Assad kemst upp með fjöldamorð Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. febrúar 2012 07:00 Þegar vel heppnuð hernaðaraðgerð Atlantshafsbandalagsins í Líbíu stuðlaði að falli harðstjórans Muammars Gaddafí töldu margir að orðið hefði til mikilvægt víti til varnaðar; aðrir harðstjórar í Arabaheiminum, sem murkuðu lífið úr eigin þegnum, yrðu ekki látnir komast upp með það. Nú horfir umheimurinn hins vegar upp á að hersveitir Assads Sýrlandsforseta murka lífið úr óbreyttum borgurum í borginni Homs, miðstöð uppreisnarinnar gegn forsetanum. Sú uppreisn hófst sem friðsamleg mótmæli fyrir um ári, en var þegar mætt af mikilli hörku. Nú er Sýrland á barmi borgarastyrjaldar, rétt eins og Líbía á sínum tíma. Og af hverju bregðast þá Sameinuðu þjóðirnar ekki við með sama hætti og heimila hernaðaraðgerðir gegn stjórn Assads? Í grófum dráttum er svarið það að Gaddafí var orðinn algjörlega vinalaus á alþjóðavettvangi. Assad á hins vegar ennþá volduga vini. Þar fer Rússland fremst í flokki. Rússar selja Assad vopn, veita herjum hans ráðgjöf og hafa flotastöð í Sýrlandi. Ásamt Kínverjum hafa þeir lagzt eindregið gegn því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki aðgerðir gegn Sýrlandi eða krefjist þess að stjórn Assads fari frá. Bæði Rússlandi og Kína verður tíðrætt um sjálfsákvörðunarrétt ríkja og að alþjóðasamfélagið eigi ekki að blanda sér í innanríkismál. Enda vilja stjórnvöld í báðum ríkjum geta haldið áfram að fangelsa fólk og drepa innan eigin landamæra, til dæmis í Téténíu og Tíbet, án þess að alþjóðastofnanir skipti sér af því. Án skýrs umboðs frá Öryggisráðinu grípa Vesturlönd varla til hernaðaraðgerða til að koma stjórn Assads frá eða styðja við uppreisnarmenn. Á ráðstefnu Vesturveldanna og Arababandalagsins í Túnis fyrir helgi voru samþykktar harðorðar ályktanir og ákveðið að grípa til refsiaðgerða, auk þess að byrja undirbúning þess að senda borgaralegt friðargæzlulið á vettvang, fari svo að harðstjórinn hrökklist frá völdum. Meira verður það varla í bili. Það spilar líka inn í að Íran styður stjórnina í Sýrlandi dyggilega. Vesturlönd vilja ekki blanda saman deilu sinni við Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins og málefnum Sýrlands. Loks má ekki gleyma því að bæði er sýrlenzki herinn betur búinn og skipulagður en sá líbíski og uppreisnarmenn veikari og dreifðari og erfiðara að leggja þeim lið með lofthernaði. Leiðtogar vestrænna ríkja eiga nóg með að verja hernaðinn í Afganistan fyrir kjósendum heima fyrir og vilja alls ekki taka þátt í landhernaði annars staðar. Undanfarna áratugi hefur þeirri skoðun vaxið fiskur um hrygg á alþjóðavettvangi að grundvallarreglurnar um sjálfsákvörðunarrétt ríkja og bann við íhlutun í innanríkismál eigi ekki að vera skjól sturlaðra einræðisherra sem stunda skipuleg morð á eigin borgurum. Íhlutun af mannúðarástæðum sé réttlætanleg. Atburðirnir í Sýrlandi eru fremur dapurlegur vitnisburður um að einræðisherrarnir komast ennþá upp með fjöldamorð, hafi þeir valið sér rétta vini. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun
Þegar vel heppnuð hernaðaraðgerð Atlantshafsbandalagsins í Líbíu stuðlaði að falli harðstjórans Muammars Gaddafí töldu margir að orðið hefði til mikilvægt víti til varnaðar; aðrir harðstjórar í Arabaheiminum, sem murkuðu lífið úr eigin þegnum, yrðu ekki látnir komast upp með það. Nú horfir umheimurinn hins vegar upp á að hersveitir Assads Sýrlandsforseta murka lífið úr óbreyttum borgurum í borginni Homs, miðstöð uppreisnarinnar gegn forsetanum. Sú uppreisn hófst sem friðsamleg mótmæli fyrir um ári, en var þegar mætt af mikilli hörku. Nú er Sýrland á barmi borgarastyrjaldar, rétt eins og Líbía á sínum tíma. Og af hverju bregðast þá Sameinuðu þjóðirnar ekki við með sama hætti og heimila hernaðaraðgerðir gegn stjórn Assads? Í grófum dráttum er svarið það að Gaddafí var orðinn algjörlega vinalaus á alþjóðavettvangi. Assad á hins vegar ennþá volduga vini. Þar fer Rússland fremst í flokki. Rússar selja Assad vopn, veita herjum hans ráðgjöf og hafa flotastöð í Sýrlandi. Ásamt Kínverjum hafa þeir lagzt eindregið gegn því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki aðgerðir gegn Sýrlandi eða krefjist þess að stjórn Assads fari frá. Bæði Rússlandi og Kína verður tíðrætt um sjálfsákvörðunarrétt ríkja og að alþjóðasamfélagið eigi ekki að blanda sér í innanríkismál. Enda vilja stjórnvöld í báðum ríkjum geta haldið áfram að fangelsa fólk og drepa innan eigin landamæra, til dæmis í Téténíu og Tíbet, án þess að alþjóðastofnanir skipti sér af því. Án skýrs umboðs frá Öryggisráðinu grípa Vesturlönd varla til hernaðaraðgerða til að koma stjórn Assads frá eða styðja við uppreisnarmenn. Á ráðstefnu Vesturveldanna og Arababandalagsins í Túnis fyrir helgi voru samþykktar harðorðar ályktanir og ákveðið að grípa til refsiaðgerða, auk þess að byrja undirbúning þess að senda borgaralegt friðargæzlulið á vettvang, fari svo að harðstjórinn hrökklist frá völdum. Meira verður það varla í bili. Það spilar líka inn í að Íran styður stjórnina í Sýrlandi dyggilega. Vesturlönd vilja ekki blanda saman deilu sinni við Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins og málefnum Sýrlands. Loks má ekki gleyma því að bæði er sýrlenzki herinn betur búinn og skipulagður en sá líbíski og uppreisnarmenn veikari og dreifðari og erfiðara að leggja þeim lið með lofthernaði. Leiðtogar vestrænna ríkja eiga nóg með að verja hernaðinn í Afganistan fyrir kjósendum heima fyrir og vilja alls ekki taka þátt í landhernaði annars staðar. Undanfarna áratugi hefur þeirri skoðun vaxið fiskur um hrygg á alþjóðavettvangi að grundvallarreglurnar um sjálfsákvörðunarrétt ríkja og bann við íhlutun í innanríkismál eigi ekki að vera skjól sturlaðra einræðisherra sem stunda skipuleg morð á eigin borgurum. Íhlutun af mannúðarástæðum sé réttlætanleg. Atburðirnir í Sýrlandi eru fremur dapurlegur vitnisburður um að einræðisherrarnir komast ennþá upp með fjöldamorð, hafi þeir valið sér rétta vini.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun