Framsækin fjárfestingaáætlun Ólína Þorvarðardóttir skrifar 1. júní 2012 06:00 Nýlega kynnti ríkisstjórnin nýja og framsækna fjárfestingaáætlun. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og þær hremmingar sem þjóðin hefur mátt þola eftir áratuga stjórnartíð sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Samkvæmt henni munu 39 milljarðar króna leiða til fjárfestinga og framkvæmda fyrir 88 milljarða króna. Tugir milljarða munu þar með flæða um lífæðar samfélagsins og glæða bæði atvinnu og hagvöxt. Það vakti raunar athygli mína þegar málið var fyrst kynnt, að einmitt þá stóð yfir harðvítugt málþóf í þinginu af hálfu gömlu íhaldsflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, gegn því að þjóðin fengi áframhaldandi aðkomu að endurskoðun stjórnarskrárinnar og gegn því að þjóðin fái að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs í haust. Já, á sömu stundu og ríkisstjórnin var að kynna sína metnaðarfullu fjárfestingaáætlun fyrir Ísland – áætlun byggða á vandaðri stefnumótun, framtíðarsýn og traustri fjárhagsstjórn – stóðu íhaldsflokkarnir í sinni niðurrifspólitík og málþófi. Sjaldan ef nokkru sinni höfum við fengið gleggri mynd af þeim mun sem er á niðurrifs- og uppbyggingarstjórnmálum en einmitt þá. Fjárfestingaáætlunin er afrakstur forsjálni í ríkisfjármálum. Hún er möguleg vegna þess að við sjáum nú fram á drýgri tekjur ríkissjóðs í formi auðlindagjalda en einnig vegna eignasölu á hlut ríkisins í bönkunum. Þeir fjármunir sem varið verður til margvíslegra verkefna samkvæmt áætluninni munu skila sér: Til uppbyggingar á innviðum þess, t.d. með stórum samgönguframkvæmdum. Til samfélagslegra verkefna í almannaþágu, verkefna sem hleypa lífi í atvinnulífið allt og byggðir landsins. Til eflingar rannsóknum og tækniþróun, sóknaráætlunum og atvinnuþróun. Til eflingar græna hagkerfinu, ferðaþjónustunni og skapandi greinum. Grunnurinn að áætluninni er stefnumótun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur – ríkisstjórnar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks sem hefur það einbeitta markmið að koma þjóðinni út úr þeirri kreppu sem hrunstefna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks leiddi yfir samfélagið. Hún er smíði velferðarstjórnarinnar sem hefur ekki unnt sér hvíldar við að endurreisa íslenskt samfélag, verja hér velferð, auka jöfnuð og glæða atvinnulíf og almenn lífskjör – stjórnarinnar sem hefur getið sér orð á alþjóðavettvangi fyrir árangur í þeim efnum (þó að hér heima leggist margir á eitt til að þegja það í hel). Nái þessi fjárfestingaáætlun fram að ganga munu skapast fjögur þúsund störf og staða ríkissjóðs batna um allt að 20 milljarða á þremur árum. En það sem mest er um vert er þó sú bráðnauðsynlega uppbygging innviða sem nú getur átt sér stað með flýtingu stórframkvæmda á borð við jarðgöngin fyrir vestan og austan. Ekki síst skiptir þetta máli fyrir Vestfirði þar sem byggðirnar hafa orðið fyrir sárum búsifjum undanfarna áratugi, að verulegu leyti vegna hins óréttláta kvótakerfis sem hefur sannarlega tekið sinn toll og valdið alvarlegri byggðaröskun víða. Þann halla er löngu tímabært að bæta, því ekki var það gert í stjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hér fyrr á árum, á velmegunar- og góðæristímanum þegar þessir tveir flokkar fóru ekki aðeins með landsstjórnina, heldur stjórnuðu nánast öllum sveitarfélögum landsins með meirihlutasamstarfi sín á milli. Þess skal getið sem gott er: Það skiptir máli hverjir stjórna – það skiptir máli hvernig er stjórnað. Og það er aldrei mikilvægara en í efnahagsþrengingum að hafa jafnaðar- og félagshyggjumenn við stjórnvölinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti ríkisstjórnin nýja og framsækna fjárfestingaáætlun. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og þær hremmingar sem þjóðin hefur mátt þola eftir áratuga stjórnartíð sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Samkvæmt henni munu 39 milljarðar króna leiða til fjárfestinga og framkvæmda fyrir 88 milljarða króna. Tugir milljarða munu þar með flæða um lífæðar samfélagsins og glæða bæði atvinnu og hagvöxt. Það vakti raunar athygli mína þegar málið var fyrst kynnt, að einmitt þá stóð yfir harðvítugt málþóf í þinginu af hálfu gömlu íhaldsflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, gegn því að þjóðin fengi áframhaldandi aðkomu að endurskoðun stjórnarskrárinnar og gegn því að þjóðin fái að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs í haust. Já, á sömu stundu og ríkisstjórnin var að kynna sína metnaðarfullu fjárfestingaáætlun fyrir Ísland – áætlun byggða á vandaðri stefnumótun, framtíðarsýn og traustri fjárhagsstjórn – stóðu íhaldsflokkarnir í sinni niðurrifspólitík og málþófi. Sjaldan ef nokkru sinni höfum við fengið gleggri mynd af þeim mun sem er á niðurrifs- og uppbyggingarstjórnmálum en einmitt þá. Fjárfestingaáætlunin er afrakstur forsjálni í ríkisfjármálum. Hún er möguleg vegna þess að við sjáum nú fram á drýgri tekjur ríkissjóðs í formi auðlindagjalda en einnig vegna eignasölu á hlut ríkisins í bönkunum. Þeir fjármunir sem varið verður til margvíslegra verkefna samkvæmt áætluninni munu skila sér: Til uppbyggingar á innviðum þess, t.d. með stórum samgönguframkvæmdum. Til samfélagslegra verkefna í almannaþágu, verkefna sem hleypa lífi í atvinnulífið allt og byggðir landsins. Til eflingar rannsóknum og tækniþróun, sóknaráætlunum og atvinnuþróun. Til eflingar græna hagkerfinu, ferðaþjónustunni og skapandi greinum. Grunnurinn að áætluninni er stefnumótun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur – ríkisstjórnar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks sem hefur það einbeitta markmið að koma þjóðinni út úr þeirri kreppu sem hrunstefna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks leiddi yfir samfélagið. Hún er smíði velferðarstjórnarinnar sem hefur ekki unnt sér hvíldar við að endurreisa íslenskt samfélag, verja hér velferð, auka jöfnuð og glæða atvinnulíf og almenn lífskjör – stjórnarinnar sem hefur getið sér orð á alþjóðavettvangi fyrir árangur í þeim efnum (þó að hér heima leggist margir á eitt til að þegja það í hel). Nái þessi fjárfestingaáætlun fram að ganga munu skapast fjögur þúsund störf og staða ríkissjóðs batna um allt að 20 milljarða á þremur árum. En það sem mest er um vert er þó sú bráðnauðsynlega uppbygging innviða sem nú getur átt sér stað með flýtingu stórframkvæmda á borð við jarðgöngin fyrir vestan og austan. Ekki síst skiptir þetta máli fyrir Vestfirði þar sem byggðirnar hafa orðið fyrir sárum búsifjum undanfarna áratugi, að verulegu leyti vegna hins óréttláta kvótakerfis sem hefur sannarlega tekið sinn toll og valdið alvarlegri byggðaröskun víða. Þann halla er löngu tímabært að bæta, því ekki var það gert í stjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hér fyrr á árum, á velmegunar- og góðæristímanum þegar þessir tveir flokkar fóru ekki aðeins með landsstjórnina, heldur stjórnuðu nánast öllum sveitarfélögum landsins með meirihlutasamstarfi sín á milli. Þess skal getið sem gott er: Það skiptir máli hverjir stjórna – það skiptir máli hvernig er stjórnað. Og það er aldrei mikilvægara en í efnahagsþrengingum að hafa jafnaðar- og félagshyggjumenn við stjórnvölinn.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar