Þyngri og seinteknari Sudden 8. september 2012 00:01 Strákarnir í SWC fylgja frumsmíðinni eftir með þyngri og dimmari plötu Hljómsveitin Sudden Weath-er Change vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Stop! Handgrenade In The Name of Crib Death? understand? sem kom út árið 2009 og var meðal annars útnefnd bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið á eftir. Nú, þremur árum eftir frumburðinn, er önnur plata hljómsveitarinnar í fullri lengd, Sculpture, komin út. Eins og á fyrri plötunni er tónlistin á Sculpture gítarrokk með auðheyranlegum bandarískum áhrifum. Þetta er samt ólík plata. Lagasmíðarnar á Sculpture eru þyngri og hljómurinn er dimmari. Sándið á plötunni er sérstaklega flott, en Ben Frost og Þorbjörn G. Kolbrúnarson sáu um upptökustjórnina. Sculpture er töluvert seinteknari heldur en Stop! Handgrenade?? en hún er síst verri. Þessi níu lög eru mislengi að koma til manns, fyrsta lagið Weak Design virkar til dæmis strax frá fyrstu hlustun á meðan önnur lög þurfa nokkur rennsli til að maður nái þeim að fullu. Á heildina litið er Sculpture flott rokkplata borin uppi af góðum lagasmíðum og frábæru sándi. Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Hljómsveitin Sudden Weath-er Change vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Stop! Handgrenade In The Name of Crib Death? understand? sem kom út árið 2009 og var meðal annars útnefnd bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið á eftir. Nú, þremur árum eftir frumburðinn, er önnur plata hljómsveitarinnar í fullri lengd, Sculpture, komin út. Eins og á fyrri plötunni er tónlistin á Sculpture gítarrokk með auðheyranlegum bandarískum áhrifum. Þetta er samt ólík plata. Lagasmíðarnar á Sculpture eru þyngri og hljómurinn er dimmari. Sándið á plötunni er sérstaklega flott, en Ben Frost og Þorbjörn G. Kolbrúnarson sáu um upptökustjórnina. Sculpture er töluvert seinteknari heldur en Stop! Handgrenade?? en hún er síst verri. Þessi níu lög eru mislengi að koma til manns, fyrsta lagið Weak Design virkar til dæmis strax frá fyrstu hlustun á meðan önnur lög þurfa nokkur rennsli til að maður nái þeim að fullu. Á heildina litið er Sculpture flott rokkplata borin uppi af góðum lagasmíðum og frábæru sándi.
Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira