Við sníðum norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni 31. janúar 2012 10:00 Í dag hefst ársfundur SAMAK (samtaka norrænna jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinga) í Stokkhólmi með bjartsýni inn í framtíðina að leiðarljósi. Jafnaðarmenn á Norðurlöndum sigra í kosningum, veita ríkisstjórnum forystu og standa að árangursríkum pólitískum bandalögum. Tíunda stærsta efnahagskerfi heims er á Norðurlöndum með rúmlega 25 milljónir íbúa. Hvers kyns samanburður á heimsvísu sýnir að Norðurlönd eru í fararbroddi hvað lífsgæði varðar. Norræna velferðarsamfélagið nýtur aðdáunar víða, en þar fara saman með árangursríkum hætti framþróun og jöfnuður sem hafa stuðlað að samfélagslegri sátt og njóta mikils stuðnings almennings. Grunngildin eru jöfn tækifæri, félagsleg samstaða og öryggi fyrir alla. Allur almenningur nýtur öryggis og almannatrygginga sem byggð eru á meginreglunni um að velferðarþjónusta, kostuð með skatttekjum, skuli látin í té eftir þörfum og á jafnréttisgrundvelli. Gott skipulag og víðtækt samstarf milli aðila vinnumarkaðarins hafa skapað bæði stöðugleika og frið á vinnumarkaði og gert að verkum að nauðsynlegar breytingar hafa orðið á gerð hans. Fjárfesting í umönnun barna og aldraðra hefur gert konum kleift að vinna utan heimilis og taka þátt í pólitísku starfi í meiri mæli en þekkist annars staðar í heiminum. Norræna velferðarsamfélagið hefur reynst borgurum norrænu landanna vel. En norræna velferðarsamfélagið stendur í dag og í framtíðinni frammi fyrir ögrandi viðfangsefnum. Ytri og innri breytingar af völdum hnattrænnar samkeppni, hraðrar iðnvæðingar fjölmennra stórríkja á borð við Kína og Indland og hluta Suður-Ameríku og Austur-Evrópu, loftslagsbreytinga, lýðfræðilegra breytinga vegna hækkandi aldurs þjóða, fjármálakreppa og vaxandi atvinnuleysis kalla á nýjar lausnir og hugmyndir. Viðleitni til að takast á við framtíðina með því að lækka laun er skref afturábak. Þannig efnahagslíf skapar ekki þann vöxt velmegunar sem nauðsynlegur er til að sameina kröftugan vöxt og metnaðarfull markmið um velferðarsamfélag sem byggt er á jafnrétti og er í fremstu röð í heiminum. Atvinnulífið á Norðurlöndum þarf að keppa á grundvelli þekkingar og gæða. Því er þörf á fjárfestingum í rannsóknum, á að menntakerfið verði eflt og að mun fleiri fái tækifæri til að mennta sig ævina á enda – í stað lakari kjara á vinnumarkaði. Þetta snýst um að byggja áfram á samstarfi milli stjórnmála, aðila vinnumarkaðarins og menntakerfisins í því skyni að endurnýja framleiðsluvörur landa vorra og skapa vörur og þjónustu sem byggja á aukinni menntun og þekkingu. Við viljum sníða norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni og gangsetjum því rannsóknarverkefni. Í fyrsta sinn munu öll norrænu löndin í sameiningu láta hið frjálsa og óháða rannsóknasamfélag greina ítarlega, álagsprófa og framkvæma afleiðingagreiningar. Rannsóknin mun veita okkur mikilvæga innsýn í það hvaða augum borgararnir líta samfélagsþróunina, bæði innri og ytri breytingar, ásamt því að grafast fyrir um væntingar og óskir borgaranna um framtíð barna sinna. Lykilspurning er hvernig stjórnmálin geta endurnýjað aðferðafræði sína þannig að hægt sé að sinna þeim þörfum sem eru að koma fram samhliða því að núverandi aðferðafræði, sem reynsla er komin á, er þróuð áfram. Niðurstöðurnar verða birtar á ráðstefnu SAMAK árið 2014. Samfélög byggð á jafnrétti og almennri fjárfestingu í velferð hafa sannað sig að vera traustur grundvöllur undir efnahagslegum vexti sakir menntunartækifæra og tækifæra til þróunar sem öllum standa opin. Undir stjórn fjölmargra ríkisstjórna jafnaðarmanna og í samstarfi við verkalýðshreyfinguna hafa Norðurlöndin markað sína eigin stefnu. Við vonumst til þess að verkefnið muni benda á þá valkosti til framþróunar sem verkalýðhreyfingunni standa til boða. Við stöndum ekki aðeins fyrir langri sögu velferðar sem og áhrifum á nútímann, heldur er framtíðin einnig okkar. Jóhanna Sigurðardóttír, formaður Samfylkingarinnar á Íslandi, forsætisráðherra Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð Wanja Lundby-Wedin, formaður Alþýðusambandsins í Svíþjóð Helle Thorning-Schmidt, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku, forsætisráðherra Harald Børsting, formaður LO í Danmörku Jens Stoltenberg, formaður Jafnaðarmannaflokkssins í Noregi, forsætisráðherra Roar Flåthen, formaður LO í Noregi, Jutta Urpilainen, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Finnlandi, vara-forsætisráðherra Lauri Lyly, formaður SAK/FFC í Finnlandi Camilla Gunell formaður Jafnaðarmannaflokksins á Álandseyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefst ársfundur SAMAK (samtaka norrænna jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinga) í Stokkhólmi með bjartsýni inn í framtíðina að leiðarljósi. Jafnaðarmenn á Norðurlöndum sigra í kosningum, veita ríkisstjórnum forystu og standa að árangursríkum pólitískum bandalögum. Tíunda stærsta efnahagskerfi heims er á Norðurlöndum með rúmlega 25 milljónir íbúa. Hvers kyns samanburður á heimsvísu sýnir að Norðurlönd eru í fararbroddi hvað lífsgæði varðar. Norræna velferðarsamfélagið nýtur aðdáunar víða, en þar fara saman með árangursríkum hætti framþróun og jöfnuður sem hafa stuðlað að samfélagslegri sátt og njóta mikils stuðnings almennings. Grunngildin eru jöfn tækifæri, félagsleg samstaða og öryggi fyrir alla. Allur almenningur nýtur öryggis og almannatrygginga sem byggð eru á meginreglunni um að velferðarþjónusta, kostuð með skatttekjum, skuli látin í té eftir þörfum og á jafnréttisgrundvelli. Gott skipulag og víðtækt samstarf milli aðila vinnumarkaðarins hafa skapað bæði stöðugleika og frið á vinnumarkaði og gert að verkum að nauðsynlegar breytingar hafa orðið á gerð hans. Fjárfesting í umönnun barna og aldraðra hefur gert konum kleift að vinna utan heimilis og taka þátt í pólitísku starfi í meiri mæli en þekkist annars staðar í heiminum. Norræna velferðarsamfélagið hefur reynst borgurum norrænu landanna vel. En norræna velferðarsamfélagið stendur í dag og í framtíðinni frammi fyrir ögrandi viðfangsefnum. Ytri og innri breytingar af völdum hnattrænnar samkeppni, hraðrar iðnvæðingar fjölmennra stórríkja á borð við Kína og Indland og hluta Suður-Ameríku og Austur-Evrópu, loftslagsbreytinga, lýðfræðilegra breytinga vegna hækkandi aldurs þjóða, fjármálakreppa og vaxandi atvinnuleysis kalla á nýjar lausnir og hugmyndir. Viðleitni til að takast á við framtíðina með því að lækka laun er skref afturábak. Þannig efnahagslíf skapar ekki þann vöxt velmegunar sem nauðsynlegur er til að sameina kröftugan vöxt og metnaðarfull markmið um velferðarsamfélag sem byggt er á jafnrétti og er í fremstu röð í heiminum. Atvinnulífið á Norðurlöndum þarf að keppa á grundvelli þekkingar og gæða. Því er þörf á fjárfestingum í rannsóknum, á að menntakerfið verði eflt og að mun fleiri fái tækifæri til að mennta sig ævina á enda – í stað lakari kjara á vinnumarkaði. Þetta snýst um að byggja áfram á samstarfi milli stjórnmála, aðila vinnumarkaðarins og menntakerfisins í því skyni að endurnýja framleiðsluvörur landa vorra og skapa vörur og þjónustu sem byggja á aukinni menntun og þekkingu. Við viljum sníða norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni og gangsetjum því rannsóknarverkefni. Í fyrsta sinn munu öll norrænu löndin í sameiningu láta hið frjálsa og óháða rannsóknasamfélag greina ítarlega, álagsprófa og framkvæma afleiðingagreiningar. Rannsóknin mun veita okkur mikilvæga innsýn í það hvaða augum borgararnir líta samfélagsþróunina, bæði innri og ytri breytingar, ásamt því að grafast fyrir um væntingar og óskir borgaranna um framtíð barna sinna. Lykilspurning er hvernig stjórnmálin geta endurnýjað aðferðafræði sína þannig að hægt sé að sinna þeim þörfum sem eru að koma fram samhliða því að núverandi aðferðafræði, sem reynsla er komin á, er þróuð áfram. Niðurstöðurnar verða birtar á ráðstefnu SAMAK árið 2014. Samfélög byggð á jafnrétti og almennri fjárfestingu í velferð hafa sannað sig að vera traustur grundvöllur undir efnahagslegum vexti sakir menntunartækifæra og tækifæra til þróunar sem öllum standa opin. Undir stjórn fjölmargra ríkisstjórna jafnaðarmanna og í samstarfi við verkalýðshreyfinguna hafa Norðurlöndin markað sína eigin stefnu. Við vonumst til þess að verkefnið muni benda á þá valkosti til framþróunar sem verkalýðhreyfingunni standa til boða. Við stöndum ekki aðeins fyrir langri sögu velferðar sem og áhrifum á nútímann, heldur er framtíðin einnig okkar. Jóhanna Sigurðardóttír, formaður Samfylkingarinnar á Íslandi, forsætisráðherra Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð Wanja Lundby-Wedin, formaður Alþýðusambandsins í Svíþjóð Helle Thorning-Schmidt, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku, forsætisráðherra Harald Børsting, formaður LO í Danmörku Jens Stoltenberg, formaður Jafnaðarmannaflokkssins í Noregi, forsætisráðherra Roar Flåthen, formaður LO í Noregi, Jutta Urpilainen, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Finnlandi, vara-forsætisráðherra Lauri Lyly, formaður SAK/FFC í Finnlandi Camilla Gunell formaður Jafnaðarmannaflokksins á Álandseyjum.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar