Lýðræði kostar þórður snær júlíusson skrifar 20. júní 2012 06:00 Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. Almenn vantrú á stjórnmálum endurspeglast skýrt í mælingum Capacent á trausti til stofnana. Í síðustu mælingu fyrir bankahrun báru fjörutíu prósent þjóðarinnar mikið traust til Alþingis. Í mars síðastliðnum var það traust komið niður í tíu prósent og fer dalandi. Einungis bankakerfið, sem nýtur trausts sjö prósenta, er neðar á listanum. Meira að segja það er í sókn. Áður en fólk kvartar yfir því að ekki veljist almennilegt fólk til stjórnmálaþátttöku ætti það að spyrja hvort eftirsóknarvert sé að helga sig þeim stað. Er það starfsumhverfi sem Alþingi býður upp á boðlegt? Í samanburði við önnur lönd er svarið klárlega nei. Á breska þinginu starfa 650 þingmenn. Grunnlaun þeirra á ári eru 65.738 pund, eða tæpar þrettán milljónir króna. Það gerir tæpa 1,1 milljón á mánuði. Í Danmörku eru þingmenn 179 talsins. Grunnlaun þeirra eru 659.448 danskar krónur á ári búi þeir í Danmörku. Séu þingmennirnir frá Færeyjum eða Grænlandi eru launin hærri, um fjórtán milljónir íslenskra króna á ári, eða tæplega 1,2 milljónir króna á mánuði. Norskir þingmenn eru 169. Þeir þiggja 777.630 norskar krónur í grunnlaun á ári. Það eru um 16,3 milljónir íslenskra króna á ári, eða tæpar 1,4 milljónir króna á mánuði. Hjá öllum bætast svo við laun fyrir nefndastörf, ýmsar sporslur og greiddur kostnaður. Auk þess starfar fjöldi starfsmanna á viðkomandi þingum ásamt her aðstoðarmanna sem gerir þingmönnum kleift að þekkja mál almennilega áður en þeir afgreiða þau úr nefndum eða tjá sig um þau í ræðustól. Á Íslandi er þingfararkaup alþingismanna rúmlega 7,3 milljónir króna á ári, eða 610.643 krónur á mánuði. Það er um 57 prósent af grunnlaunum breskra þingmanna, 52 prósent af launum danskra og einungis um 45 prósent af því sem norskir þingmenn þéna. Það er mun meiri munur en má skýra með gengisfalli íslensku krónunnar. Á Íslandi mega formenn stjórnmálaflokka sem eru ekki ráðherrar ráða sér einn aðstoðarmann. Landsbyggðarþingmenn mega ráða sér slíkan í þriðjungsstarf. Á upplýsinga- og útgáfusviði Alþingis, sem rekur gagna- og upplýsingaöflun fyrir þingmenn, eru tuttugu starfsmenn. Á Íslandi er djúpstæð stjórnmálakreppa sem nær langt út fyrir flokka. Alvarlegasta birtingarmynd hennar er hið fullkomna vantraust sem almenningur virðist hafa á mikilvægustu stofnun lýðveldisins, Alþingi. Það endurspeglast meðal annars í því að stór hluti þjóðarinnar er tilbúinn að taka undir þá tilburði sitjandi forseta að breyta stjórnskipan landsins á þann hátt að meira vald færist á hendur hans á kostnað þjóðkjörins þings. Íslensk samfélagsgerð er blanda af markaðshyggju og sósíalískri velferð. Í slíku samfélagi kostar peninga að fá gott fólk til starfa. Ef við viljum ekki eyða peningum í lýðræðið og vönduð vinnubrögð þá fáum við þá afskræmingu stjórnmálanna sem oft blasir við okkur á þjóðþingi okkar. Verði það ekki gert mun Alþingi áfram fyllast á fjögurra ára fresti af fólki sem ekki er eftirspurn eftir annars staðar í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. Almenn vantrú á stjórnmálum endurspeglast skýrt í mælingum Capacent á trausti til stofnana. Í síðustu mælingu fyrir bankahrun báru fjörutíu prósent þjóðarinnar mikið traust til Alþingis. Í mars síðastliðnum var það traust komið niður í tíu prósent og fer dalandi. Einungis bankakerfið, sem nýtur trausts sjö prósenta, er neðar á listanum. Meira að segja það er í sókn. Áður en fólk kvartar yfir því að ekki veljist almennilegt fólk til stjórnmálaþátttöku ætti það að spyrja hvort eftirsóknarvert sé að helga sig þeim stað. Er það starfsumhverfi sem Alþingi býður upp á boðlegt? Í samanburði við önnur lönd er svarið klárlega nei. Á breska þinginu starfa 650 þingmenn. Grunnlaun þeirra á ári eru 65.738 pund, eða tæpar þrettán milljónir króna. Það gerir tæpa 1,1 milljón á mánuði. Í Danmörku eru þingmenn 179 talsins. Grunnlaun þeirra eru 659.448 danskar krónur á ári búi þeir í Danmörku. Séu þingmennirnir frá Færeyjum eða Grænlandi eru launin hærri, um fjórtán milljónir íslenskra króna á ári, eða tæplega 1,2 milljónir króna á mánuði. Norskir þingmenn eru 169. Þeir þiggja 777.630 norskar krónur í grunnlaun á ári. Það eru um 16,3 milljónir íslenskra króna á ári, eða tæpar 1,4 milljónir króna á mánuði. Hjá öllum bætast svo við laun fyrir nefndastörf, ýmsar sporslur og greiddur kostnaður. Auk þess starfar fjöldi starfsmanna á viðkomandi þingum ásamt her aðstoðarmanna sem gerir þingmönnum kleift að þekkja mál almennilega áður en þeir afgreiða þau úr nefndum eða tjá sig um þau í ræðustól. Á Íslandi er þingfararkaup alþingismanna rúmlega 7,3 milljónir króna á ári, eða 610.643 krónur á mánuði. Það er um 57 prósent af grunnlaunum breskra þingmanna, 52 prósent af launum danskra og einungis um 45 prósent af því sem norskir þingmenn þéna. Það er mun meiri munur en má skýra með gengisfalli íslensku krónunnar. Á Íslandi mega formenn stjórnmálaflokka sem eru ekki ráðherrar ráða sér einn aðstoðarmann. Landsbyggðarþingmenn mega ráða sér slíkan í þriðjungsstarf. Á upplýsinga- og útgáfusviði Alþingis, sem rekur gagna- og upplýsingaöflun fyrir þingmenn, eru tuttugu starfsmenn. Á Íslandi er djúpstæð stjórnmálakreppa sem nær langt út fyrir flokka. Alvarlegasta birtingarmynd hennar er hið fullkomna vantraust sem almenningur virðist hafa á mikilvægustu stofnun lýðveldisins, Alþingi. Það endurspeglast meðal annars í því að stór hluti þjóðarinnar er tilbúinn að taka undir þá tilburði sitjandi forseta að breyta stjórnskipan landsins á þann hátt að meira vald færist á hendur hans á kostnað þjóðkjörins þings. Íslensk samfélagsgerð er blanda af markaðshyggju og sósíalískri velferð. Í slíku samfélagi kostar peninga að fá gott fólk til starfa. Ef við viljum ekki eyða peningum í lýðræðið og vönduð vinnubrögð þá fáum við þá afskræmingu stjórnmálanna sem oft blasir við okkur á þjóðþingi okkar. Verði það ekki gert mun Alþingi áfram fyllast á fjögurra ára fresti af fólki sem ekki er eftirspurn eftir annars staðar í samfélaginu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun