Hagvöxturinn er ekki aðalatriðið 15. ágúst 2012 11:00 Duch var staddur hér á landi í byrjun ágústmánaðar vegna samstarfs við ráðgjafafyrirtækið Gekon, sem unnið hefur að kortlagningu á jarðhitaklasanum hér á landi, og hvernig megi efla hann og styrkja. Hér sést hann ásamt Þorsteini Sigfússyni, prófessor við Háskóla Íslands, og Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar.FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SaFNI „Ég hef áhuga á Íslandi, vegna þess að ég tel að umheimurinn geti lært margt af því sem hér er gert," segir Spánverjinn Emiliano Duch, sem er einn virtasti fræðimaður heims á sviði samkeppnishæfni. Hann var staddur hér á landi í byrjun mánaðarins vegna samstarfs við ráðgjafafyrirtækið Gekon, sem unnið hefur að kortlagningu á jarðhitaklasanum hér á landi, og því hvernig megi efla hann og styrkja. Mikil og augljós tækifæriDuch er stofnandi og framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Competitiveness.com, sem sinnt hefur ráðgjafarstörfum fyrir fyrirtæki og hið opinbera frá árinu 1992. Duch hefur einnig unnið að verkefnum fyrir Alþjóðabankann í Washington. Duch vinnur að kortlagningu á því sem hér hefur verið gert á sviði jarðhitaklasans en hann segist fullviss um að starfsemi sem tengist endurnýjanlegum orkugjöfum muni vaxa hratt á næstu árum. „Þið [Íslendingar] eruð ekki að veðja á eitthvað sem er óáreiðanlegt eða óöruggt þegar þið eruð að veðja á það að styrkja þekkingu ykkar á sviði jarðhitanýtingar enn frekar með það að markmiði að auka hagsæld þjóðarinnar. Ísland er í sérflokki á alþjóðavettvangi þegar kemur að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, og hér er mikil og verðmæt þekking, og eftirspurn eftir henni á eftir að vaxa hratt á næstu árum. Það er líka umhugsunarefni fyrir Íslendinga að nú er kreppa um allan heim og aðrar þjóðir hafa ekki allar vopn í hendi til þess að komast út úr erfiðum aðstæðum. Ísland hefur tækifæri og við viljum kynna okkur vel hvernig staðið hefur verið að málum hér á þessu sviði, og ekki síst þá sýn, sem unnið er eftir á ýmsum sviðum atvinnulífsins, um hvert er stefnt og á hvaða forsendum." Ekkert til þess að skammast sín fyrirDuch segir að eitt af því sem sé áhyggjuefni fyrir þjóðir sem nú gangi í gegnum erfiðleika í efnahagslífinu sé vantraust á vel menntuðu og hæfu fólki. „Sumt fólk skammast sín fyrir að hafa unnið í fjármálageiranum á Wall Street, jafnvel þótt það hafi ekki verið spillt eða gert nokkuð rangt. Jafnvel framúrskarandi stærðfræðingar, sem unnu sem sérfræðingar á sviði fjármála, sitja nú uppi með verðlausa þekkingu að mati margra. Þetta er rangt og áhyggjuefni, því þekkingin er verðmæt og það skiptir máli að umhverfið sem hagkerfin eru í sé móttækilegt fyrir mikilli og sérstakri þekkingu." Duch segir að klasastefna (e. cluster policy), t.d. á sviði jarðhita hér á landi, sé langtímaverkefni í eðli sínu og afraksturinn af þeirri vinnu sem sé unnin nú verði ekki öllum sýnilegur fyrr en eftir tíu ár. En þá geti líka verið kominn jarðvegur fyrir mikla verðmætasköpun sem sé sjálfbær til framtíðar. „Ef við horfum til minnar þjóðar, Spánar, þá var vandamálið fyrir nokkrum árum, á „bóluárunum", ekki síst það að alltof mikið var horft til hagvaxtar. Stjórnmálamenn sögðu: Sjáið, hagvöxturinn er góður og allir hafa nóg að gera," segir Duch. Hann nefnir sérstaklega að ofhitnunin á tilteknum sviðum, t.d. á sviði uppbyggingar í veitingageiranum og fasteignageiranum, hafi verið keyrð áfram með láglaunastörfum þar sem fólk frá Suður-Ameríku kom og fékk vinnu. „Hagvöxtur sem byggist á svona hlutum er ekki bara ómarktækur sem mælistika á velgengni hagkerfa, heldur beinlínis hættulegur." Varanlegar stoðirDuch segir kreppuna víða um lönd, ekki síst í Evrópu, vera áminningu um hvað geti gerst ef stefna þjóðríkja er ekki nægilega vel hugsuð. „Það verður að skoða nákvæmlega, með réttum aðferðum, hvar tækifæri til sóknar liggja, og hvernig hægt er að skapa verðmæti þannig að það gerist ekki tímabundið, heldur varanlega. Það er það sem mestu skiptir, það er að stoðir hagkerfa séu traustar og séu sífellt að verða sterkari. Þetta er hægt, en getur verið erfitt, sérstaklega ef ávallt er horft á hagvöxt sem mælistiku á árangur. Ég tel að það sé rangt. Frekar á að horfa á hvernig hagkerfið er, hvernig það virkar og hvar megi gera betur. Nánast hver einasta þjóð í heiminum hefur sína „sprungnu" bólu í farteskinu. Á þessu þurfa þjóðirnar að læra, með því að horfa til langs tíma frekar en skamms tíma. En það krefst þolinmæði og mikillar vinnu, þar sem afraksturinn kemur ekki fram fyrr en eftir mörg ár." Olíuverð skiptir miklu máliMargt hefur verið sagt um tækifæri Íslands á sviði endurnýjanlegrar orku vegna okkar sérstöðu á því sviði. Nýtum við þau tækifæri sem við höfum rétt? Hvernig getum við nýtt þau betur til framtíðar litið? „Tæknin hér á landi hefur verið fyrir hendi árum saman og það sama gildir um þekkinguna, og orkuna vitaskuld. Það sem miklu skiptir er verðþróun á olíumörkuðum, þ.e. því dýrari sem olían er á mörkuðum því hraðari verða skiptin yfir í endurnýjanlega orkugjafa á alþjóðamörkuðum. Danmörk til dæmis er með hátt hlutfall endurnýjanlegrar orku af heildarnotkun, en það ræðst af pólitískri stefnumörkun frekar en viðskiptalegum ástæðum. Með tímanum mun skattalegt umhverfi ýta undir frekari notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum, og það er þegar farið að gera það að einhverju leyti. Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig betur á því hverjir styrkleikar landsins eru vegna þessarar miklu og sérstöku reynslu sem þið hafið af endurnýjanlegri orku. Þeir geta komið á óvart, þegar búið er að kortleggja þá vel, og þá koma líka veikleikarnir í ljós, sem hægt er að vinna í að bæta. En Íslendingar búa yfir mikilli þekkingu á þessu sviði sem á eftir að verða verðmætari í framtíðinni og tækifæri til þess að selja hana eiga eftir að verða fleiri." Duch segist hafa átt ánægjuleg samtöl við ýmsa í íslensku atvinnulífi um stöðu mála hér á landi nú. Hann segir marga kvarta yfir því að það vanti framtíðarsýn. „Vandamálið með fortíðina er að hún er liðin og það er ekki hægt að breyta henni, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Þess vegna skiptir miklu máli, sérstaklega fyrir komandi kynslóðir, að horfa fram á við og skipuleggja vinnu sem miðar að því að nýta tækifærin vel, með þeim hætti. Það hefur ekkert upp á sig að reyna að breyta atburðarás sem þegar er liðin, en það skiptir hins vegar máli að draga lærdóm af henni." Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Ég hef áhuga á Íslandi, vegna þess að ég tel að umheimurinn geti lært margt af því sem hér er gert," segir Spánverjinn Emiliano Duch, sem er einn virtasti fræðimaður heims á sviði samkeppnishæfni. Hann var staddur hér á landi í byrjun mánaðarins vegna samstarfs við ráðgjafafyrirtækið Gekon, sem unnið hefur að kortlagningu á jarðhitaklasanum hér á landi, og því hvernig megi efla hann og styrkja. Mikil og augljós tækifæriDuch er stofnandi og framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Competitiveness.com, sem sinnt hefur ráðgjafarstörfum fyrir fyrirtæki og hið opinbera frá árinu 1992. Duch hefur einnig unnið að verkefnum fyrir Alþjóðabankann í Washington. Duch vinnur að kortlagningu á því sem hér hefur verið gert á sviði jarðhitaklasans en hann segist fullviss um að starfsemi sem tengist endurnýjanlegum orkugjöfum muni vaxa hratt á næstu árum. „Þið [Íslendingar] eruð ekki að veðja á eitthvað sem er óáreiðanlegt eða óöruggt þegar þið eruð að veðja á það að styrkja þekkingu ykkar á sviði jarðhitanýtingar enn frekar með það að markmiði að auka hagsæld þjóðarinnar. Ísland er í sérflokki á alþjóðavettvangi þegar kemur að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, og hér er mikil og verðmæt þekking, og eftirspurn eftir henni á eftir að vaxa hratt á næstu árum. Það er líka umhugsunarefni fyrir Íslendinga að nú er kreppa um allan heim og aðrar þjóðir hafa ekki allar vopn í hendi til þess að komast út úr erfiðum aðstæðum. Ísland hefur tækifæri og við viljum kynna okkur vel hvernig staðið hefur verið að málum hér á þessu sviði, og ekki síst þá sýn, sem unnið er eftir á ýmsum sviðum atvinnulífsins, um hvert er stefnt og á hvaða forsendum." Ekkert til þess að skammast sín fyrirDuch segir að eitt af því sem sé áhyggjuefni fyrir þjóðir sem nú gangi í gegnum erfiðleika í efnahagslífinu sé vantraust á vel menntuðu og hæfu fólki. „Sumt fólk skammast sín fyrir að hafa unnið í fjármálageiranum á Wall Street, jafnvel þótt það hafi ekki verið spillt eða gert nokkuð rangt. Jafnvel framúrskarandi stærðfræðingar, sem unnu sem sérfræðingar á sviði fjármála, sitja nú uppi með verðlausa þekkingu að mati margra. Þetta er rangt og áhyggjuefni, því þekkingin er verðmæt og það skiptir máli að umhverfið sem hagkerfin eru í sé móttækilegt fyrir mikilli og sérstakri þekkingu." Duch segir að klasastefna (e. cluster policy), t.d. á sviði jarðhita hér á landi, sé langtímaverkefni í eðli sínu og afraksturinn af þeirri vinnu sem sé unnin nú verði ekki öllum sýnilegur fyrr en eftir tíu ár. En þá geti líka verið kominn jarðvegur fyrir mikla verðmætasköpun sem sé sjálfbær til framtíðar. „Ef við horfum til minnar þjóðar, Spánar, þá var vandamálið fyrir nokkrum árum, á „bóluárunum", ekki síst það að alltof mikið var horft til hagvaxtar. Stjórnmálamenn sögðu: Sjáið, hagvöxturinn er góður og allir hafa nóg að gera," segir Duch. Hann nefnir sérstaklega að ofhitnunin á tilteknum sviðum, t.d. á sviði uppbyggingar í veitingageiranum og fasteignageiranum, hafi verið keyrð áfram með láglaunastörfum þar sem fólk frá Suður-Ameríku kom og fékk vinnu. „Hagvöxtur sem byggist á svona hlutum er ekki bara ómarktækur sem mælistika á velgengni hagkerfa, heldur beinlínis hættulegur." Varanlegar stoðirDuch segir kreppuna víða um lönd, ekki síst í Evrópu, vera áminningu um hvað geti gerst ef stefna þjóðríkja er ekki nægilega vel hugsuð. „Það verður að skoða nákvæmlega, með réttum aðferðum, hvar tækifæri til sóknar liggja, og hvernig hægt er að skapa verðmæti þannig að það gerist ekki tímabundið, heldur varanlega. Það er það sem mestu skiptir, það er að stoðir hagkerfa séu traustar og séu sífellt að verða sterkari. Þetta er hægt, en getur verið erfitt, sérstaklega ef ávallt er horft á hagvöxt sem mælistiku á árangur. Ég tel að það sé rangt. Frekar á að horfa á hvernig hagkerfið er, hvernig það virkar og hvar megi gera betur. Nánast hver einasta þjóð í heiminum hefur sína „sprungnu" bólu í farteskinu. Á þessu þurfa þjóðirnar að læra, með því að horfa til langs tíma frekar en skamms tíma. En það krefst þolinmæði og mikillar vinnu, þar sem afraksturinn kemur ekki fram fyrr en eftir mörg ár." Olíuverð skiptir miklu máliMargt hefur verið sagt um tækifæri Íslands á sviði endurnýjanlegrar orku vegna okkar sérstöðu á því sviði. Nýtum við þau tækifæri sem við höfum rétt? Hvernig getum við nýtt þau betur til framtíðar litið? „Tæknin hér á landi hefur verið fyrir hendi árum saman og það sama gildir um þekkinguna, og orkuna vitaskuld. Það sem miklu skiptir er verðþróun á olíumörkuðum, þ.e. því dýrari sem olían er á mörkuðum því hraðari verða skiptin yfir í endurnýjanlega orkugjafa á alþjóðamörkuðum. Danmörk til dæmis er með hátt hlutfall endurnýjanlegrar orku af heildarnotkun, en það ræðst af pólitískri stefnumörkun frekar en viðskiptalegum ástæðum. Með tímanum mun skattalegt umhverfi ýta undir frekari notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum, og það er þegar farið að gera það að einhverju leyti. Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig betur á því hverjir styrkleikar landsins eru vegna þessarar miklu og sérstöku reynslu sem þið hafið af endurnýjanlegri orku. Þeir geta komið á óvart, þegar búið er að kortleggja þá vel, og þá koma líka veikleikarnir í ljós, sem hægt er að vinna í að bæta. En Íslendingar búa yfir mikilli þekkingu á þessu sviði sem á eftir að verða verðmætari í framtíðinni og tækifæri til þess að selja hana eiga eftir að verða fleiri." Duch segist hafa átt ánægjuleg samtöl við ýmsa í íslensku atvinnulífi um stöðu mála hér á landi nú. Hann segir marga kvarta yfir því að það vanti framtíðarsýn. „Vandamálið með fortíðina er að hún er liðin og það er ekki hægt að breyta henni, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Þess vegna skiptir miklu máli, sérstaklega fyrir komandi kynslóðir, að horfa fram á við og skipuleggja vinnu sem miðar að því að nýta tækifærin vel, með þeim hætti. Það hefur ekkert upp á sig að reyna að breyta atburðarás sem þegar er liðin, en það skiptir hins vegar máli að draga lærdóm af henni."
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira