Talibanarnir myrtu sautján veislugesti 28. ágúst 2012 04:00 Uppgangur Uppreisnarmanna Talibanar og aðrir uppreisnarmenn í Afganistan hafa gerst stórtækari að undanförnu eftir því sem fækkar í herliði Bandaríkjanna og NATO í landinu. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í fyrrinótt og tveir Bandaríkjamenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í gær. NordicPhotos/AFP Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir. Árásin átti sér stað í svokölluðum Musa Qala-hluta Helmand-héraðs þar sem talibanar hafa ráðið ríkjum. Talibanar hafa enn ekki lýst yfir ábyrgð á morðunum, en talsmaður héraðsstjórnarinnar fullyrti að þeir hefðu verið þar að verki. Óvíst er með tilgang árásarinnar, en líkum er leitt að því að illvirkjunum hafi ofboðið tónlistin sem leikin var í teitinu og dans veislugesta. Á yfirráðasvæðum talibana eru strangar reglur um skemmtanir og tónlist var bönnuð. Þessi árás er ein af fjölmörgum sem hafa átt sér stað undanfarna daga og vikur eftir því sem Bandaríkjamenn fækka í herliði sínu í Afganistan. Áætlað er að síðustu herdeildirnar haldi heim á leið fyrir árslok 2014. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í árás allt að tvö hundruð talibana á herstöð aðfaranótt mánudags og tveir bandarískir hermenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í Laghman-héraði í gær. Árásum afganskra hermanna á liðsmenn NATO hefur fjölgað mikið í ár. Alls hafa 42 útlendir hermenn fallið fyrir hendi hermanna í 32 árásum það sem af er ári, þar af tólf í þessum mánuði einum saman. Í fyrra létust 35 með þessum hætti og tuttugu árið 2010. Þrátt fyrir það stendur ekki til að minnka samvinnuna milli NATO-liðsins og afganska hersins. „Við ætlum ekki að draga úr hinu nána sambandi sem við eigum við okkar afgönsku samherja," sagði Günter Katz, hershöfðingi og aðaltalsmaður NATO, í Afganistan í gær. Stefnt er að því að bandarískum hermönnum í Helmand fækki niður í 68.000 í október, en þeir voru 103.000 þegar mest var í fyrra. Þessi samdráttur og boðað brotthvarf hefur valdið áhyggjum af því að talibönum muni vaxa ásmegin á ný og þeir muni hrifsa til sín völd. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir. Árásin átti sér stað í svokölluðum Musa Qala-hluta Helmand-héraðs þar sem talibanar hafa ráðið ríkjum. Talibanar hafa enn ekki lýst yfir ábyrgð á morðunum, en talsmaður héraðsstjórnarinnar fullyrti að þeir hefðu verið þar að verki. Óvíst er með tilgang árásarinnar, en líkum er leitt að því að illvirkjunum hafi ofboðið tónlistin sem leikin var í teitinu og dans veislugesta. Á yfirráðasvæðum talibana eru strangar reglur um skemmtanir og tónlist var bönnuð. Þessi árás er ein af fjölmörgum sem hafa átt sér stað undanfarna daga og vikur eftir því sem Bandaríkjamenn fækka í herliði sínu í Afganistan. Áætlað er að síðustu herdeildirnar haldi heim á leið fyrir árslok 2014. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í árás allt að tvö hundruð talibana á herstöð aðfaranótt mánudags og tveir bandarískir hermenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í Laghman-héraði í gær. Árásum afganskra hermanna á liðsmenn NATO hefur fjölgað mikið í ár. Alls hafa 42 útlendir hermenn fallið fyrir hendi hermanna í 32 árásum það sem af er ári, þar af tólf í þessum mánuði einum saman. Í fyrra létust 35 með þessum hætti og tuttugu árið 2010. Þrátt fyrir það stendur ekki til að minnka samvinnuna milli NATO-liðsins og afganska hersins. „Við ætlum ekki að draga úr hinu nána sambandi sem við eigum við okkar afgönsku samherja," sagði Günter Katz, hershöfðingi og aðaltalsmaður NATO, í Afganistan í gær. Stefnt er að því að bandarískum hermönnum í Helmand fækki niður í 68.000 í október, en þeir voru 103.000 þegar mest var í fyrra. Þessi samdráttur og boðað brotthvarf hefur valdið áhyggjum af því að talibönum muni vaxa ásmegin á ný og þeir muni hrifsa til sín völd. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira