Er meyjarhaftið mýta? Sigga Dögg skrifar 21. maí 2012 20:00 Sæl, Sigga Dögg. Ég las greinina þína um mýtuna um þröngu píkuna og var mjög hrifin. Mig langaði að spyrja þig um eitt, því þú segir að við fyrstu samfarir séu leggöng oft þröng vegna órofins meyjarhafts. Ég varð snemma mjög áhugasöm um þetta fyrirbæri, meyjarhaftið, því fátt held ég að hafi valdið konum meiri vandræðum í gegnum aldirnar. Ég rakst af tilviljun á bækling á netinu gefinn út af sænska heilbrigðisráðuneytinu. Þar var staðhæft að meyjarhaftið væri mýta. Þar stóð að í leggöngum kvenna væri vissulega líkamsvefur, en hann væri hringlaga og lægi ekki þvert yfir leggöngin eins og haft. Upp á ensku var þetta kallað vaginal corona. Þar af leiðandi væri ekki hægt að rjúfa meyjarhaftið, og blæðingar við samfarir stöfuðu því alltaf af því að konan væri ekki reiðubúin. Ef þetta er satt, gætirðu þá notað stöðu þína til að breiða þessa vitneskju út? Það væri svo frelsandi fyrir ungar stelpur að vita að meydómur er ekkert áþreifanlegra fyrirbæri en sveindómur og að þær geta gert nákvæmlega sömu kröfur og strákar til þess að fyrsta skiptið þeirra sé sársaukalaust og ánægjulegt. Svar: Ég þakka hólið. Ég las bæklinginn sem þú vísar í og vissulega er það mjög mikilvægt að fræða ungar konur og drengi um staðreyndir málsins. Meyjarhaftið er himna sem getur verið mismunandi í laginu og hulið leggangaopið að hluta til eða alveg. Himnan getur gefið eftir og teygst en hún getur líka auðveldlega rofnað við áreynslu eins og að hjóla. Þegar á unglingsaldur er komið þá er því oft lítið eftir af henni. Himnan getur verið misþykk og sumar fæðast alls ekki með hana.Mikilvægt er að fræða ungt fólk um staðreyndir í sambandi við líkama þeirra.Sumar konur upplifa sársauka, og blæðingu, við fyrstu samfarir út af himnunni (sér í lagi ef hún er þykk) en einnig ef þær eru stressaðar og kannski ekki tilbúnar. Stúlkur geta sjálfar rofið meyjarhaftið með því að stinga fingri inn í leggöng og þá eru áhyggjur af því frá. Það breytir því þó ekki að fyrstu samfarir geta verið sársaukafullar, einmitt út af því að þær eru ekki tilbúnar og píkan ekki nægjanlega blaut. Það sem hefur valdið okkur vandræðum er þessi tenging himnunnar við sönnun um hreinleika og óspjallaða mey. Ef allir vissu að það væri bull þá væri enginn að pæla neitt sérstaklega í meyjarhaftinu. Það er í raun ekkert merkilegra fyrirbæri en eyrnamergur. Ég þakka ábendinguna, kæri lesandi og ætla að sjá til þess að þessi fræðslumoli komist til skila í þeirri kynfræðslu sem ég sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun
Sæl, Sigga Dögg. Ég las greinina þína um mýtuna um þröngu píkuna og var mjög hrifin. Mig langaði að spyrja þig um eitt, því þú segir að við fyrstu samfarir séu leggöng oft þröng vegna órofins meyjarhafts. Ég varð snemma mjög áhugasöm um þetta fyrirbæri, meyjarhaftið, því fátt held ég að hafi valdið konum meiri vandræðum í gegnum aldirnar. Ég rakst af tilviljun á bækling á netinu gefinn út af sænska heilbrigðisráðuneytinu. Þar var staðhæft að meyjarhaftið væri mýta. Þar stóð að í leggöngum kvenna væri vissulega líkamsvefur, en hann væri hringlaga og lægi ekki þvert yfir leggöngin eins og haft. Upp á ensku var þetta kallað vaginal corona. Þar af leiðandi væri ekki hægt að rjúfa meyjarhaftið, og blæðingar við samfarir stöfuðu því alltaf af því að konan væri ekki reiðubúin. Ef þetta er satt, gætirðu þá notað stöðu þína til að breiða þessa vitneskju út? Það væri svo frelsandi fyrir ungar stelpur að vita að meydómur er ekkert áþreifanlegra fyrirbæri en sveindómur og að þær geta gert nákvæmlega sömu kröfur og strákar til þess að fyrsta skiptið þeirra sé sársaukalaust og ánægjulegt. Svar: Ég þakka hólið. Ég las bæklinginn sem þú vísar í og vissulega er það mjög mikilvægt að fræða ungar konur og drengi um staðreyndir málsins. Meyjarhaftið er himna sem getur verið mismunandi í laginu og hulið leggangaopið að hluta til eða alveg. Himnan getur gefið eftir og teygst en hún getur líka auðveldlega rofnað við áreynslu eins og að hjóla. Þegar á unglingsaldur er komið þá er því oft lítið eftir af henni. Himnan getur verið misþykk og sumar fæðast alls ekki með hana.Mikilvægt er að fræða ungt fólk um staðreyndir í sambandi við líkama þeirra.Sumar konur upplifa sársauka, og blæðingu, við fyrstu samfarir út af himnunni (sér í lagi ef hún er þykk) en einnig ef þær eru stressaðar og kannski ekki tilbúnar. Stúlkur geta sjálfar rofið meyjarhaftið með því að stinga fingri inn í leggöng og þá eru áhyggjur af því frá. Það breytir því þó ekki að fyrstu samfarir geta verið sársaukafullar, einmitt út af því að þær eru ekki tilbúnar og píkan ekki nægjanlega blaut. Það sem hefur valdið okkur vandræðum er þessi tenging himnunnar við sönnun um hreinleika og óspjallaða mey. Ef allir vissu að það væri bull þá væri enginn að pæla neitt sérstaklega í meyjarhaftinu. Það er í raun ekkert merkilegra fyrirbæri en eyrnamergur. Ég þakka ábendinguna, kæri lesandi og ætla að sjá til þess að þessi fræðslumoli komist til skila í þeirri kynfræðslu sem ég sinni.