Það skiptir máli hverjir stjórna Guðbjartur Hannesson skrifar 5. maí 2012 06:00 Í nýrri skýrslu sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið eru dregnar saman tölulegar upplýsingar um þróun íslensks samfélags á árunum fyrir og eftir hrun, ljósi varpað á áhrif hrunsins á ólíka tekjuhópa og hvernig stjórnvöldum hefur tekist það ætlunarverk sitt að verja kjör lægstu tekjuhópanna. Niðurstöðurnar eru afgerandi: Snúið hefur verið frá þeim fordæmalausa ójöfnuði sem jókst ört í tíð fyrri stjórnvalda. Kjararýrnun vegna kreppunnar hefur verið langminnst hjá þeim tekjulægstu og tekjuskattbyrði hefur minnkað hjá lágtekju- og millitekjuhópum, eða sex af hverjum tíu fjölskyldum í landinu. Í samanburði við aðrar þjóðir hefur okkur tekist að dreifa byrðum kreppunnar á mun réttlátari hátt en víðast annars staðar, verja tekjulægri hópana og sporna við jafn umfangsmiklu atvinnuleysi og víðast varð raunin hjá öðrum þjóðum Fordæmalaus aukning ójafnaðarÍ skýrslunni kemur meðal annars fram að árin 1995-2007 jókst ójöfnuður hérlendis svo mjög að annað eins hefur ekki sést á Vesturlöndum og náði hámarki á hátindi loftbóluhagkerfisins árið 2007. Þá hafði skattbyrði hátekjuhópanna lækkað stöðugt meðan æ þyngri skattbyrðar voru lagðar á bök hinna tekjulágu. Í reynd var skattbyrði íslensks hátekjufólks óvenju létt í alþjóðlegum samanburði. Þessa óheillaþróun má rekja beint til ákvarðanna stjórnvalda sem með markvissum breytingum á skattkerfinu bjuggu til sannkallað velferðarkerfi hátekjufólks, enda jókst hlutdeild þeirra í þjóðarkökunni stöðugt á þessu tímabili. Árið 1995 var hlutur 10% tekjuhæstu fjölskyldna landsins í heildartekjum landsmanna tæplega 22% en árið 2007 féllu 40% af heildartekjum landsmanna í þeirra skaut. Ríkustu fjölskyldurnar, þ.e. það 1% sem hæstar tekjur hafði, fengu árið 1995 um 4% af heildartekjunum en um 20% árið 2007. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfum sérEfnahagslegur ójöfnuður leiðir til margþættra félagslegra vandamála og veldur um leið miklum kostnaði fyrir samfélagið allt. Þar sem ójöfnuður er mikill er glæpatíðni almennt hærri og margskonar heilsufarsvandamál algengari. Flest bendir líka til þess að undirrót þeirra efnahagsþrenginga sem Vesturlönd hafa gengið í gegnum á undanförum árum sé of mikil samþjöppun auðs og stigvaxandi ójöfnuður. Af þeirri reynslu verðum við að læra. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfu sér. Þvert á móti ráða ákvarðanir stjórnvalda miklu í þeim efnum og því er mikilvægt að þau sinni þeirri skyldu sinni að afla greinargóðra upplýsinga um samfélagsþróunina, meðal annars um breytingar á tekjujöfnuði og bregðist við ef ójöfnuður fer úr böndunum líkt og hér gerðist á árunum fyrir hrun. Framtíð byggð á jöfnuðiHruni fjármálakerfisins á Íslandi fylgdi mesta kjaraskerðing sem orðið hefur hér á landi frá lýðveldisstofnun. Niðurstöður Þjóðmálastofnunar sýna hins vegar að þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður þá hafi okkur tekist betur en flestum öðrum þjóðum að verja velferðina og auka jöfnuð í samfélaginu. Gott samfélag byggist á jöfnuði og því ættu flestir að geta sameinast um það markmið að tryggja að bilið á milli þjóðfélagshópa breikki ekki á nýjan leik hér á landi. Upplýst umræða um það hvernig stjórnmálin geta og hafa haft mótandi áhrif á þjóðfélagsgerðina og áhrif þeirra á lífsgæði okkar á hverjum tíma er forsenda þess að okkur takist að byggja upp sterkt og gott samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið eru dregnar saman tölulegar upplýsingar um þróun íslensks samfélags á árunum fyrir og eftir hrun, ljósi varpað á áhrif hrunsins á ólíka tekjuhópa og hvernig stjórnvöldum hefur tekist það ætlunarverk sitt að verja kjör lægstu tekjuhópanna. Niðurstöðurnar eru afgerandi: Snúið hefur verið frá þeim fordæmalausa ójöfnuði sem jókst ört í tíð fyrri stjórnvalda. Kjararýrnun vegna kreppunnar hefur verið langminnst hjá þeim tekjulægstu og tekjuskattbyrði hefur minnkað hjá lágtekju- og millitekjuhópum, eða sex af hverjum tíu fjölskyldum í landinu. Í samanburði við aðrar þjóðir hefur okkur tekist að dreifa byrðum kreppunnar á mun réttlátari hátt en víðast annars staðar, verja tekjulægri hópana og sporna við jafn umfangsmiklu atvinnuleysi og víðast varð raunin hjá öðrum þjóðum Fordæmalaus aukning ójafnaðarÍ skýrslunni kemur meðal annars fram að árin 1995-2007 jókst ójöfnuður hérlendis svo mjög að annað eins hefur ekki sést á Vesturlöndum og náði hámarki á hátindi loftbóluhagkerfisins árið 2007. Þá hafði skattbyrði hátekjuhópanna lækkað stöðugt meðan æ þyngri skattbyrðar voru lagðar á bök hinna tekjulágu. Í reynd var skattbyrði íslensks hátekjufólks óvenju létt í alþjóðlegum samanburði. Þessa óheillaþróun má rekja beint til ákvarðanna stjórnvalda sem með markvissum breytingum á skattkerfinu bjuggu til sannkallað velferðarkerfi hátekjufólks, enda jókst hlutdeild þeirra í þjóðarkökunni stöðugt á þessu tímabili. Árið 1995 var hlutur 10% tekjuhæstu fjölskyldna landsins í heildartekjum landsmanna tæplega 22% en árið 2007 féllu 40% af heildartekjum landsmanna í þeirra skaut. Ríkustu fjölskyldurnar, þ.e. það 1% sem hæstar tekjur hafði, fengu árið 1995 um 4% af heildartekjunum en um 20% árið 2007. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfum sérEfnahagslegur ójöfnuður leiðir til margþættra félagslegra vandamála og veldur um leið miklum kostnaði fyrir samfélagið allt. Þar sem ójöfnuður er mikill er glæpatíðni almennt hærri og margskonar heilsufarsvandamál algengari. Flest bendir líka til þess að undirrót þeirra efnahagsþrenginga sem Vesturlönd hafa gengið í gegnum á undanförum árum sé of mikil samþjöppun auðs og stigvaxandi ójöfnuður. Af þeirri reynslu verðum við að læra. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfu sér. Þvert á móti ráða ákvarðanir stjórnvalda miklu í þeim efnum og því er mikilvægt að þau sinni þeirri skyldu sinni að afla greinargóðra upplýsinga um samfélagsþróunina, meðal annars um breytingar á tekjujöfnuði og bregðist við ef ójöfnuður fer úr böndunum líkt og hér gerðist á árunum fyrir hrun. Framtíð byggð á jöfnuðiHruni fjármálakerfisins á Íslandi fylgdi mesta kjaraskerðing sem orðið hefur hér á landi frá lýðveldisstofnun. Niðurstöður Þjóðmálastofnunar sýna hins vegar að þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður þá hafi okkur tekist betur en flestum öðrum þjóðum að verja velferðina og auka jöfnuð í samfélaginu. Gott samfélag byggist á jöfnuði og því ættu flestir að geta sameinast um það markmið að tryggja að bilið á milli þjóðfélagshópa breikki ekki á nýjan leik hér á landi. Upplýst umræða um það hvernig stjórnmálin geta og hafa haft mótandi áhrif á þjóðfélagsgerðina og áhrif þeirra á lífsgæði okkar á hverjum tíma er forsenda þess að okkur takist að byggja upp sterkt og gott samfélag fyrir alla.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar