Norskur sjónvarpskokkur grillaði lamb í eldfjallsofni 23. ágúst 2012 15:00 Andreas Viestad (til hægri) fékk höfðinglegar móttökur hjá Gunnari Karli Gíslasyni á Dilli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Norski sjónvarpskokkurinn Andreas Viestad hefur verið hér á landi í viku við upptökur á þætti sínum. Hann grillaði lamb á Fimmvörðuhálsi og sauð lax í heitum hver á Flúðum. „Þetta hefur verið ótrúlega spennandi,“ segir hinn heimsþekkti norski sjónvarpskokkur Andreas Viestad. Hann er hér á landi við upptökur á tíundu þáttaröð af þætti sínum New Scandinavian Cooking. Að minnsta kosti 120 milljónir manna fylgjast með þættinum reglulega í um eitt hundrað löndum. Tveir þættir verða unnir úr Íslandsheimsókninni, annar með efni frá landsbyggðinni en hinn frá höfuðborgarsvæðinu, þar sem íslenskt hráefni verður í hávegum haft. „Það er sérlega gaman að geta unnið með jafn frábært hráefni og grænmeti og er hér á landi,“ segir Viestad. Hann fer af landi brott í kvöld eftir að hafa ferðast vítt og breitt um landið. Hann eldaði í Sushismiðjunni fyrir helgi, eldaði bleikju við bakka Laxár, grillaði lamb á Fimmvörðuhálsi og sauð lax, gulrætur og epli í heitum hverum á Flúðum. „Það kom mér á óvart að á toppi eldfjallsins var ekki fullt af íslenskum fjölskyldum að elda sunnudagssteikina sína. Mér finnst þið ekki nota eldfjöllin ykkar nógu mikið því það er frábært að elda þar,“ segir Viestad í léttum dúr en hann notaði sér 500 gráðu heitan „ofn“ í eldfjallinu. Á þriðjudag eldaði hann svo reyktan urriða með Gunnari Karli Gíslasyni, fyrirliða kokkalandsliðsins, á veitingastaðnum Dill.„Mér finnst hann frábær kokkur. Honum tekst að búa til yndislega rétti á glæsilegan hátt án þess að líta of stórt á sig eða vera of tæknilegur,“ segir Viestad um Gunnar Karl. Í gær lauk upptökum í Hvalfirði þar sem hann taðreykti lamb. Sjónvarpskokkurinn segir mikilvægt að þjóðir noti eigið hráefni í auknum mæli. „Ég held að framtíð eldamennsku þjóða sé að kunna að meta gamlar hefðir og að geta gert eitthvað nýtt með þær. Mér finnst við á Norðurlöndunum hafa haft tilhneigingu til að líta niður á okkar eigin mat og halda að besti maturinn sé franskur eða ítalskur. Núna finnst mér vitundarvakning hafa orðið þar sem fólk kann betur að meta eigin matarmenningu.“ Stefnt er að því að íslenskt tökulið og íslenskir matreiðslumenn búi í framhaldinu til þætti undir merkjum New Scandinavian Cooking, rétt eins og gert er á hinum Norðurlöndunum. Vonast er til að sex þættir verði framleiddir hér á hverju ári með tilheyrandi landkynningu. [email protected] Matur Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið
Norski sjónvarpskokkurinn Andreas Viestad hefur verið hér á landi í viku við upptökur á þætti sínum. Hann grillaði lamb á Fimmvörðuhálsi og sauð lax í heitum hver á Flúðum. „Þetta hefur verið ótrúlega spennandi,“ segir hinn heimsþekkti norski sjónvarpskokkur Andreas Viestad. Hann er hér á landi við upptökur á tíundu þáttaröð af þætti sínum New Scandinavian Cooking. Að minnsta kosti 120 milljónir manna fylgjast með þættinum reglulega í um eitt hundrað löndum. Tveir þættir verða unnir úr Íslandsheimsókninni, annar með efni frá landsbyggðinni en hinn frá höfuðborgarsvæðinu, þar sem íslenskt hráefni verður í hávegum haft. „Það er sérlega gaman að geta unnið með jafn frábært hráefni og grænmeti og er hér á landi,“ segir Viestad. Hann fer af landi brott í kvöld eftir að hafa ferðast vítt og breitt um landið. Hann eldaði í Sushismiðjunni fyrir helgi, eldaði bleikju við bakka Laxár, grillaði lamb á Fimmvörðuhálsi og sauð lax, gulrætur og epli í heitum hverum á Flúðum. „Það kom mér á óvart að á toppi eldfjallsins var ekki fullt af íslenskum fjölskyldum að elda sunnudagssteikina sína. Mér finnst þið ekki nota eldfjöllin ykkar nógu mikið því það er frábært að elda þar,“ segir Viestad í léttum dúr en hann notaði sér 500 gráðu heitan „ofn“ í eldfjallinu. Á þriðjudag eldaði hann svo reyktan urriða með Gunnari Karli Gíslasyni, fyrirliða kokkalandsliðsins, á veitingastaðnum Dill.„Mér finnst hann frábær kokkur. Honum tekst að búa til yndislega rétti á glæsilegan hátt án þess að líta of stórt á sig eða vera of tæknilegur,“ segir Viestad um Gunnar Karl. Í gær lauk upptökum í Hvalfirði þar sem hann taðreykti lamb. Sjónvarpskokkurinn segir mikilvægt að þjóðir noti eigið hráefni í auknum mæli. „Ég held að framtíð eldamennsku þjóða sé að kunna að meta gamlar hefðir og að geta gert eitthvað nýtt með þær. Mér finnst við á Norðurlöndunum hafa haft tilhneigingu til að líta niður á okkar eigin mat og halda að besti maturinn sé franskur eða ítalskur. Núna finnst mér vitundarvakning hafa orðið þar sem fólk kann betur að meta eigin matarmenningu.“ Stefnt er að því að íslenskt tökulið og íslenskir matreiðslumenn búi í framhaldinu til þætti undir merkjum New Scandinavian Cooking, rétt eins og gert er á hinum Norðurlöndunum. Vonast er til að sex þættir verði framleiddir hér á hverju ári með tilheyrandi landkynningu. [email protected]
Matur Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið