Stærsta einkavæðing Íslands 22. febrúar 2012 06:00 Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Auk Horns er gert ráð fyrir að sex önnur félög muni óska eftir skráningu á markað á síðari hluta þessa árs eða á fyrri hluta þess næsta. Þau eru öll, beint eða óbeint, að hluta til eða öllu leyti í eigu Landsbankans. Landsbankinn er í 81 prósents eigu íslenska ríkisins. Virði eigna þessara félaga hleypur á hundruðum milljarða króna. Ljóst er að gangi öll söluáformin eftir mun verða um að ræða stærstu sölu eigna í eigu ríkisins sem farið hefur fram í Íslandssögunni. Horn er að fullu í eigu Landsbankans. Félagið á meðal annars um helmingshlut í Promens, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða, og 12,5 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka eiganda Marels. Búist er við því að næsta félag á eftir Horni til að skrá sig á markað verði Eimskip og að það muni gerast í lok september eða byrjun október. Horn á 3,95 prósenta hlut í Eimskipi. Á meðal annarra fyrirtækja sem hafa tilkynnt um skráningaráform eru Reginn, fasteignafélag í 100 prósenta eigu Landsbankans, og Reitir, fasteignafélag sem Landsbankinn á 29,6 prósenta hlut í. Þá hefur verið greint frá því opinberlega að eigendur Advania og olíurisans N1 hafi hug á því að skrá þau félög á markað. Búist er við því að það geti gerst seint í haust eða á fyrri hluta ársins 2013. Framtakssjóður Íslands (FSÍ) á 79 prósenta hlut í Advania og um 55 prósenta hlut í N1. Stærsti einstaki eigandi FSÍ er Landsbankinn. Þá lýstu bæði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, því opinberlega yfir í lok síðasta árs að vilji væri til þess að skrá bankann á markað. Steinþór sagði í viðtali við Klinkið á Vísi.is í desember síðastliðnum að hann teldi það geta gerst á árinu 2012. - þsj Fréttir Klinkið Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Auk Horns er gert ráð fyrir að sex önnur félög muni óska eftir skráningu á markað á síðari hluta þessa árs eða á fyrri hluta þess næsta. Þau eru öll, beint eða óbeint, að hluta til eða öllu leyti í eigu Landsbankans. Landsbankinn er í 81 prósents eigu íslenska ríkisins. Virði eigna þessara félaga hleypur á hundruðum milljarða króna. Ljóst er að gangi öll söluáformin eftir mun verða um að ræða stærstu sölu eigna í eigu ríkisins sem farið hefur fram í Íslandssögunni. Horn er að fullu í eigu Landsbankans. Félagið á meðal annars um helmingshlut í Promens, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða, og 12,5 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka eiganda Marels. Búist er við því að næsta félag á eftir Horni til að skrá sig á markað verði Eimskip og að það muni gerast í lok september eða byrjun október. Horn á 3,95 prósenta hlut í Eimskipi. Á meðal annarra fyrirtækja sem hafa tilkynnt um skráningaráform eru Reginn, fasteignafélag í 100 prósenta eigu Landsbankans, og Reitir, fasteignafélag sem Landsbankinn á 29,6 prósenta hlut í. Þá hefur verið greint frá því opinberlega að eigendur Advania og olíurisans N1 hafi hug á því að skrá þau félög á markað. Búist er við því að það geti gerst seint í haust eða á fyrri hluta ársins 2013. Framtakssjóður Íslands (FSÍ) á 79 prósenta hlut í Advania og um 55 prósenta hlut í N1. Stærsti einstaki eigandi FSÍ er Landsbankinn. Þá lýstu bæði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, því opinberlega yfir í lok síðasta árs að vilji væri til þess að skrá bankann á markað. Steinþór sagði í viðtali við Klinkið á Vísi.is í desember síðastliðnum að hann teldi það geta gerst á árinu 2012. - þsj
Fréttir Klinkið Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira