Lýðræðispopúlistinn 4. apríl 2012 10:00 Metnaðarfulla stjórnmálamenn hefur alltaf dreymt um að sagan sýni þá í sem bestu ljósi. Aðeins tveimur leiðtogum í 500 ára sögu Rómarlýðveldisins var veittur eftirsóttasti heiður ríkisins fyrir að bjarga Róm frá glötun og voru þeir þaðan í frá þekktir sem stofnendur Rómar. Sá síðari þeirra var popúlistinn Gaius Maríus. Menn eins og hann sem sækja stuðning sinn til „popúlsins“, sem er latína fyrir „lýðurinn“, hafa alltaf verið hataðir af valdaelítunni sem þeir sniðganga og Ólafur Ragnar Grímsson er engin undantekning. Eitt er víst. Ólafur Ragnar Grímsson er kominn á lokasprett langs ferils og vill minningu sína sem glæstasta. Undir það síðasta hefur hann reynt að endurskapa sig sem faðir þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, lýðræðisforseti sem færir þjóðinni vald til að velja sína framtíð sjálf. Annað er víst. Ólafur Ragnar vill ekki falla í skuggann af framtíðarforsetum landsins sem gætu notað málskotsréttinn oftar og betur. Með því að beita sér fyrir, og skrifa svo undir, nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs slær Ólafur Ragnar tvær flugur í einu höggi. Hann slær smiðshöggið á minningu sína sem helsta lýðræðisforseta Íslands; fyrsta forseta nýju stjórnskipunarinnar, Nýja Íslands þar sem 10% kjósenda hafa málskotsrétt. Í sama höggi slær hann því málskotsskjöldinn að hluta úr höndum eftirmanna sinna því popúllinn, lýðurinn, getur varið sig sjálfur fyrir löggjafanum að miklu leyti með sínum eigin málskotsskildi. Forsetakosningarnar í sumar snúast m.a. um málskotsréttinn og nýju stjórnarskrána. Svona orðar Ólafur það í framboðsyfirlýsingunni: „…vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá.“ Við getum sem kjósendur annars vegar tekið áhættu og valið nýjan forseta sem notar svo hvorki málskotsréttinn né annað neitunarvald sitt, ekki einu sinni þegar þingið breytir stjórnarskránni til að taka það endanlega af embættinu. Gamla Ísland mun tefla fram slíkum frambjóðenda. Við getum hins vegar kosið sitjandi forseta sem líklegastur er til að samþykkja nýju stjórnarskrána sem tryggir að kjósendur sjálfir fái málskotsrétt. Það skiptir ekki nokkru hvort lesendur trúa á nývaknaða lýðræðisást Ólafs Ragnars. Hann hefur sveipað sig skikkju lýðræðis til að skarta í sögubókunum. Hann hefur valið sér líkklæðin vel og án þeirra er hann „Útrásarforsetinn“ og „Hrunforsetinn“. Honum er því best treystandi til að festa í sessi nýju stjórnarskrána og án beinna lýðræðis, persónukjörs og gegnsæis sem hún tryggir verður gamla Ísland endurreist. Sumir munu eflaust kjósa að láta hatur á gölluðum manni halda sér föngnum á gamla Íslandi. Aðrir munu kjósa lýðræðispopúlistann Ólaf Ragnar Grímsson, geyma hann í sögubókunum og ganga bjartsýnni inn í lýðræðislegri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Metnaðarfulla stjórnmálamenn hefur alltaf dreymt um að sagan sýni þá í sem bestu ljósi. Aðeins tveimur leiðtogum í 500 ára sögu Rómarlýðveldisins var veittur eftirsóttasti heiður ríkisins fyrir að bjarga Róm frá glötun og voru þeir þaðan í frá þekktir sem stofnendur Rómar. Sá síðari þeirra var popúlistinn Gaius Maríus. Menn eins og hann sem sækja stuðning sinn til „popúlsins“, sem er latína fyrir „lýðurinn“, hafa alltaf verið hataðir af valdaelítunni sem þeir sniðganga og Ólafur Ragnar Grímsson er engin undantekning. Eitt er víst. Ólafur Ragnar Grímsson er kominn á lokasprett langs ferils og vill minningu sína sem glæstasta. Undir það síðasta hefur hann reynt að endurskapa sig sem faðir þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, lýðræðisforseti sem færir þjóðinni vald til að velja sína framtíð sjálf. Annað er víst. Ólafur Ragnar vill ekki falla í skuggann af framtíðarforsetum landsins sem gætu notað málskotsréttinn oftar og betur. Með því að beita sér fyrir, og skrifa svo undir, nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs slær Ólafur Ragnar tvær flugur í einu höggi. Hann slær smiðshöggið á minningu sína sem helsta lýðræðisforseta Íslands; fyrsta forseta nýju stjórnskipunarinnar, Nýja Íslands þar sem 10% kjósenda hafa málskotsrétt. Í sama höggi slær hann því málskotsskjöldinn að hluta úr höndum eftirmanna sinna því popúllinn, lýðurinn, getur varið sig sjálfur fyrir löggjafanum að miklu leyti með sínum eigin málskotsskildi. Forsetakosningarnar í sumar snúast m.a. um málskotsréttinn og nýju stjórnarskrána. Svona orðar Ólafur það í framboðsyfirlýsingunni: „…vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá.“ Við getum sem kjósendur annars vegar tekið áhættu og valið nýjan forseta sem notar svo hvorki málskotsréttinn né annað neitunarvald sitt, ekki einu sinni þegar þingið breytir stjórnarskránni til að taka það endanlega af embættinu. Gamla Ísland mun tefla fram slíkum frambjóðenda. Við getum hins vegar kosið sitjandi forseta sem líklegastur er til að samþykkja nýju stjórnarskrána sem tryggir að kjósendur sjálfir fái málskotsrétt. Það skiptir ekki nokkru hvort lesendur trúa á nývaknaða lýðræðisást Ólafs Ragnars. Hann hefur sveipað sig skikkju lýðræðis til að skarta í sögubókunum. Hann hefur valið sér líkklæðin vel og án þeirra er hann „Útrásarforsetinn“ og „Hrunforsetinn“. Honum er því best treystandi til að festa í sessi nýju stjórnarskrána og án beinna lýðræðis, persónukjörs og gegnsæis sem hún tryggir verður gamla Ísland endurreist. Sumir munu eflaust kjósa að láta hatur á gölluðum manni halda sér föngnum á gamla Íslandi. Aðrir munu kjósa lýðræðispopúlistann Ólaf Ragnar Grímsson, geyma hann í sögubókunum og ganga bjartsýnni inn í lýðræðislegri framtíð.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun