Eins manns stórskotalið Kjartan Guðmundsson skrifar 12. júní 2012 11:00 Liverpúllarinn Declan MacManus, betur þekktur sem Elvis Costello, sýndi mátt sinn og megin í Hörpu á sunnudagskvöld svo bogaði af honum svitinn á frábærum tónleikum. Tónleikar. Elvis Costello. 10. júní í Hörpu. „Einstök kvöldstund með Grammy-verðlaunahafanum Elvis Costello," stóð á tónleikamiðanum. Kunningi undirritaðs líkti þessu við að kynna Elvis Presley sem höfund hnetusmjörs- og sultusamlokunnar, í þeim skilningi að slíkt titlatog væri fyrir neðan virðingu nafnanna tveggja. Báðir hefðu þeir haft svo afgerandi áhrif á sögu vestrænnar dægurtónlistar, og fjölda fólks í leiðinni, að veraldlegir hlutir á borð við vesælar verðlaunastyttur og skitnar sultusamlokur hlytu að teljast alger aukaatriði. Hárrétt ályktað. Að því sögðu byrjuðu tónleikar Costello í stappfullri Hörpu á sunnudagskvöld hreint ekki gæfulega. Hljómburðurinn í Eldborgarsalnum var vægast sagt skelfilegur í fyrstu lögunum (meðal annarra Bob Dylan-lagsins When I Paint My Masterpiece og Good Year For the Roses, hvorutveggja frábærum lögum sem máttu illa við veseninu) og það sást á manninum á sviðinu. Costello pirraðist skiljanlega, virtist jafn gáttaður og áhorfendur á að nokkuð jafn einfalt og maður með kassagítar gæti hljómað svo dósalega, og eyddi dýrmætri orku og einbeitingu í að koma skilaboðum áleiðis til hljóðmannsins í miðjum klíðum. Í raun var það ekki fyrr en sá liverpúlski vatt sér í reggísmellinn Watching The Detectives frá 1977 (með viðskeyttu erindi úr Neil Young-laginu Down By the River og undirleik á bandi, sem kom furðuvel út) að hann fann fjölina sína. Sándið lagaðist og þá var heldur ekki aftur snúið. Restin af löngu kvöldinu (Elvis var einn á sviðinu í hartnær þrjá klukkustundir og lagði allt sitt í giggið svo rann af honum svitinn, sem er alltaf jafn mikið ánægjuefni) var stórskemmtileg. Meðal hápunkta voru óhjákvæmilega nokkrir af helstu smellum Costello á borð við hin tilfinningaþrungnu I Want You, Shipbuilding og Alison, „krád-plíserarnir" She og Oliver's Army og léttleikandi Veronica. Sjálfur virist Elvis hafa enn meira gaman af minna þekktum lögum eftir sjálfan sig og aðra, þar á meðal nokkrum af nýjustu afurðinni National Ransom (af hverjum Church Underground var sérlega glæsilega flutt) og öðrum sem höfðu yfir sér notalegan „music hall"-fíling. Auðþekkjanleg röddin er örlítið dýpri, hásari og þar af leiðandi flottari en fyrir þrjátíu árum og sögurnar milli laga, einkum frá bernskuárum, hefðu að ósekju mátt vera fleiri því Costello er jafn flinkur í að segja skemmtilega frá og vippa sér milli ólíkra tónlistarstefna. Einstök varð hún því kvöldstundin, líkt og lofað var, með Grammy-verðlaunahafanum. Niðurstaða: Hljóðhnökrar og pirringur í upphafi viku fyrir samblandi af eldmóði og reynslu Costello. Frábærir tónleikar. Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónleikar. Elvis Costello. 10. júní í Hörpu. „Einstök kvöldstund með Grammy-verðlaunahafanum Elvis Costello," stóð á tónleikamiðanum. Kunningi undirritaðs líkti þessu við að kynna Elvis Presley sem höfund hnetusmjörs- og sultusamlokunnar, í þeim skilningi að slíkt titlatog væri fyrir neðan virðingu nafnanna tveggja. Báðir hefðu þeir haft svo afgerandi áhrif á sögu vestrænnar dægurtónlistar, og fjölda fólks í leiðinni, að veraldlegir hlutir á borð við vesælar verðlaunastyttur og skitnar sultusamlokur hlytu að teljast alger aukaatriði. Hárrétt ályktað. Að því sögðu byrjuðu tónleikar Costello í stappfullri Hörpu á sunnudagskvöld hreint ekki gæfulega. Hljómburðurinn í Eldborgarsalnum var vægast sagt skelfilegur í fyrstu lögunum (meðal annarra Bob Dylan-lagsins When I Paint My Masterpiece og Good Year For the Roses, hvorutveggja frábærum lögum sem máttu illa við veseninu) og það sást á manninum á sviðinu. Costello pirraðist skiljanlega, virtist jafn gáttaður og áhorfendur á að nokkuð jafn einfalt og maður með kassagítar gæti hljómað svo dósalega, og eyddi dýrmætri orku og einbeitingu í að koma skilaboðum áleiðis til hljóðmannsins í miðjum klíðum. Í raun var það ekki fyrr en sá liverpúlski vatt sér í reggísmellinn Watching The Detectives frá 1977 (með viðskeyttu erindi úr Neil Young-laginu Down By the River og undirleik á bandi, sem kom furðuvel út) að hann fann fjölina sína. Sándið lagaðist og þá var heldur ekki aftur snúið. Restin af löngu kvöldinu (Elvis var einn á sviðinu í hartnær þrjá klukkustundir og lagði allt sitt í giggið svo rann af honum svitinn, sem er alltaf jafn mikið ánægjuefni) var stórskemmtileg. Meðal hápunkta voru óhjákvæmilega nokkrir af helstu smellum Costello á borð við hin tilfinningaþrungnu I Want You, Shipbuilding og Alison, „krád-plíserarnir" She og Oliver's Army og léttleikandi Veronica. Sjálfur virist Elvis hafa enn meira gaman af minna þekktum lögum eftir sjálfan sig og aðra, þar á meðal nokkrum af nýjustu afurðinni National Ransom (af hverjum Church Underground var sérlega glæsilega flutt) og öðrum sem höfðu yfir sér notalegan „music hall"-fíling. Auðþekkjanleg röddin er örlítið dýpri, hásari og þar af leiðandi flottari en fyrir þrjátíu árum og sögurnar milli laga, einkum frá bernskuárum, hefðu að ósekju mátt vera fleiri því Costello er jafn flinkur í að segja skemmtilega frá og vippa sér milli ólíkra tónlistarstefna. Einstök varð hún því kvöldstundin, líkt og lofað var, með Grammy-verðlaunahafanum. Niðurstaða: Hljóðhnökrar og pirringur í upphafi viku fyrir samblandi af eldmóði og reynslu Costello. Frábærir tónleikar.
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira