Lögregla vill bát til eftirlits á Breiðafirði 5. maí 2012 10:00 breiðafjörður Eftir að arnarhreiðri var spillt í eyju á Breiðafirði vaknaði umræða um hvort lögreglan gæti haldið uppi fullnægjandi löggæslu á svæðinu. mynd/róbert a. stefánsson Lögreglan á Snæfellsnesi vinnur þeirri hugmynd fylgi þessa dagana að tekið verði upp sérstakt eftirlit á Breiðafirði. Um tilraunaverkefni yrði að ræða með aðkomu stjórnvalda og stofnana. Rökin fyrir því að gera út eftirlitsbát eru fjölmörg; eftirlit með strandveiði- og skemmtibátum, náttúruvernd og fleira sem markast af sérstöðu fjarðarins. Hugmynd lögreglunnar er ekki ný af nálinni en kom aftur upp á borðið á dögunum þegar óprúttnir menn gengu á land í eyju á Breiðafirði og spilltu hreiðri og varpi hafarnarpars. Í ljósi þessa atviks kom upp umræða innan lögreglunnar á Snæfellsnesi að embættið eitt og sér gæti ekki haldið uppi fullnægjandi löggæslu á og við Breiðafjörð. Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn segir að sérstaða fjarðarins sé með þeim hætti að sýnilegt eftirlit yrði mjög af því góða. Fyrst af öllu eru það náttúruverndarrök; fjörðurinn er stór með miklum fjölda eyja og langri strandlengju sem fóstrar sérstætt lífríki. Þar eru fjölmörg friðuð svæði sem útheimta eftirlit. Önnur helstu rökin eru öryggis- og eftirlitssjónarmið; mikil umferð skemmtibáta á sumrin auk flota strandveiðibáta sem er við veiðar á firðinum yfir sumarið auk grásleppuveiðibáta. Þá er ótalið mikið æðarvarp og hagsmunir bænda varðandi ólöglegar netalagnir. „Á svæðinu eru því miklir hagsmunir tengdir náttúruvernd og er mikilvægt að eitthvert sýnilegt eftirlit sé á svæðinu til að draga úr hættu á lögbrotum eins og leyfismálum vegna bátaumferðar, ólöglegum veiðum og siglingum undir áhrifum áfengis, sem því miður eru alltaf nokkur brögð að," segir Ólafur og nefnir til viðbótar almenna löggæslu. Hugmyndin er að eftirlitið stæði nokkra mánuði frá því arnarvarp hefst í mars-apríl, og þá helst um helgar yfir sumarið. Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, segir að ef hugmyndin verði að veruleika muni löggæsluþátturinn falla undir þrjú lögregluembætti, auk Landhelgisgæslunnar; embættin á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum og embættið í Borgarnesi vegna Dalasýslu. Aðrir aðilar sem gætu tengst verkefninu væru til dæmis Fiskistofa, Umhverfisstofnun, náttúrustofurnar á Vesturlandi og á Vestfjörðum, sveitarfélög, Breiðafjarðarnefnd og Landsbjörg vegna björgunarsveita á svæðinu. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Lögreglan á Snæfellsnesi vinnur þeirri hugmynd fylgi þessa dagana að tekið verði upp sérstakt eftirlit á Breiðafirði. Um tilraunaverkefni yrði að ræða með aðkomu stjórnvalda og stofnana. Rökin fyrir því að gera út eftirlitsbát eru fjölmörg; eftirlit með strandveiði- og skemmtibátum, náttúruvernd og fleira sem markast af sérstöðu fjarðarins. Hugmynd lögreglunnar er ekki ný af nálinni en kom aftur upp á borðið á dögunum þegar óprúttnir menn gengu á land í eyju á Breiðafirði og spilltu hreiðri og varpi hafarnarpars. Í ljósi þessa atviks kom upp umræða innan lögreglunnar á Snæfellsnesi að embættið eitt og sér gæti ekki haldið uppi fullnægjandi löggæslu á og við Breiðafjörð. Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn segir að sérstaða fjarðarins sé með þeim hætti að sýnilegt eftirlit yrði mjög af því góða. Fyrst af öllu eru það náttúruverndarrök; fjörðurinn er stór með miklum fjölda eyja og langri strandlengju sem fóstrar sérstætt lífríki. Þar eru fjölmörg friðuð svæði sem útheimta eftirlit. Önnur helstu rökin eru öryggis- og eftirlitssjónarmið; mikil umferð skemmtibáta á sumrin auk flota strandveiðibáta sem er við veiðar á firðinum yfir sumarið auk grásleppuveiðibáta. Þá er ótalið mikið æðarvarp og hagsmunir bænda varðandi ólöglegar netalagnir. „Á svæðinu eru því miklir hagsmunir tengdir náttúruvernd og er mikilvægt að eitthvert sýnilegt eftirlit sé á svæðinu til að draga úr hættu á lögbrotum eins og leyfismálum vegna bátaumferðar, ólöglegum veiðum og siglingum undir áhrifum áfengis, sem því miður eru alltaf nokkur brögð að," segir Ólafur og nefnir til viðbótar almenna löggæslu. Hugmyndin er að eftirlitið stæði nokkra mánuði frá því arnarvarp hefst í mars-apríl, og þá helst um helgar yfir sumarið. Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, segir að ef hugmyndin verði að veruleika muni löggæsluþátturinn falla undir þrjú lögregluembætti, auk Landhelgisgæslunnar; embættin á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum og embættið í Borgarnesi vegna Dalasýslu. Aðrir aðilar sem gætu tengst verkefninu væru til dæmis Fiskistofa, Umhverfisstofnun, náttúrustofurnar á Vesturlandi og á Vestfjörðum, sveitarfélög, Breiðafjarðarnefnd og Landsbjörg vegna björgunarsveita á svæðinu. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira