson sem lék með Sigursteini hjá KR og kynntist honum og fjölskyldu hans vel. Guðmundur bætir við að fátt hafi verið leiðinlegra en að vera á móti Sigursteini á æfingum. „Hann ekki sérlega skemmtilegur andstæðingur þegar hann var að vinna mann, en þannig er það oft með þá sigursælustu. Það er á hreinu að það var mun betra en hafa Steina í liði með sér en á móti." Guðmundur segir það forréttindi að hafa fengið að kynnast Sigursteini og söknuðurinn sé mikill. „Steini var aldrei með neitt múður heldur gerði það vel sem hann tók sér fyrir hendur og ætlaðist einnig til þess af öðrum. Árangur hans sem þjálfari, þegar hann var svo nálægt því að koma Leikni upp um deild, kom alls ekki á óvart því þar var Steini bara að halda áfram því starfi sem hann vann sem leikmaður." Guðmundur var einn þeirra leikmanna sem tóku þátt í stuðningsleiknum milli ÍA og KR á Akranesi í sumar og segir það hafa verið frábæran dag í alla staði. „Þar sýndi það sig svart á hvítu hvaða hug allir báru og bera til Steina. Allir voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og settu það ekki fyrir sig hvar í heiminum þeir voru eða hvernig stóð á hjá þeim. Þessu hefur maður líka tekið eftir svo um munar síðustu mánuði og það segir það sem segja þarf um Steina." Skarð sem ekki verður fylltMeistari Guðjón Þórðarson og Sigursteinn, sem klæddist sérhannaðri ÍA og KR-treyju í stuðningsleiknum í sumar.Fréttablaðið/Guðmundur Bjarki„Ég man eftir Steina þegar hann var smápolli í fótbolta á Merkurtúni," segir Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri, sem þjálfaði Sigurstein hjá ÍA og einnig um skeið hjá Stoke, en milli fjölskyldna Sigursteins og Guðjóns mynduðust sterk tengsl. „Eitt haustið þurfti ég að vera erlendis í á fjórðu viku og þá fluttu Steini og Anna inn í húsið og pössuðu tvo yngstu strákana mína allan tímann. Heimili þeirra var líka alltaf opið fyrir öllum strákunum mínum og við höfum öll misst afar góðan og tryggan trúnaðarvin." Guðjón lýsir Sigursteini sem jafnlyndum og góðum dreng sem var ávallt reiðubúinn til að takast á við það sem ætlast var af honum. „Hann leitaði alltaf lausna í stað þess að væla og vera með vandræðagang. En ekki skipti minna máli hversu staðráðinn hann var í að gera alltaf gott úr hlutunum og sjá húmorinn í öllu. Ég hef oft sagt að karakterar fólks kristallist á fótboltavellinum og þar var Steini eins og í lífinu sjálfu, lagði sig allan fram og var jafnframt mjög hvetjandi fyrir alla í kringum sig. Steini skilur eftir sig stórt skarð sem verður aldrei fyllt," segir Guðjón. Akranes Andlát Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Einn allra sigursælasti leikmaður íslenskrar knattspyrnu, Sigursteinn Gíslason, féll frá mánudaginn 16. janúar eftir stutta en harða baráttu við krabbamein, aðeins 43 ára að aldri. Sigursteinn lék lengst af með ÍA og KR en með þessum félögum vann hann alls níu meistaratitla í efstu deild og þrjá bikarmeistaratitla, auk fjölda annarra bikara í smærri mótum. Þá lék Sigursteinn 22 A-landsliðsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu haustið 1994 og var sæmdur gullmerki KSÍ á síðasta ári. Sigurganga á SkaganumÁ Skipaskaga. Sigursteinn var mikilvægur hlekkur í hinu sigursæla liði ÍA í upphafi tíunda áratugarins.Sigursteinn var fæddur og uppalinn á Akranesi og tilheyrði mikilli knattspyrnuætt, en eftir því sem næst verður komist hafa að minnsta kosti átta afkomendur ömmu Sigursteins leikið með meistaraflokki ÍA. Hann lék með ÍA í yngri flokkum þar til hans fluttist í vesturbæ Reykjavíkur haustið 1985 og gekk þá til liðs við KR, þar sem hann hlaut sína eldskírn í efstu deild sumarið 1987. Að tímabilinu loknu sneri hann aftur upp á Skaga og varð mikilvægur hlekkur í hinu ótrúlega sterka og sigursæla liði ÍA sem tryggði sér sæti í efstu deild haustið 1991. Árin á eftir tók við óslitin sigurganga þar sem fimm Íslandsmeistaratitlar komu í hús á árunum 1992 til 1996. Þar af unnu Skagamenn tvöfalt, Íslandsmót og bikar, árin 1993 og 1996 og er þetta lið af mörgum talið með þeim öflugustu í íslenskri knattspyrnusögu. Ásamt óbilandi sigurvilja þótti Sigursteinn einnig einkar laginn við að tileinka sér flestar stöður á vellinum, þótt lengst af hafi hann leikið í vörninni. Mikilvægasta gjöfin til KRSigursteinn var valinn leikmaður tímabilsins 1994, en Skagamenn unnu fimm Íslandsmót í röð á árunum 1992 til 1996.mynd/brynjar gauti sveinssonEftir að hafa glímt við meiðsli tímabilin 1997 og 1998 gekk Sigursteinn til liðs við KR-inga á ný og tók þátt í að færa fylgismönnum liðsins mikilvægustu gjöf sem þeir gátu hugsað sér: Fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í 31 ár haustið 1999. Á þessu aldarafmælisári KR tryggði félagið sér einnig bikarmeistaratitil, en þrír aðrir Íslandsmeistaratitlar fylgdu í kjölfarið árin 2000, 2002 og 2003. Í millitíðinni reyndi Sigursteinn fyrir sér hjá Stoke undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar á hálfs árs lánssamningi, þá 31 árs gamall. Meiðsli settu strik í reikninginn í Englandi, en alls lék Sigursteinn átta leiki með Stoke. Þá stóð honum til boða að skrifa undir samning hjá sænska félaginu Örgryte hausið 1994 en kaus heldur að taka þátt í áframhaldandi velgengni Skagamanna. Sigursteinn var spilandi aðstoðarþjálfari hjá Víkingi í efstu deild sumarið 2004 en hóf að því loknu þjálfun 2. flokks KR og tók svo við þjálfun meistaraflokks KR frá miðju sumri 2005 og út tímabilið. Hann var svo aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR tímabilin 2005, 2006, síðari hluta 2007 og 2008. Haustið 2008 gerðist Sigursteinn þjálfari meistaraflokks Leiknis í Breiðholti. Hann gegndi þeirri stöðu þar til hann fór í veikindafrí á vordögum 2011 þegar hann greindist með krabbamein í nýrum og lungum. Vinsæll og hugrakkurSigursteinn þjálfaði Leikni frá 2008 til 2011. Hér er hann í leik gegn Haukum sumarið 2009.Fréttablaðið/ValliÍ júní síðastliðnum skipulögðu vinir og velunnarar knattspyrnuleik til stuðnings Sigursteini og fjölskyldu hans milli ÍA og KR á Akranesvelli, þar sem margir af fyrrum liðsfélögum hans og fleiri leikmenn víðs vegar að tóku þátt. Tæplega 4.000 áhorfendur mættu á völlinn þennan laugardag, enda Sigursteinn vinsæll maður sem þótti sýna mikið hugrekki og æðruleysi í baráttu sinni. Sigursteinn lætur eftir sig eiginkonuna Önnu Elínu Daníelsdóttir og þrjú börn: Magnús Svein, Unni Elínu og Teit Leó. Sigurvegarinn skein af honumSigursteinn Gíslason og Guðmundur Benediktsson fagna bikarmeistaratitli KR-inga haustið 1999 ásamt félögum sínum.Mynd/Hilmar Þór Guðmundsson„Ég var svo heppinn að kynnast Sigursteini þegar hann kom til KR fyrir tímabilið 1999. KR hafði verið í vandræðum með að vinna Íslandsmeistaratitil og ég er sannfærður um að koma hans til félagsins hjálpaði mikið til við að landa titlinum. Sigurvegarinn skein af honum," segir Guðmundur Benediktsson sem lék með Sigursteini hjá KR og kynntist honum og fjölskyldu hans vel. Guðmundur bætir við að fátt hafi verið leiðinlegra en að vera á móti Sigursteini á æfingum. „Hann ekki sérlega skemmtilegur andstæðingur þegar hann var að vinna mann, en þannig er það oft með þá sigursælustu. Það er á hreinu að það var mun betra en hafa Steina í liði með sér en á móti." Guðmundur segir það forréttindi að hafa fengið að kynnast Sigursteini og söknuðurinn sé mikill. „Steini var aldrei með neitt múður heldur gerði það vel sem hann tók sér fyrir hendur og ætlaðist einnig til þess af öðrum. Árangur hans sem þjálfari, þegar hann var svo nálægt því að koma Leikni upp um deild, kom alls ekki á óvart því þar var Steini bara að halda áfram því starfi sem hann vann sem leikmaður." Guðmundur var einn þeirra leikmanna sem tóku þátt í stuðningsleiknum milli ÍA og KR á Akranesi í sumar og segir það hafa verið frábæran dag í alla staði. „Þar sýndi það sig svart á hvítu hvaða hug allir báru og bera til Steina. Allir voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og settu það ekki fyrir sig hvar í heiminum þeir voru eða hvernig stóð á hjá þeim. Þessu hefur maður líka tekið eftir svo um munar síðustu mánuði og það segir það sem segja þarf um Steina." Skarð sem ekki verður fylltMeistari Guðjón Þórðarson og Sigursteinn, sem klæddist sérhannaðri ÍA og KR-treyju í stuðningsleiknum í sumar.Fréttablaðið/Guðmundur Bjarki„Ég man eftir Steina þegar hann var smápolli í fótbolta á Merkurtúni," segir Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri, sem þjálfaði Sigurstein hjá ÍA og einnig um skeið hjá Stoke, en milli fjölskyldna Sigursteins og Guðjóns mynduðust sterk tengsl. „Eitt haustið þurfti ég að vera erlendis í á fjórðu viku og þá fluttu Steini og Anna inn í húsið og pössuðu tvo yngstu strákana mína allan tímann. Heimili þeirra var líka alltaf opið fyrir öllum strákunum mínum og við höfum öll misst afar góðan og tryggan trúnaðarvin." Guðjón lýsir Sigursteini sem jafnlyndum og góðum dreng sem var ávallt reiðubúinn til að takast á við það sem ætlast var af honum. „Hann leitaði alltaf lausna í stað þess að væla og vera með vandræðagang. En ekki skipti minna máli hversu staðráðinn hann var í að gera alltaf gott úr hlutunum og sjá húmorinn í öllu. Ég hef oft sagt að karakterar fólks kristallist á fótboltavellinum og þar var Steini eins og í lífinu sjálfu, lagði sig allan fram og var jafnframt mjög hvetjandi fyrir alla í kringum sig. Steini skilur eftir sig stórt skarð sem verður aldrei fyllt," segir Guðjón.
Akranes Andlát Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira