Sveddi tönn tekinn höndum í Brasilíu 5. júlí 2012 06:00 Sverrir er annar þeirra sem sjást í brasilískum fréttum af málinu. Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. Sverrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, var handtekinn á Galeão-alþjóðaflugvellinum í Rio de Janeiro í Brasilíu á mánudag grunaður um að hafa skipulagt smygl á 46 þúsund e-töflum til landsins frá Lissabon í Portúgal. Sverrir, sem var einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða um síðustu aldamót, hefur svo árum skiptir verið undir smásjá íslenskra lögregluyfirvalda grunaður um að hafa staðið á bak við mörg stór smyglmál Íslendinga hingað til lands og til Suður-Ameríku. Ekki hefur hins vegar tekist að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro. Hann þóttist vera 43 ára Breiðhyltingur en þegar nafnið var sent íslenskum yfirvöldum komust þau fljótlega að því að sá maður var alls ekki í haldi lögreglu þar ytra. Heimildarmenn Fréttablaðsins hafa hins vegar staðfest að Sverrir sé annar hinna handteknu sem sjáist á myndskeiðum með brasilískum fréttum af málinu. Fram kemur á fréttavefnum Correio do Brasil að Sverrir hafi verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilískum manni eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún hafi vísað þeim á mennina, sem hún hafi ætlað að afhenda fíkniefnin. Þar segir einnig að Sverrir hafi komið til landsins með sama flugi og konan, og að á hótelherbergi hans hafi fundist hass sem hann hafi komist óáreittur með fram hjá tollvörðum á flugvellinum. Efnin eru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar segir að þetta sé mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem fundist hefur á flugvellinum. Sverrir hefur verið búsettur í Brasilíu og á Spáni síðan um miðjan síðasta áratug og nafn hans hefur ítrekað komið upp við rannsóknir á fíkniefnasmygli til Íslands, einkum frá Suður-Ameríku og Spáni. Sakborningur í fíkniefnamáli benti síðast á Sverri fyrir dómi árið 2010 og sagði hann hafa skipulagt smygl á einu og hálfu kílói af kókaíni til landsins frá Spáni. Í málinu hlaut vinur hans, Davíð Garðarsson, fjögurra ára fangelsisdóm og var Sverris leitað um skeið á Spáni með hjálp þarlendra yfirvalda, án árangurs. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um málið ef ýtt er á þennan hlekk. - sh Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Sverrir Þór Gunnarsson, einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu, handtekinn í Rio de Janeiro vegna smygls á 46.000 e-töflum. Gaf upp falskt nafn. Sverrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, var handtekinn á Galeão-alþjóðaflugvellinum í Rio de Janeiro í Brasilíu á mánudag grunaður um að hafa skipulagt smygl á 46 þúsund e-töflum til landsins frá Lissabon í Portúgal. Sverrir, sem var einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða um síðustu aldamót, hefur svo árum skiptir verið undir smásjá íslenskra lögregluyfirvalda grunaður um að hafa staðið á bak við mörg stór smyglmál Íslendinga hingað til lands og til Suður-Ameríku. Ekki hefur hins vegar tekist að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro. Hann þóttist vera 43 ára Breiðhyltingur en þegar nafnið var sent íslenskum yfirvöldum komust þau fljótlega að því að sá maður var alls ekki í haldi lögreglu þar ytra. Heimildarmenn Fréttablaðsins hafa hins vegar staðfest að Sverrir sé annar hinna handteknu sem sjáist á myndskeiðum með brasilískum fréttum af málinu. Fram kemur á fréttavefnum Correio do Brasil að Sverrir hafi verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilískum manni eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún hafi vísað þeim á mennina, sem hún hafi ætlað að afhenda fíkniefnin. Þar segir einnig að Sverrir hafi komið til landsins með sama flugi og konan, og að á hótelherbergi hans hafi fundist hass sem hann hafi komist óáreittur með fram hjá tollvörðum á flugvellinum. Efnin eru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar segir að þetta sé mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem fundist hefur á flugvellinum. Sverrir hefur verið búsettur í Brasilíu og á Spáni síðan um miðjan síðasta áratug og nafn hans hefur ítrekað komið upp við rannsóknir á fíkniefnasmygli til Íslands, einkum frá Suður-Ameríku og Spáni. Sakborningur í fíkniefnamáli benti síðast á Sverri fyrir dómi árið 2010 og sagði hann hafa skipulagt smygl á einu og hálfu kílói af kókaíni til landsins frá Spáni. Í málinu hlaut vinur hans, Davíð Garðarsson, fjögurra ára fangelsisdóm og var Sverris leitað um skeið á Spáni með hjálp þarlendra yfirvalda, án árangurs. Hægt er að horfa á sjónvarpsfrétt um málið ef ýtt er á þennan hlekk. - sh
Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira