Úttekt á samfélagslegum þáttum fiskveiðistjórnunar 12. júní 2012 11:00 Fiskveiðar hafa frá landnámi verið mikilvægar fyrir afkomu Íslendinga. Sjósókn var og er ein af undirstöðugreinum þjóðarinnar og það er ljóst að sá auður sem orðið hefur til við nýtingu á gæðum sjávar hefur skipt sköpum til að bæta lífsskilyrði landsmanna. Til að svo megi verða áfram, og til að tryggja megi sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindanna til langframa, þarf trausta þekkingu á lífríki sjávar og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, en ekki síður á samfélagslegum forsendum sjávarútvegsins. Stjórn fiskveiða er samfélagslegt málefni, sem snýr að manngerðu fyrirkomulagi um hvernig veiðar fara fram, hverjir fá að veiða og hvernig afrakstri er skipt milli útgerðaraðila og samfélaganna sem veiðarnar stunda. Veiðarnar og stjórnun þeirra eru samofnar íslenskri menningu og samfélagsgerð. Ljóst er að fyrirleggjandi þekking á þessum málefnum er af skornum skammti, sú sem til er er lítið nýtt og yfirsýn skortir tilfinnanlega. Slíkt sætir furðu, þar sem öll umræða um sjálfbæra þróun miðar að því að skoða nýtingu auðlinda í samhengi við þau samfélög sem auðlindina nýta. Það er því löngu orðið tímabært að skoða íslenska fiskveiðistjórnun ofan í kjölinn í þessu tilliti og gera grein fyrir forsendum, virkni og áhrifum stjórnunarinnar. Við undirrituð förum fram á að ítarleg og þverfræðileg úttekt verði gerð á íslenskri fiskveiðistjórnun, þar sem metið verði hvernig samfélagslegar afleiðingar núverandi kerfis samræmast yfirlýstum markmiðum þess. Við gerð slíkrar úttektar þyrfti að taka mið af fræðilegri umræðu á þessu sviði og fela einnig í sér samanburð við reynslu annarra þjóða af stjórn fiskveiða. Niðurstöður úttektarinnar ættu að nýtast í umræður um samfélagslega ábyrga fiskveiðistjórnun og í þróun leiða að árangursríkari og stöðugri lausnum til framtíðar. Það er sannfæring okkar að úttekt af þessu tagi sé forsenda þess að hægt sé að þróa fiskveiðistjórnun hér á landi í átt til sjálfbærni og sáttar. Undirrituð eru tilbúin til að koma að undirbúningi og/eða taka þátt í gerð slíkrar úttektar. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum og vísindamönnum sem standa framarlega á sínum fræðasviðum og hafa mikið fram að færa um félagslegar rannsóknir og rannsóknaraðferðir, sjávarútvegsmál og auðlindastjórnun í anda sjálfbærrar þróunar.Dr. Anna Karlsdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Einar Eyþórsson, fræðimaður við Framsentered í TromsöDr. Emil Bóasson, forstöðumaður meistaranáms í upplýsingatækni við Central Michigan UniversityDr. Emilie Mariat, mannfræðingur við Frönsku heimskautastofnuninaDr. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við HÍDr. Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur við HÍDr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur og prófessor við HADr. Karl Benediktsson, prófessor í landfræði við HÍKristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra og sagnfræðingurMagnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Níels Einarsson, mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms StefánssonarDr. Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við HÍDr. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs VestfjarðaSigríður Ólafsdóttir, sjávarauðlindasérfræðingur og doktorsnemi við GautaborgarháskólaDr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stjórnsýslu við HÍDr. Sólveig Anna Bóasdóttir, siðfræðingur og forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍDr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við HÍDr. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍDr. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Fiskveiðar hafa frá landnámi verið mikilvægar fyrir afkomu Íslendinga. Sjósókn var og er ein af undirstöðugreinum þjóðarinnar og það er ljóst að sá auður sem orðið hefur til við nýtingu á gæðum sjávar hefur skipt sköpum til að bæta lífsskilyrði landsmanna. Til að svo megi verða áfram, og til að tryggja megi sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindanna til langframa, þarf trausta þekkingu á lífríki sjávar og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, en ekki síður á samfélagslegum forsendum sjávarútvegsins. Stjórn fiskveiða er samfélagslegt málefni, sem snýr að manngerðu fyrirkomulagi um hvernig veiðar fara fram, hverjir fá að veiða og hvernig afrakstri er skipt milli útgerðaraðila og samfélaganna sem veiðarnar stunda. Veiðarnar og stjórnun þeirra eru samofnar íslenskri menningu og samfélagsgerð. Ljóst er að fyrirleggjandi þekking á þessum málefnum er af skornum skammti, sú sem til er er lítið nýtt og yfirsýn skortir tilfinnanlega. Slíkt sætir furðu, þar sem öll umræða um sjálfbæra þróun miðar að því að skoða nýtingu auðlinda í samhengi við þau samfélög sem auðlindina nýta. Það er því löngu orðið tímabært að skoða íslenska fiskveiðistjórnun ofan í kjölinn í þessu tilliti og gera grein fyrir forsendum, virkni og áhrifum stjórnunarinnar. Við undirrituð förum fram á að ítarleg og þverfræðileg úttekt verði gerð á íslenskri fiskveiðistjórnun, þar sem metið verði hvernig samfélagslegar afleiðingar núverandi kerfis samræmast yfirlýstum markmiðum þess. Við gerð slíkrar úttektar þyrfti að taka mið af fræðilegri umræðu á þessu sviði og fela einnig í sér samanburð við reynslu annarra þjóða af stjórn fiskveiða. Niðurstöður úttektarinnar ættu að nýtast í umræður um samfélagslega ábyrga fiskveiðistjórnun og í þróun leiða að árangursríkari og stöðugri lausnum til framtíðar. Það er sannfæring okkar að úttekt af þessu tagi sé forsenda þess að hægt sé að þróa fiskveiðistjórnun hér á landi í átt til sjálfbærni og sáttar. Undirrituð eru tilbúin til að koma að undirbúningi og/eða taka þátt í gerð slíkrar úttektar. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum og vísindamönnum sem standa framarlega á sínum fræðasviðum og hafa mikið fram að færa um félagslegar rannsóknir og rannsóknaraðferðir, sjávarútvegsmál og auðlindastjórnun í anda sjálfbærrar þróunar.Dr. Anna Karlsdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Einar Eyþórsson, fræðimaður við Framsentered í TromsöDr. Emil Bóasson, forstöðumaður meistaranáms í upplýsingatækni við Central Michigan UniversityDr. Emilie Mariat, mannfræðingur við Frönsku heimskautastofnuninaDr. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við HÍDr. Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur við HÍDr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur og prófessor við HADr. Karl Benediktsson, prófessor í landfræði við HÍKristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra og sagnfræðingurMagnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Níels Einarsson, mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms StefánssonarDr. Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við HÍDr. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs VestfjarðaSigríður Ólafsdóttir, sjávarauðlindasérfræðingur og doktorsnemi við GautaborgarháskólaDr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stjórnsýslu við HÍDr. Sólveig Anna Bóasdóttir, siðfræðingur og forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍDr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við HÍDr. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍDr. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar