Verðmunur á gagnamagni um sæstrengi 12. júlí 2012 08:00 farice Farice rekur tvo sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Annar þeirra, Farice, kemur á land nyrst í Skotlandi en þessi mynd var tekin þegar strengurinn var dreginn á land árið 2004. Mikill munur er á því verði sem íslensk fjarskiptafyrirtæki og fyrirtæki í viðskiptum við gagnaver hér á landi greiða fyrir aðgang að sæstrengjum Farice. Sé tekið dæmi úr verðskrám Farice kemur í ljós að fjarskiptafyrirtækin greiða mánaðarlega 254.375 evrur, jafngildi ríflega 40 milljóna króna, fyrir tiltekinn aðgang að báðum sæstrengjum Farice sé miðað við þriggja ára samningstíma. Fyrir aðgang að öðrum strengja Farice greiða viðskiptavinir gagnavera hins vegar 11.400 evrur mánaðarlega, jafngildi tæpra tveggja milljóna króna, sé miðað við svipaða þjónustu og átján mánaða samningstíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talsverð óánægja með þennan verðmun innan íslensku fjarskiptafyrirtækjanna. Óttast þau að erlendir viðskiptavinir gagnaveranna muni fara inn á markaði þeirra og taka frá þeim viðskipti í krafti verðmunarins. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, leggur áherslu á að um tvo ólíka markaði sé að ræða. Þá sé þjónustan við þessa tvo hópa ólík auk þess sem viðskiptavinir gagnaveranna kaupi mun meira af gagnamagni sem réttlæti betri kjör. „Íslensku gagnaverin eru í samkeppni við sambærilega þjónustu í Evrópu og ef við rukkuðum umtalsvert hærra verð væru gagnaverin hér einfaldlega ekki samkeppnishæf," segir Ómar og heldur áfram: „Þetta eru tveir ólíkir og aðskildir markaðir og í verðlagningu greinum við á milli eins og lög heimila." Ómar bendir á að íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupi af Farice svokallaða varða þjónustu en það geri hinir ekki. Varða þjónustan sé umtalsvert dýrari en sú óvarða. „Þegar strengir slitna sundur á meginlandi Evrópu, eins og gerist reglulega, þá hefur það ekki áhrif á íslensku fjarskiptafyrirtækin þar sem þau fá aðgang að öðrum strengjum í staðinn. Þetta er þjónusta sem við kaupum af öðrum og kostar mikla peninga. Sú þjónustu sem við seljum þessum tveimur hópum er því ekki fyllilega sambærileg," segir Ómar. Farice sagði þann 29. júní síðastliðinn upp samningum sínum við Símann og Vodafone frá og með október. Viðræður standa yfir um nýja samninga en Farice hefur boðað verulegar verðhækkanir á þjónustu sinni. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupa aðgang að strengjunum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Internetþjónustu. Ráðgerð verðhækkun á þjónustu Farice mun því leiða til hækkunar á verði Internetþjónustu til heimila og fyrirtækja. Ómar segir enn mjög mikla ónotaða flutningsgetu á sæstrengjum fyrirtækisins sem valdi því að það þurfi að hækka verð. „Hugsunin er hins vegar sú að þegar nýtingin á strengjunum verður meiri í framtíðinni muni símafyrirtækin njóta þess og þannig lækki verðskráin til þeirra sem skili sér til neytenda," segir Ómar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,55 milljónum evra á síðasta ári eða jafngildi 1,34 milljarða króna á núgildandi gengi. Árið 2010 tapaði fyrirtækið tæpum 17 milljónum evra. [email protected] Fréttir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Mikill munur er á því verði sem íslensk fjarskiptafyrirtæki og fyrirtæki í viðskiptum við gagnaver hér á landi greiða fyrir aðgang að sæstrengjum Farice. Sé tekið dæmi úr verðskrám Farice kemur í ljós að fjarskiptafyrirtækin greiða mánaðarlega 254.375 evrur, jafngildi ríflega 40 milljóna króna, fyrir tiltekinn aðgang að báðum sæstrengjum Farice sé miðað við þriggja ára samningstíma. Fyrir aðgang að öðrum strengja Farice greiða viðskiptavinir gagnavera hins vegar 11.400 evrur mánaðarlega, jafngildi tæpra tveggja milljóna króna, sé miðað við svipaða þjónustu og átján mánaða samningstíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talsverð óánægja með þennan verðmun innan íslensku fjarskiptafyrirtækjanna. Óttast þau að erlendir viðskiptavinir gagnaveranna muni fara inn á markaði þeirra og taka frá þeim viðskipti í krafti verðmunarins. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, leggur áherslu á að um tvo ólíka markaði sé að ræða. Þá sé þjónustan við þessa tvo hópa ólík auk þess sem viðskiptavinir gagnaveranna kaupi mun meira af gagnamagni sem réttlæti betri kjör. „Íslensku gagnaverin eru í samkeppni við sambærilega þjónustu í Evrópu og ef við rukkuðum umtalsvert hærra verð væru gagnaverin hér einfaldlega ekki samkeppnishæf," segir Ómar og heldur áfram: „Þetta eru tveir ólíkir og aðskildir markaðir og í verðlagningu greinum við á milli eins og lög heimila." Ómar bendir á að íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupi af Farice svokallaða varða þjónustu en það geri hinir ekki. Varða þjónustan sé umtalsvert dýrari en sú óvarða. „Þegar strengir slitna sundur á meginlandi Evrópu, eins og gerist reglulega, þá hefur það ekki áhrif á íslensku fjarskiptafyrirtækin þar sem þau fá aðgang að öðrum strengjum í staðinn. Þetta er þjónusta sem við kaupum af öðrum og kostar mikla peninga. Sú þjónustu sem við seljum þessum tveimur hópum er því ekki fyllilega sambærileg," segir Ómar. Farice sagði þann 29. júní síðastliðinn upp samningum sínum við Símann og Vodafone frá og með október. Viðræður standa yfir um nýja samninga en Farice hefur boðað verulegar verðhækkanir á þjónustu sinni. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku fjarskiptafyrirtækin kaupa aðgang að strengjunum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Internetþjónustu. Ráðgerð verðhækkun á þjónustu Farice mun því leiða til hækkunar á verði Internetþjónustu til heimila og fyrirtækja. Ómar segir enn mjög mikla ónotaða flutningsgetu á sæstrengjum fyrirtækisins sem valdi því að það þurfi að hækka verð. „Hugsunin er hins vegar sú að þegar nýtingin á strengjunum verður meiri í framtíðinni muni símafyrirtækin njóta þess og þannig lækki verðskráin til þeirra sem skili sér til neytenda," segir Ómar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,55 milljónum evra á síðasta ári eða jafngildi 1,34 milljarða króna á núgildandi gengi. Árið 2010 tapaði fyrirtækið tæpum 17 milljónum evra. [email protected]
Fréttir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira