Sigrar og sættir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. júní 2012 06:00 Einhverra hluta vegna finnst mörgum liðsmönnum og stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar að hún hafi beðið ósigur vegna þeirrar málamiðlunar sem gerð var við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu frumvarpanna um stjórn fiskveiða. Frumvarpið um veiðigjald var samþykkt, þó með talsvert lægra gjaldi en upphaflega var lagt upp með, en frumvarpið um ýmsar breytingar á sjálfu fiskveiðistjórnunarkerfinu var lagt til hliðar. Nú gæti verið ástæða til að staldra við og líta um öxl, kannski svona eins og tuttugu ár aftur í tímann. Þá voru harðar deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið og margir búnir að átta sig á því óréttlæti sem fólst í því að afhenda tiltölulega litlum hópi fólks afnotarétt yfir fiskveiðiauðlindinni án nokkurs endurgjalds. Þá hefðu margir þurft að láta segja sér það þrem sinnum (eins og Njáll forðum) að árið 2012 yrði þverpólitísk samstaða um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar, að kvótinn væri aðeins afnotaréttur og að innheimta ætti auðlindagjald fyrir þau afnot. Landssamband íslenzkra útvegsmanna væri meira að segja búið að fallast á þessar grundvallarkröfur, en að ágreiningurinn væri fyrst og fremst um upphæð gjaldsins. Þetta hefðu þeir, sem þá voru að byrja að berjast fyrir veiðileyfagjaldi, talið stórsigur. Þeir hefðu sennilega ekki einu sinni leyft sér að láta sig dreyma um að veiðileyfagjaldið myndi skila í ríkissjóð upphæð, sem gæti dugað fyrir rekstri allra framhaldsskóla í landinu. Þegar málinu er stillt upp með þessum hætti, verður ekki annað séð en að þeir, sem vildu leiðrétta ranglætið í fiskveiðistjórnunarkerfinu og koma á veiðileyfagjaldi, hafi unnið stórsigur. Hin stóru mistök ríkisstjórnarinnar voru að fara af stað með alltof öfgafullar kröfur; hugmyndir um alltof hátt veiðigjald og alls konar misráðnar breytingar á fiskveiðistjórnuninni, sem hefðu dregið úr hagkvæmni sjávarútvegsins og komið niður á getu hans til að borga veiðigjald. Niðurstaðan á Alþingi er líka umtalsverður sigur þeirra sem hafa barizt gegn þeim vitlausu hugmyndum. Veiðigjaldið kann að vera of hátt, þrátt fyrir málamiðlunina. Engin úttekt var gerð áður en Alþingi samþykkti frumvarpið á því hvað það myndi þýða fyrir einstakar útgerðir. Slík úttekt þarf að fara fram og hún gefur sennilega tilefni til að endurskoða löggjöfina að ári. Það er engum í hag að kyrkja gullgæsina, sem stendur undir svo mikilli verðmætasköpun í landinu. Frumvarpið um aðrar breytingar á fiskveiðistjórnuninni á aldrei að koma aftur inn í þingið. Hugmyndirnar sem rötuðu inn í það frumvarp, um pólitískar kvótaúthlutanir, takmarkanir á framsali og fleira, eru aðallega sprottnar af þröngum byggðahagsmunum og myndu skerða almannahag ef þær yrðu að lögum. Þetta þrennt; samstaða um þjóðareign og afnotarétt, veiðigjald sem er lagað að greiðslugetu útgerðarinnar og fiskveiðistjórnunarkerfi, sem áfram byggist á því að láta frjálsan markað búa til handa okkur sem mesta hagkvæmni og verðmæti, getur verið grunnurinn að þeirri margumtöluðu sátt um sjávarútveginn sem lengi hefur verið leitað að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Einhverra hluta vegna finnst mörgum liðsmönnum og stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar að hún hafi beðið ósigur vegna þeirrar málamiðlunar sem gerð var við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu frumvarpanna um stjórn fiskveiða. Frumvarpið um veiðigjald var samþykkt, þó með talsvert lægra gjaldi en upphaflega var lagt upp með, en frumvarpið um ýmsar breytingar á sjálfu fiskveiðistjórnunarkerfinu var lagt til hliðar. Nú gæti verið ástæða til að staldra við og líta um öxl, kannski svona eins og tuttugu ár aftur í tímann. Þá voru harðar deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið og margir búnir að átta sig á því óréttlæti sem fólst í því að afhenda tiltölulega litlum hópi fólks afnotarétt yfir fiskveiðiauðlindinni án nokkurs endurgjalds. Þá hefðu margir þurft að láta segja sér það þrem sinnum (eins og Njáll forðum) að árið 2012 yrði þverpólitísk samstaða um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar, að kvótinn væri aðeins afnotaréttur og að innheimta ætti auðlindagjald fyrir þau afnot. Landssamband íslenzkra útvegsmanna væri meira að segja búið að fallast á þessar grundvallarkröfur, en að ágreiningurinn væri fyrst og fremst um upphæð gjaldsins. Þetta hefðu þeir, sem þá voru að byrja að berjast fyrir veiðileyfagjaldi, talið stórsigur. Þeir hefðu sennilega ekki einu sinni leyft sér að láta sig dreyma um að veiðileyfagjaldið myndi skila í ríkissjóð upphæð, sem gæti dugað fyrir rekstri allra framhaldsskóla í landinu. Þegar málinu er stillt upp með þessum hætti, verður ekki annað séð en að þeir, sem vildu leiðrétta ranglætið í fiskveiðistjórnunarkerfinu og koma á veiðileyfagjaldi, hafi unnið stórsigur. Hin stóru mistök ríkisstjórnarinnar voru að fara af stað með alltof öfgafullar kröfur; hugmyndir um alltof hátt veiðigjald og alls konar misráðnar breytingar á fiskveiðistjórnuninni, sem hefðu dregið úr hagkvæmni sjávarútvegsins og komið niður á getu hans til að borga veiðigjald. Niðurstaðan á Alþingi er líka umtalsverður sigur þeirra sem hafa barizt gegn þeim vitlausu hugmyndum. Veiðigjaldið kann að vera of hátt, þrátt fyrir málamiðlunina. Engin úttekt var gerð áður en Alþingi samþykkti frumvarpið á því hvað það myndi þýða fyrir einstakar útgerðir. Slík úttekt þarf að fara fram og hún gefur sennilega tilefni til að endurskoða löggjöfina að ári. Það er engum í hag að kyrkja gullgæsina, sem stendur undir svo mikilli verðmætasköpun í landinu. Frumvarpið um aðrar breytingar á fiskveiðistjórnuninni á aldrei að koma aftur inn í þingið. Hugmyndirnar sem rötuðu inn í það frumvarp, um pólitískar kvótaúthlutanir, takmarkanir á framsali og fleira, eru aðallega sprottnar af þröngum byggðahagsmunum og myndu skerða almannahag ef þær yrðu að lögum. Þetta þrennt; samstaða um þjóðareign og afnotarétt, veiðigjald sem er lagað að greiðslugetu útgerðarinnar og fiskveiðistjórnunarkerfi, sem áfram byggist á því að láta frjálsan markað búa til handa okkur sem mesta hagkvæmni og verðmæti, getur verið grunnurinn að þeirri margumtöluðu sátt um sjávarútveginn sem lengi hefur verið leitað að.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun