Lífið

Mamma hrifin af hárflúrinu

Meðal þeirra hárflúra sem Tómas hefur skartað á hausnum en Batman-lógóið, skotskífu, FH-merkið og merki vinnustaðarins Arctic Trucks en móðir hans er sérlega ánægð með hárflúrin. Hér sést hárgreiðslumaðurinn Þobbi gera nýtt flúr í hárið á Tómasi.
Meðal þeirra hárflúra sem Tómas hefur skartað á hausnum en Batman-lógóið, skotskífu, FH-merkið og merki vinnustaðarins Arctic Trucks en móðir hans er sérlega ánægð með hárflúrin. Hér sést hárgreiðslumaðurinn Þobbi gera nýtt flúr í hárið á Tómasi. Fréttablaðið/hag
Hárflúr er ný tískubóla í hárgreiðslubransanum og fara vinsælir þess vaxandi. Tómas Hlíðarsson byrjaði að fá sér hárflúr í tengslum við grímubúning en varð svo hrifinn að hann fær sér núna reglulega nýtt munstur rakað í hárið.

„Ég reyni að fara á eins til tveggja mánaða fresti til að hressa upp á hárið enda er þetta mjög skemmtileg tilbreyting," segir Tómas Hlíðarsson, starfsmaður Arctic Adventures og einn af þeim sem hefur heillast af hinum svokölluðu hárflúrum.

Hárflúr eru tiltörlega ný af nálinni í hárgreiðslugeiranum hér á landi en njóta þegar mikilla vinsælda. Tómas fékk sér sitt fyrsta flúr fyrir tæpu ári síðan en þá var það gert sem hluti af grímubúning. „Ég var að fara í vinnustaðapartý þar sem var hnakka-og skinkuþema. Ég bað hárgreiðslumanninn um að gera eitthvað flippað í hárið á mér og þar með kynntist ég hárflúrinu," segir Tómas sem varð svo hrifinn af rakaða munstrinu að hann hefur verið fastagestur í hárflúr síðan.

Kosturinn við hárflúrin segir Tómas vera að þau endast bara í tvær til þrjár vikur í senn og því er það ekki jafn mikil áhætta eins og með húðflúr. „Ég mæli hiklaust með því að fólk prufi þetta. Þetta er til dæmis mjög sniðugt fyrir þá sem ætla að fá sér tattú og vilja prufa myndina fyrst í hárinu. Það er enginn hætta á að eyðileggja hárið sem er fljótt að vaxa aftur."

Gegnum tíðina hefur Tómas skartað merki Fimleikafélags Hafnafjarðar, skotskífu, Batman-lógóinu og merki vinnustaðarins Arctic Adventures á hausnum.

„Ég mætti fyrsta daginn í vinnuna með lógóið aftan á hnakkanum og varð fyrir vikið starfsmaður mánaðarins," segir Tómas hlæjandi og bætir við að flúrin veki mikla athygli hvert sem hann fer. „Það eru margir sem dást að þessu og fjölskylda mín er mjög hrifin. Mamma elskar þetta og finnst að allir sem eru ungir ættu að vera svona flippaðir."

[email protected]






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.