Út í sólarlagið Jónas Sen skrifar 4. júní 2012 12:00 Í lok gjörningsins Ég er eyja fluttu þau Berglind María Tómasdóttir og Davíð Þór Jónsson lagið I'm a Lonesome Cowboy og smituðu gagnrýnandann, sem hummaði lagið alla leiðina heim. Tónleikar. Ég er eyja. Sýning eftir Berglindi Maríu Tómasdóttur á Listahátíð í Reykjavík laugardaginn 2. júní. Berglind María Tómasdóttir er óvanalegur flautuleikari. Hún er óhrædd við að gera tilraunir. „Ég er eyja" nefndist margmiðlunargerningur eftir hana. Hann var fluttur á Listahátíð í Kaldalóni í Hörpu á laugardaginn. Maður sá á sviðinu, þegar inn var komið, eins konar hördígördí, hjól sem strauk, eða skrapaði, gítarstrengi. Hjólið var hluti af litlu reiðhjóli eða þríhjóli. Í tónleikaskránni mátti lesa að „þjóðareinkenni, auðkenni og önnur sérkenni" væru inntak sýningarinnar. Það var býsna óljóst. Í rauninni hafði maður enga hugmynd um hvað var í vændum áður en sýningin byrjaði! Í upphafi var svokallaður drónn áberandi, þ.e.a.s. liggjandi tónn eða hljómur sem breyttist ekki neitt. Drónn getur auðveldlega orðið leiðigjarn, en var það ekki hér. Hann var þægilegur áheyrnar, en samt óhugnanlegur. Hann rann fljótlega saman við gamla, heimagerða kvikmynd af hátíðisdegi í Reykjavík. Myndin sýndi ekkert nema gleði, en drónninn gerði gleðina lævi blandna. Og svo var myndin búin, en áfram lá hljómurinn. Í þetta sinn spilaði Davíð Þór Jónsson á ýmis strengjahljóðfæri með hljómnum, og Berglind María lék á flautu og söng. Þau fluttu ýmis gömul lög, Norðangarrinn á oss blés, Ljósið kemur langt og mjótt, Veröld fláa. Inn á milli voru hljóðfærakaflar, tilraunakennd ískur og skrjáf. Hördígördíið gaf frá sér skemmtilegt óhljóð, sem var einstaklega seiðandi. Og sýnd var önnur kvikmynd, Flauta og rauðar neglur, en þar sást Berglind með rautt naglalakk. Hún hamraði með nöglunum á flautuna sína með allskonar tilbrigðum. Flauta er ekki bara blásturshljóðfæri. Hún getur líka verið slagverk. Allt þetta skapaði dásamlega framandi andrúmsloft. Það var eitthvað fallega einlægt við sönginn og spilamennskuna, eitthvað djúpt úr þjóðarsálinni. Berglindi tókst að miðla þessum töfrum til áheyrenda. Ég vona að þetta hljómi ekki tilgerðarlega. Það var nefnilega hvergi tilgerð á sýningunni. Hún var ekta, full af tilfinningu, ekki af þessum heimi. Og þó. Í lokin fluttu þau tvö eitthvað það jarðneskasta sem hugsast getur, I'm a Lonesome Cowboy. Þannig gengu þau rólega út af sviðinu, kannski í átt til sólarlagsins eins og tveir kúrekar í lokin á gömlum vestra. Ég sjálfur hummaði lagið alla leiðina heim. Þetta var frábær skemmtun. Niðurstaða: Óvanalega frumleg og falleg sýning. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónleikar. Ég er eyja. Sýning eftir Berglindi Maríu Tómasdóttur á Listahátíð í Reykjavík laugardaginn 2. júní. Berglind María Tómasdóttir er óvanalegur flautuleikari. Hún er óhrædd við að gera tilraunir. „Ég er eyja" nefndist margmiðlunargerningur eftir hana. Hann var fluttur á Listahátíð í Kaldalóni í Hörpu á laugardaginn. Maður sá á sviðinu, þegar inn var komið, eins konar hördígördí, hjól sem strauk, eða skrapaði, gítarstrengi. Hjólið var hluti af litlu reiðhjóli eða þríhjóli. Í tónleikaskránni mátti lesa að „þjóðareinkenni, auðkenni og önnur sérkenni" væru inntak sýningarinnar. Það var býsna óljóst. Í rauninni hafði maður enga hugmynd um hvað var í vændum áður en sýningin byrjaði! Í upphafi var svokallaður drónn áberandi, þ.e.a.s. liggjandi tónn eða hljómur sem breyttist ekki neitt. Drónn getur auðveldlega orðið leiðigjarn, en var það ekki hér. Hann var þægilegur áheyrnar, en samt óhugnanlegur. Hann rann fljótlega saman við gamla, heimagerða kvikmynd af hátíðisdegi í Reykjavík. Myndin sýndi ekkert nema gleði, en drónninn gerði gleðina lævi blandna. Og svo var myndin búin, en áfram lá hljómurinn. Í þetta sinn spilaði Davíð Þór Jónsson á ýmis strengjahljóðfæri með hljómnum, og Berglind María lék á flautu og söng. Þau fluttu ýmis gömul lög, Norðangarrinn á oss blés, Ljósið kemur langt og mjótt, Veröld fláa. Inn á milli voru hljóðfærakaflar, tilraunakennd ískur og skrjáf. Hördígördíið gaf frá sér skemmtilegt óhljóð, sem var einstaklega seiðandi. Og sýnd var önnur kvikmynd, Flauta og rauðar neglur, en þar sást Berglind með rautt naglalakk. Hún hamraði með nöglunum á flautuna sína með allskonar tilbrigðum. Flauta er ekki bara blásturshljóðfæri. Hún getur líka verið slagverk. Allt þetta skapaði dásamlega framandi andrúmsloft. Það var eitthvað fallega einlægt við sönginn og spilamennskuna, eitthvað djúpt úr þjóðarsálinni. Berglindi tókst að miðla þessum töfrum til áheyrenda. Ég vona að þetta hljómi ekki tilgerðarlega. Það var nefnilega hvergi tilgerð á sýningunni. Hún var ekta, full af tilfinningu, ekki af þessum heimi. Og þó. Í lokin fluttu þau tvö eitthvað það jarðneskasta sem hugsast getur, I'm a Lonesome Cowboy. Þannig gengu þau rólega út af sviðinu, kannski í átt til sólarlagsins eins og tveir kúrekar í lokin á gömlum vestra. Ég sjálfur hummaði lagið alla leiðina heim. Þetta var frábær skemmtun. Niðurstaða: Óvanalega frumleg og falleg sýning.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira