Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun Ólína Þorvarðardóttir skrifar 29. júní 2012 06:00 Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinnar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, innköllun og endurúthlutun aflaheimilda o.fl. Ég tel brýnna nú en nokkru sinni að leita álits þjóðarinnar á þeim grundvallaratriðum sem að er stefnt með breytingum á kvótakerfinu, nú þegar ríkisstjórnin hefur, eftir harðvítugt málþóf stjórnarandstöðunnar, neyðst til þess að fresta afgreiðslu frumvarps um. Samráð fámenns hóps þingmanna úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, Samfylkingu og VG, sem sett hefur verið til verka við endurskoðun frumvarpsins, er ekki nægjanleg trygging fyrir farsælum lyktum þessa umdeilda máls. Stjórnarsáttmálinn kveður á um mikilvægi þess að standa vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Í þeim anda er heitið breytingum á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi með það að markmiði að fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Því er heitið að með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskstofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar, enda segir í 1. gr. núgildandi laga um stjórn fiskveiða að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum. Þá er því einnig heitið að brugðist verði frekar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október 2007, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins. Frá því stjórnarsáttmálinn var gerður hafa tveir ráðherrar lagt fram frumvörp að breyttu fiskveiðistjórnarkerfi. Hafa þau mætt harðri mótspyrnu frá LÍÚ og málsvörum þeirra á Alþingi, og því hefur hvorugt frumvarpið verið útkljáð – annað var dregið til baka, og nú hefur hinu síðara verið frestað og það tekið til endurskoðunar. Hins vegar hafa skoðanakannanir sýnt ríkan vilja meðal þjóðarinnar til þess að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu nái fram að ganga. Í ljósi þeirra hörðu deilna sem uppi hafa verið um málið, er ekki seinna vænna að fá úr því skorið hver þjóðarviljinn er í þessu efni. Íslenskur sjávarútvegur á að gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnu- og efnahagslífsins sem fram undan er. Mikilvægt er að skapa greininni góð rekstrarskilyrði og treysta rekstrargrundvöllinn til langs tíma. En það er ekki síður mikilvægt að samfélagsleg sátt náist um stjórn fiskveiða. Slík sátt getur aldrei náðst á grundvelli samkomulags fáeinna stjórnmálamanna við hagsmunaaðila í greininni. Öllum má ljóst vera að ekki verður undan því vikist að efna fyrirheit stjórnarflokkanna um breytingar á fiskveiðistjórninni. Breytingarnar verða að vera í sátt við þjóðina, og því ekki nema sanngirniskrafa að hún fái að tjá hug sinn í þessu mikilvæga máli. Ríkisstjórnin ætti því að láta það verða sitt fyrsta verk að undirbúa ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og láta orða þær spurningar sem æskilegt er að þjóðin svari, áður en málið verður leitt til endanlegra lykta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinnar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, innköllun og endurúthlutun aflaheimilda o.fl. Ég tel brýnna nú en nokkru sinni að leita álits þjóðarinnar á þeim grundvallaratriðum sem að er stefnt með breytingum á kvótakerfinu, nú þegar ríkisstjórnin hefur, eftir harðvítugt málþóf stjórnarandstöðunnar, neyðst til þess að fresta afgreiðslu frumvarps um. Samráð fámenns hóps þingmanna úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, Samfylkingu og VG, sem sett hefur verið til verka við endurskoðun frumvarpsins, er ekki nægjanleg trygging fyrir farsælum lyktum þessa umdeilda máls. Stjórnarsáttmálinn kveður á um mikilvægi þess að standa vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Í þeim anda er heitið breytingum á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi með það að markmiði að fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Því er heitið að með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskstofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar, enda segir í 1. gr. núgildandi laga um stjórn fiskveiða að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum. Þá er því einnig heitið að brugðist verði frekar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október 2007, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins. Frá því stjórnarsáttmálinn var gerður hafa tveir ráðherrar lagt fram frumvörp að breyttu fiskveiðistjórnarkerfi. Hafa þau mætt harðri mótspyrnu frá LÍÚ og málsvörum þeirra á Alþingi, og því hefur hvorugt frumvarpið verið útkljáð – annað var dregið til baka, og nú hefur hinu síðara verið frestað og það tekið til endurskoðunar. Hins vegar hafa skoðanakannanir sýnt ríkan vilja meðal þjóðarinnar til þess að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu nái fram að ganga. Í ljósi þeirra hörðu deilna sem uppi hafa verið um málið, er ekki seinna vænna að fá úr því skorið hver þjóðarviljinn er í þessu efni. Íslenskur sjávarútvegur á að gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnu- og efnahagslífsins sem fram undan er. Mikilvægt er að skapa greininni góð rekstrarskilyrði og treysta rekstrargrundvöllinn til langs tíma. En það er ekki síður mikilvægt að samfélagsleg sátt náist um stjórn fiskveiða. Slík sátt getur aldrei náðst á grundvelli samkomulags fáeinna stjórnmálamanna við hagsmunaaðila í greininni. Öllum má ljóst vera að ekki verður undan því vikist að efna fyrirheit stjórnarflokkanna um breytingar á fiskveiðistjórninni. Breytingarnar verða að vera í sátt við þjóðina, og því ekki nema sanngirniskrafa að hún fái að tjá hug sinn í þessu mikilvæga máli. Ríkisstjórnin ætti því að láta það verða sitt fyrsta verk að undirbúa ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og láta orða þær spurningar sem æskilegt er að þjóðin svari, áður en málið verður leitt til endanlegra lykta.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar