Alþjóðlegt fjölbragðapopp Trausti Júlíusson skrifar 8. júní 2012 14:00 Tónlist. Kiriyama Family. Kiriyama Family Kiriyama Family er í flokki ungra íslenskra hljómsveita í poppgeiranum sem hafa mjög alþjóðlegan hljóm. Eins og aðrar sveitir í þessum flokki, t.d. Tilbury og Of Monsters and Men þá heitir hún erlendu nafni og syngur allt á ensku. Tónlist Kiriyama Family er samt auðvitað ekkert sérstaklega lík tónlist Tilbury og enn síður tónlist Of Monsters and Men. Kiriyama Family spilar poppblöndu sem sækir í ýmis gæðapoppafbrigði tónlistarsögunnar, t.d. 70's bönd eins og Steely Dan og Doobie Brothers, 80's bönd á borð við Talk Talk og svo er smá 90's britpop fílingur í einhverjum lögum líka og áhrif frá rafpoppi 21. aldarinnar. Og fleira mætti tína til… Þetta er óvenju mótuð tónlist miðað við fyrstu plötu hljómsveitar. Platan er frekar stutt. Hún er níu-laga. En á móti kemur að hún er heilsteypt. Öll lögin eru góð. Platan er mixuð þannig að eitt lag tekur strax við af öðru sem eykur á heildarsvipinn. Tónlist Kiriyama Family er mjög skemmtilegt sambland af tónlist ólíkra áhrifavalda, en í henni felst líka ný nálgun á viðfangsefnið. Þetta er tækifærissinnuð tónlist í bestu merkingu þess orðs. Ég er strax farinn að hlakka til að heyra meira! Niðurstaða: Vönduð og fjölbreytt plata frá nýrri íslenskri popphljómsveit. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Kiriyama Family. Kiriyama Family Kiriyama Family er í flokki ungra íslenskra hljómsveita í poppgeiranum sem hafa mjög alþjóðlegan hljóm. Eins og aðrar sveitir í þessum flokki, t.d. Tilbury og Of Monsters and Men þá heitir hún erlendu nafni og syngur allt á ensku. Tónlist Kiriyama Family er samt auðvitað ekkert sérstaklega lík tónlist Tilbury og enn síður tónlist Of Monsters and Men. Kiriyama Family spilar poppblöndu sem sækir í ýmis gæðapoppafbrigði tónlistarsögunnar, t.d. 70's bönd eins og Steely Dan og Doobie Brothers, 80's bönd á borð við Talk Talk og svo er smá 90's britpop fílingur í einhverjum lögum líka og áhrif frá rafpoppi 21. aldarinnar. Og fleira mætti tína til… Þetta er óvenju mótuð tónlist miðað við fyrstu plötu hljómsveitar. Platan er frekar stutt. Hún er níu-laga. En á móti kemur að hún er heilsteypt. Öll lögin eru góð. Platan er mixuð þannig að eitt lag tekur strax við af öðru sem eykur á heildarsvipinn. Tónlist Kiriyama Family er mjög skemmtilegt sambland af tónlist ólíkra áhrifavalda, en í henni felst líka ný nálgun á viðfangsefnið. Þetta er tækifærissinnuð tónlist í bestu merkingu þess orðs. Ég er strax farinn að hlakka til að heyra meira! Niðurstaða: Vönduð og fjölbreytt plata frá nýrri íslenskri popphljómsveit.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira