Vilja konur láta nauðga sér? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Töluverð umræða hefur sprottið í kjölfar útgáfu bókar þar sem konur lýsa kynferðislegum fantasíum sínum. Án þess að hafa séð umrædda bók hef ég hnotið um umfjöllun þar sem spurt er hvort skrif af þessu tagi séu til þess fallin að endurvekja mýtuna um að innst inni þrái konur að láta nauðga sér. Þýðir nei kannski ekki nei? Mér finnst brýnt að árétta að himinn og haf eru á milli fantasíu um að vera þvingaður til kynlífsathafna og raunverulegrar nauðgunar. Í fantasíunni er hugmyndin sköpuð af konunni og henni er stjórnað af konunni. Konan ákveður að hún vilji láta yfirbuga sig. Hún velur hinn aðilann, hún ræður hvar atburðurinn á að gerast, hún ákveður hvað gert verði við hana og hún stjórnar hvenær því lýkur. Í raunverulegri nauðgun er öllum formerkjum umturnað. Konan vill ekki láta nauðga sér, Hún hefur enga stjórn, hvorki á aðstæðum né atburðarás. Þolendur nauðgana finna hvorki fyrir spennu eða nautn heldur sársauka, hræðslu, vanmætti og niðurlægingu og margir óttast um líf sitt. Hvað er málið með nauðgunar-fantasíur kvenna? Það sama á við um þær og aðrar fantasíur, þeim þarf að taka með fyrirvara. Um er að ræða hugarsmíð sem getur endurspeglað aðrar þrár konunnar, til dæmis að einhverjum finnist hún ómótstæðileg. Þær geta líka birt löngun hennar til að einhver sterkari en hún veiti henni óvæntan unað. Hins vegar snúast nauðgunarfantasíur, eins og aðrar kynlífsfantasíur, ekki eingöngu um skiljanlegar þrár og langanir. Kynlífsfantasíur fjalla oft um hið forboðna og eru öðrum þræði knúnar af kenndum sem vekja blygðun. Þess vegna bera fæstir þær á torg. Margar konur hryllir við fantasíum um nauðgun en á aðrar virka þær örvandi. Það þýðir ekki að viðkomandi konur langi í ofbeldi, þær séu undirgefnar karlmönnum eða alltaf til í tuskið. Það þýðir einfaldlega að heimur fantasíunnar lýtur allt öðrum lögmálum en veruleikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Töluverð umræða hefur sprottið í kjölfar útgáfu bókar þar sem konur lýsa kynferðislegum fantasíum sínum. Án þess að hafa séð umrædda bók hef ég hnotið um umfjöllun þar sem spurt er hvort skrif af þessu tagi séu til þess fallin að endurvekja mýtuna um að innst inni þrái konur að láta nauðga sér. Þýðir nei kannski ekki nei? Mér finnst brýnt að árétta að himinn og haf eru á milli fantasíu um að vera þvingaður til kynlífsathafna og raunverulegrar nauðgunar. Í fantasíunni er hugmyndin sköpuð af konunni og henni er stjórnað af konunni. Konan ákveður að hún vilji láta yfirbuga sig. Hún velur hinn aðilann, hún ræður hvar atburðurinn á að gerast, hún ákveður hvað gert verði við hana og hún stjórnar hvenær því lýkur. Í raunverulegri nauðgun er öllum formerkjum umturnað. Konan vill ekki láta nauðga sér, Hún hefur enga stjórn, hvorki á aðstæðum né atburðarás. Þolendur nauðgana finna hvorki fyrir spennu eða nautn heldur sársauka, hræðslu, vanmætti og niðurlægingu og margir óttast um líf sitt. Hvað er málið með nauðgunar-fantasíur kvenna? Það sama á við um þær og aðrar fantasíur, þeim þarf að taka með fyrirvara. Um er að ræða hugarsmíð sem getur endurspeglað aðrar þrár konunnar, til dæmis að einhverjum finnist hún ómótstæðileg. Þær geta líka birt löngun hennar til að einhver sterkari en hún veiti henni óvæntan unað. Hins vegar snúast nauðgunarfantasíur, eins og aðrar kynlífsfantasíur, ekki eingöngu um skiljanlegar þrár og langanir. Kynlífsfantasíur fjalla oft um hið forboðna og eru öðrum þræði knúnar af kenndum sem vekja blygðun. Þess vegna bera fæstir þær á torg. Margar konur hryllir við fantasíum um nauðgun en á aðrar virka þær örvandi. Það þýðir ekki að viðkomandi konur langi í ofbeldi, þær séu undirgefnar karlmönnum eða alltaf til í tuskið. Það þýðir einfaldlega að heimur fantasíunnar lýtur allt öðrum lögmálum en veruleikinn.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar