Villtur æskublómi Ásmundur Ásmundsson skrifar 2. mars 2012 11:00 Systrasögur – Tvíhent á striga. Sara og Sandra Vilbergsdætur. Myndlist. Systrasögur – Tvíhent á striga. Sara og Sandra Vilbergsdætur. Listasafn ASÍ. Stendur til 4.mars 2012. Samkvæmt nýútgefinni listasögu kannast flestir núlifandi málarar við angistina sem fylgir því að standa einn frammi fyrir auðum striga. Jafnvel djörfustu málarar eru því jafnan búnir að mála á hann í huganum áður en hann er strekktur á blindrammann. Sumir leita í hverskyns töframeðul í örvæntingu sinni og fá þannig hugrekki ljónsins, því ekkert minna dugar þegar takast skal á við léreftið af vestrænum þunga. Það breytir því ekki að við hér á norðurhjaranum klínum einnig óhikað okkar málningu en látum sakleysi barnsins duga. Með hópeflinu kemur svo hugrekkið sem á vantaði og árangurinn lætur ekki á sér standa því flest málverk eru gleðigjafar í kreppunni sem færa okkur von. Listakonurnar Sara og Svanhildur Vilbergsdætur hafa síðustu tvö ár sótt í sig veðrið og látið að sér kveða sem fjórhentur dúómálari. Þótt tvö ár séu enginn tími hjá miðaldra listakonum eru framfarirnar augljósar og hraðar líkt og hjá hvítvoðungi. Listakonurnar sverja sig í ætt við Düsseldorf-arm hinnar þýsku hreyfingar Junge Wilde frá sjöunda áratugnum en virðast einnig hafa heillast af impressjónismanum. Þá leita þær til endurreisnarinnar – því hann var svo nákvæmur hann Caravaggio – eftir innblæstri, að ógleymdri Fridu Kahlo sem lesendur Fréttablaðsins þekkja úr Þjóðleikhúsinu og spurningaþættinum Gettu betur en verk hennar þóttu mjög súrrealísk. Í arinstofu listasafnsins hafa þær svo komið fyrir munum úr vinnustofu sinni og búið til innsetningu og auðvitað má segja að öll sýningin sé einn heljarinnar gjörningur sem sver sig í ætt við það flippaðasta hjá ungu kynslóðinni og krúttunum en það er önnur saga. Verk systranna er frábært dæmi um hvernig nýsköpun úthverfanna blómstrar þar sem ólík svið mætast í svokölluðum sköpunarsmiðjum eins og Listamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum, Toppstöðinni og Húsi hugmyndanna. Þetta spennandi nærumhverfi systranna, þar sem listamenn leika við hvern sinn fingur og golfleikarar slá í sínar kúlur, ratar inn í málverkin ásamt reynsluheimi kvenna og slúðri dönsku blaðanna. Þetta á sérstaklega við um elstu verkin sem eru frískleg og djörf þótt byrjandabragurinn sé aldrei fjarri góðu gamni, samanber hið óborganlega Tiger in the Woods. Í Sex undir pari má sjá syndugan golfleikara, kynlífsdúkku (sem reyndar er barnaleikfang) og sex dverga. Verkið vekur upp frjáls hugrenningatengsl og áleitna spurningu: Af hverju vantar sjöunda dverginn? Vera má að honum hafi verið sleppt vegna tvíræðs titils verksins en þær systur eru einmitt hallar undir orðaleiki (sbr. Homage með fromage og Sjálfsmynd með pönnu og könnu). Rýni finnst hins vegar líklegra að vísað sé í táknmál ævintýrisins um Mjallhvíti þar sem dvergarnir sjö standi fyrir sjö þroskastig sem stúlkubarnið þarf að komast í gegnum áður en það verður að konu, eða sjö dyggðir sem hún þarf að læra hjá dvergunum áður en hún verður húsum hæf. Með því að sleppa lykildverg (líklega þeim hugrakka) úr jöfnunni skapast andrúmsloft millibilsástands eða eilífrar æsku sem helst út sýninguna alla. Og auðvitað hafa dvergar almennt séð eiginleika eilífrar æsku sama hversu margir þeir eru þannig að skilaboðin gætu ekki verið skýrari: Það mikilvægasta af öllu er að varðveita barnið sem í listamanninum býr. Í græskulausum leik barnsins er uppspretta allrar sköpunar og nýsköpunar. Í einu af seinni verkum sýningarinnar birtist reyndar Rauðhetta sem gefur vísbendingu um að skeiðinu sé að ljúka og jafnvel að umbreytingin sé að gerast allt of hratt! Niðurstaða: Það mikilvægasta af öllu er að varðveita barnið sem í listamanninum býr og það hafa þær systur Sara og Svanhildur svo sannarlega gert og sverja sig þannig í ætt við íslenskar hefðir. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Myndlist. Systrasögur – Tvíhent á striga. Sara og Sandra Vilbergsdætur. Listasafn ASÍ. Stendur til 4.mars 2012. Samkvæmt nýútgefinni listasögu kannast flestir núlifandi málarar við angistina sem fylgir því að standa einn frammi fyrir auðum striga. Jafnvel djörfustu málarar eru því jafnan búnir að mála á hann í huganum áður en hann er strekktur á blindrammann. Sumir leita í hverskyns töframeðul í örvæntingu sinni og fá þannig hugrekki ljónsins, því ekkert minna dugar þegar takast skal á við léreftið af vestrænum þunga. Það breytir því ekki að við hér á norðurhjaranum klínum einnig óhikað okkar málningu en látum sakleysi barnsins duga. Með hópeflinu kemur svo hugrekkið sem á vantaði og árangurinn lætur ekki á sér standa því flest málverk eru gleðigjafar í kreppunni sem færa okkur von. Listakonurnar Sara og Svanhildur Vilbergsdætur hafa síðustu tvö ár sótt í sig veðrið og látið að sér kveða sem fjórhentur dúómálari. Þótt tvö ár séu enginn tími hjá miðaldra listakonum eru framfarirnar augljósar og hraðar líkt og hjá hvítvoðungi. Listakonurnar sverja sig í ætt við Düsseldorf-arm hinnar þýsku hreyfingar Junge Wilde frá sjöunda áratugnum en virðast einnig hafa heillast af impressjónismanum. Þá leita þær til endurreisnarinnar – því hann var svo nákvæmur hann Caravaggio – eftir innblæstri, að ógleymdri Fridu Kahlo sem lesendur Fréttablaðsins þekkja úr Þjóðleikhúsinu og spurningaþættinum Gettu betur en verk hennar þóttu mjög súrrealísk. Í arinstofu listasafnsins hafa þær svo komið fyrir munum úr vinnustofu sinni og búið til innsetningu og auðvitað má segja að öll sýningin sé einn heljarinnar gjörningur sem sver sig í ætt við það flippaðasta hjá ungu kynslóðinni og krúttunum en það er önnur saga. Verk systranna er frábært dæmi um hvernig nýsköpun úthverfanna blómstrar þar sem ólík svið mætast í svokölluðum sköpunarsmiðjum eins og Listamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum, Toppstöðinni og Húsi hugmyndanna. Þetta spennandi nærumhverfi systranna, þar sem listamenn leika við hvern sinn fingur og golfleikarar slá í sínar kúlur, ratar inn í málverkin ásamt reynsluheimi kvenna og slúðri dönsku blaðanna. Þetta á sérstaklega við um elstu verkin sem eru frískleg og djörf þótt byrjandabragurinn sé aldrei fjarri góðu gamni, samanber hið óborganlega Tiger in the Woods. Í Sex undir pari má sjá syndugan golfleikara, kynlífsdúkku (sem reyndar er barnaleikfang) og sex dverga. Verkið vekur upp frjáls hugrenningatengsl og áleitna spurningu: Af hverju vantar sjöunda dverginn? Vera má að honum hafi verið sleppt vegna tvíræðs titils verksins en þær systur eru einmitt hallar undir orðaleiki (sbr. Homage með fromage og Sjálfsmynd með pönnu og könnu). Rýni finnst hins vegar líklegra að vísað sé í táknmál ævintýrisins um Mjallhvíti þar sem dvergarnir sjö standi fyrir sjö þroskastig sem stúlkubarnið þarf að komast í gegnum áður en það verður að konu, eða sjö dyggðir sem hún þarf að læra hjá dvergunum áður en hún verður húsum hæf. Með því að sleppa lykildverg (líklega þeim hugrakka) úr jöfnunni skapast andrúmsloft millibilsástands eða eilífrar æsku sem helst út sýninguna alla. Og auðvitað hafa dvergar almennt séð eiginleika eilífrar æsku sama hversu margir þeir eru þannig að skilaboðin gætu ekki verið skýrari: Það mikilvægasta af öllu er að varðveita barnið sem í listamanninum býr. Í græskulausum leik barnsins er uppspretta allrar sköpunar og nýsköpunar. Í einu af seinni verkum sýningarinnar birtist reyndar Rauðhetta sem gefur vísbendingu um að skeiðinu sé að ljúka og jafnvel að umbreytingin sé að gerast allt of hratt! Niðurstaða: Það mikilvægasta af öllu er að varðveita barnið sem í listamanninum býr og það hafa þær systur Sara og Svanhildur svo sannarlega gert og sverja sig þannig í ætt við íslenskar hefðir.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira