Það er ekki hlaupið að því að fá örorkumat Hilmar Guðmundsson skrifar 4. september 2012 06:00 Að vera öryrki er hugtak sem erfitt er að útskýra. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma sem viðkomandi hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Það að verða öryrki er langt og flókið ferli. Ef viðkomandi er á vinnumarkaði við slys fær hann laun í veikindaleyfi samkvæmt samningi þess verkalýðsfélags sem hann er í. Veikindalaun greiðast eftir áunnum réttindum, en því næst fær hann greitt frá sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Mismunandi er hvað þær greiðslur berast lengi, en yfirleitt ekki meira en ár. Því næst fer fram mat á því hvort viðkomandi geti farið í endurhæfingu sem er líkleg til að skila árangri. Ef svo er þá er sótt um endurhæfingarlífeyri, annars er sótt um örorkulífeyri. Viðkomandi getur einnig farið í örorkumat hjá lífeyrissjóði sínum. Örorkumat byggist einvörðungu á læknisfræðilegu mati. Í rannsókn á fátækt og félagslegri aðstoð kemur fram að örorkumat „…er þó ekki endanlegt eða gert í eitt skipti fyrir öll og margir þátttakendur lýstu síendurteknu mati og endurmati á ástandi sínu og örorku". (1) Rýr afraksturUpphæð örorkulífeyris almannatrygginga nú fyrir mann sem fær fyrsta örorku- eða endurhæfingarlífeyrismat fjörutíu ára og býr einn er 203.005 krónur fyrir skatt ef hann er ekki með neinar aðrar tekjur. Aðrar tekjur skerða þessa upphæð. Tekjuskattur af þessu er 75.802 kr. og persónuafsláttur (100%) er 46.532 kr. Til útborgunar er þá 173.735 kr. Ef viðkomandi býr með öðrum fullorðnum er upphæðin 156.153 kr. á mánuði eftir skatt. Þetta er nú allur afraksturinn af því að vera öryrki, fyrir utan það að þurfa að burðast með veikindi eða fötlun það sem eftir er af lífinu. Ýmis viðbótarútgjöld eru þessu fylgjandi t.d. lyfjakostnaður sem oft á tíðum getur verið mjög mikill og hjálpartæki svo sem sérsmíðaðir skór, spelkur, bakbelti og sérhönnuð rúm auk fjölda annarra útgjalda sem geta fylgt sjúkdómum eða fötlun. Flestir þeir öryrkjar ef ekki allir sem ég þekki, þekki ég þó nokkra, vilja glaðir vinna, en margir eru það illa staddir líkamlega eða andlega að þeir hafa enga starfsorku. Til að fleiri öryrkjar geti verið á vinnumarkaði þarf atvinnulífið að koma til móts við fólk með skerðingar og/eða skerta starfsorku, bjóða upp á hlutastörf, sveigjanlegan vinnutíma og bætt aðgengi á vinnustöðum. Ríkið þarf að taka að sér að greiða að fullu fyrir hjálpartæki á vinnustöðum, túlkun og aðra sérhæfða þjónustu. (1)Heimild: Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. Höfundar: Rannveig Traustadóttir, Kristín Björnsdóttir, James Rice, Knútur Birgisson og Eiríkur Karl Ólafsson Smith Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Að vera öryrki er hugtak sem erfitt er að útskýra. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma sem viðkomandi hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Það að verða öryrki er langt og flókið ferli. Ef viðkomandi er á vinnumarkaði við slys fær hann laun í veikindaleyfi samkvæmt samningi þess verkalýðsfélags sem hann er í. Veikindalaun greiðast eftir áunnum réttindum, en því næst fær hann greitt frá sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Mismunandi er hvað þær greiðslur berast lengi, en yfirleitt ekki meira en ár. Því næst fer fram mat á því hvort viðkomandi geti farið í endurhæfingu sem er líkleg til að skila árangri. Ef svo er þá er sótt um endurhæfingarlífeyri, annars er sótt um örorkulífeyri. Viðkomandi getur einnig farið í örorkumat hjá lífeyrissjóði sínum. Örorkumat byggist einvörðungu á læknisfræðilegu mati. Í rannsókn á fátækt og félagslegri aðstoð kemur fram að örorkumat „…er þó ekki endanlegt eða gert í eitt skipti fyrir öll og margir þátttakendur lýstu síendurteknu mati og endurmati á ástandi sínu og örorku". (1) Rýr afraksturUpphæð örorkulífeyris almannatrygginga nú fyrir mann sem fær fyrsta örorku- eða endurhæfingarlífeyrismat fjörutíu ára og býr einn er 203.005 krónur fyrir skatt ef hann er ekki með neinar aðrar tekjur. Aðrar tekjur skerða þessa upphæð. Tekjuskattur af þessu er 75.802 kr. og persónuafsláttur (100%) er 46.532 kr. Til útborgunar er þá 173.735 kr. Ef viðkomandi býr með öðrum fullorðnum er upphæðin 156.153 kr. á mánuði eftir skatt. Þetta er nú allur afraksturinn af því að vera öryrki, fyrir utan það að þurfa að burðast með veikindi eða fötlun það sem eftir er af lífinu. Ýmis viðbótarútgjöld eru þessu fylgjandi t.d. lyfjakostnaður sem oft á tíðum getur verið mjög mikill og hjálpartæki svo sem sérsmíðaðir skór, spelkur, bakbelti og sérhönnuð rúm auk fjölda annarra útgjalda sem geta fylgt sjúkdómum eða fötlun. Flestir þeir öryrkjar ef ekki allir sem ég þekki, þekki ég þó nokkra, vilja glaðir vinna, en margir eru það illa staddir líkamlega eða andlega að þeir hafa enga starfsorku. Til að fleiri öryrkjar geti verið á vinnumarkaði þarf atvinnulífið að koma til móts við fólk með skerðingar og/eða skerta starfsorku, bjóða upp á hlutastörf, sveigjanlegan vinnutíma og bætt aðgengi á vinnustöðum. Ríkið þarf að taka að sér að greiða að fullu fyrir hjálpartæki á vinnustöðum, túlkun og aðra sérhæfða þjónustu. (1)Heimild: Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. Höfundar: Rannveig Traustadóttir, Kristín Björnsdóttir, James Rice, Knútur Birgisson og Eiríkur Karl Ólafsson Smith
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar