Það má líka lesa á sumrin Steinunn Stefánsdóttir skrifar 11. júní 2012 06:00 Börn lesa ekki bara minna en þau gerðu áður heldur eru þau síður fær um að tileinka sér innihald og merkingu þess sem þau lesa, þ.e. lesskilningi þeirra er ábótavant. Þessi þróun hefur átt sér stað undanfarna áratugi en svo virðist sem vitundarvakning hafi orðið á undangengnum misserum um alvarleika málsins. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri ritar grein um lestur í nýútkomið Tímarit Máls og menningar. Þar dregur hún saman niðurstöður rannsókna á lestrarkunnáttu íslenskra barna sem sýna að þau lesa sífellt minna utan skólans, lesskilningi þeirra hrakar, strákar lesa minna en stelpur, íslensk börn lesa síður bækur sér til ánægju en börn í þeim löndum sem við berum okkur saman við og þau lesa minna en börn gera að meðaltali í Evrópu. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að hafa lestur vel á valdi sínu. Vægi þess hefur síst minnkað í því upplýsingasamfélagi sem við lifum í. Brynhildur bendir í grein sinni á þau beinu tengsl sem eru milli lesskilnings og þess að hafa áhuga og ánægju af lestri bóka. ?Ef bæta á lesskilning íslenskra barna og þar með námsárangur þarf að efla lestraráhuga þeirra og lestrargleði,? segir Brynhildur. Í samfélagi þar sem endalausir afþreyingarmöguleikar eru í boði þarf að taka lestur barna allt öðrum og markvissari tökum en þurfti þegar lestrarfærni var lykill að því að geta sótt sér afþreyingu. Sem fyrr læra flest börn lestrartæknina innan veggja skólans. Formlegt nám þeirra byggir sömuleiðis að stórum hluta á því að hafa lestur og lesskilning á valdi sínu. Það blasir hins vegar við að það heyrir fyrst og fremst til friðar foreldra að hvetja börn sín til meiri lestrar. Foreldrar verða að lesa reglulega fyrir börn sín frá því að þau eru kornabörn, halda því áfram þó að börnin hafi náð tökum á lestrartækninni en hvetja þau meðfram markvisst til að lesa sjálf. Þeir verða að tala um bækur við börnin og síðast en ekki síst vera þeim lesandi fyrirmyndir. Fyrir rúmri viku birtist hér í blaðinu grein Birgittu Elínar Hassel og Mörtu Hlínar Magnadóttur, Ekki lesa ekki neitt. Þar benda þær á rannsóknir sem sýna fram á að börn tapa verulega niður lestrarfærni ef sumarleyfið líður án þess að lestur sé þjálfaður – eða án þess að litið sé í bók. Þær hvetja í grein sinni foreldra til að gera lestur að sameiginlegri tómstundaiðju fjölskyldunnar yfir sumarið. Hér er tekið undir þessa hvatningu. Börnin eru komin í kærkomið frí frá taktföstum skóladögum og –vikum. Þótt útivist og hreyfing sé vitanlega í fyrsta sæti nú yfir björtustu og hlýjustu mánuðina þá koma líka rigningardagar og hryssingsleg kvöld sem bjóða upp á að taka sér bók í hönd, gefa sig lestrinum á vald og eiga í framhaldinu góðar samverustundir þar sem spjallað er um það sem lesið hefur verið eða það krufið til mergjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun
Börn lesa ekki bara minna en þau gerðu áður heldur eru þau síður fær um að tileinka sér innihald og merkingu þess sem þau lesa, þ.e. lesskilningi þeirra er ábótavant. Þessi þróun hefur átt sér stað undanfarna áratugi en svo virðist sem vitundarvakning hafi orðið á undangengnum misserum um alvarleika málsins. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri ritar grein um lestur í nýútkomið Tímarit Máls og menningar. Þar dregur hún saman niðurstöður rannsókna á lestrarkunnáttu íslenskra barna sem sýna að þau lesa sífellt minna utan skólans, lesskilningi þeirra hrakar, strákar lesa minna en stelpur, íslensk börn lesa síður bækur sér til ánægju en börn í þeim löndum sem við berum okkur saman við og þau lesa minna en börn gera að meðaltali í Evrópu. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að hafa lestur vel á valdi sínu. Vægi þess hefur síst minnkað í því upplýsingasamfélagi sem við lifum í. Brynhildur bendir í grein sinni á þau beinu tengsl sem eru milli lesskilnings og þess að hafa áhuga og ánægju af lestri bóka. ?Ef bæta á lesskilning íslenskra barna og þar með námsárangur þarf að efla lestraráhuga þeirra og lestrargleði,? segir Brynhildur. Í samfélagi þar sem endalausir afþreyingarmöguleikar eru í boði þarf að taka lestur barna allt öðrum og markvissari tökum en þurfti þegar lestrarfærni var lykill að því að geta sótt sér afþreyingu. Sem fyrr læra flest börn lestrartæknina innan veggja skólans. Formlegt nám þeirra byggir sömuleiðis að stórum hluta á því að hafa lestur og lesskilning á valdi sínu. Það blasir hins vegar við að það heyrir fyrst og fremst til friðar foreldra að hvetja börn sín til meiri lestrar. Foreldrar verða að lesa reglulega fyrir börn sín frá því að þau eru kornabörn, halda því áfram þó að börnin hafi náð tökum á lestrartækninni en hvetja þau meðfram markvisst til að lesa sjálf. Þeir verða að tala um bækur við börnin og síðast en ekki síst vera þeim lesandi fyrirmyndir. Fyrir rúmri viku birtist hér í blaðinu grein Birgittu Elínar Hassel og Mörtu Hlínar Magnadóttur, Ekki lesa ekki neitt. Þar benda þær á rannsóknir sem sýna fram á að börn tapa verulega niður lestrarfærni ef sumarleyfið líður án þess að lestur sé þjálfaður – eða án þess að litið sé í bók. Þær hvetja í grein sinni foreldra til að gera lestur að sameiginlegri tómstundaiðju fjölskyldunnar yfir sumarið. Hér er tekið undir þessa hvatningu. Börnin eru komin í kærkomið frí frá taktföstum skóladögum og –vikum. Þótt útivist og hreyfing sé vitanlega í fyrsta sæti nú yfir björtustu og hlýjustu mánuðina þá koma líka rigningardagar og hryssingsleg kvöld sem bjóða upp á að taka sér bók í hönd, gefa sig lestrinum á vald og eiga í framhaldinu góðar samverustundir þar sem spjallað er um það sem lesið hefur verið eða það krufið til mergjar.