Frumraun á dreglinum 12. september 2012 00:01 Indía Salvör Menuez skemmti sér vel á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég geng rauða dregilinn og það var skemmtileg upplifun en líka svolítið yfirþyrmandi, segir hin hálf íslenska leikkona Indía Salvör Menuez sem er nýkomin af kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Indía leikur eitt aðalhlutverkanna í frönsku myndinni Aprés Mai, eða Something in the Air, í leikstjórn Olivier Assayas. Myndin var ein þeirra sem keppti um aðalverðlaun hátíðarinnar sem fór fram dagana 29.ágúst-8.september. Myndin fékk prýðisgóðar viðtökur og hreppti meðal annars verðlaun fyrir besta handritið á hátíðinni. Indía var í skýjunum með ferðina til Feneyja og hátíðina í heild sinni. Hún var nýkomin aftur til New York, þar sem hún er búsett, þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Feneyjar eru virkilega töfrandi staður. Það er eitthvað við það að ferðast um í bátum svo ekki sé minnst á hvað maturinn er góður, segir Indía sem náði að kanna borgina á milli þess sem hún var að vinna. Ég var mest í því að fara í viðtöl og myndatökur til að kynna kvikmyndina en fékk líka samt smá útsýnistúr um Feneyjar. Indía klæddist eigin hönnun á rauða dreglinum en kjólinn saumaði hún úr silkisjali sem faðir hennar, Ross Menuez, hannaði fyrir hönnunarmerki sitt Salvor Projects. Indía hefur ekki langt að sækja hönnunarhæfileika því móðir hennar er skartgripahönnuðurinn Jóhanna Metúsalemsdóttir sem hannar undir merkinu Kría. Efnið er silkiklútur sem átti að henda en ég ákvað að útbúa kjól úr. Nú er kjólinn því sýnishorn fyrir nýja línu sem okkur pabba langar að láta framleiða í nánustu framtíð. Aprés Mai fjallar um stúdentamótmælin í París árið 1968 og er hlutverkið frumraun Indíu á hvíta tjaldinu. Hún er búsett í New York og ætlar sér að láta reyna á leiklistina í framtíðinni. Ég var að ljúka við að leika í tveimur myndum í Kaliforníu, Mall og Claires Cambodia, og báðar eru í umsóknaferli fyrir Sundance-kvikmyndahátíðina. Svo þarf ég bara að fara að koma mér í leikprufur á milli þess sem ég tek að mér verkefni úr ýmsum áttum til að eiga fyrir leigu og mat. [email protected] Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem ég geng rauða dregilinn og það var skemmtileg upplifun en líka svolítið yfirþyrmandi, segir hin hálf íslenska leikkona Indía Salvör Menuez sem er nýkomin af kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Indía leikur eitt aðalhlutverkanna í frönsku myndinni Aprés Mai, eða Something in the Air, í leikstjórn Olivier Assayas. Myndin var ein þeirra sem keppti um aðalverðlaun hátíðarinnar sem fór fram dagana 29.ágúst-8.september. Myndin fékk prýðisgóðar viðtökur og hreppti meðal annars verðlaun fyrir besta handritið á hátíðinni. Indía var í skýjunum með ferðina til Feneyja og hátíðina í heild sinni. Hún var nýkomin aftur til New York, þar sem hún er búsett, þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Feneyjar eru virkilega töfrandi staður. Það er eitthvað við það að ferðast um í bátum svo ekki sé minnst á hvað maturinn er góður, segir Indía sem náði að kanna borgina á milli þess sem hún var að vinna. Ég var mest í því að fara í viðtöl og myndatökur til að kynna kvikmyndina en fékk líka samt smá útsýnistúr um Feneyjar. Indía klæddist eigin hönnun á rauða dreglinum en kjólinn saumaði hún úr silkisjali sem faðir hennar, Ross Menuez, hannaði fyrir hönnunarmerki sitt Salvor Projects. Indía hefur ekki langt að sækja hönnunarhæfileika því móðir hennar er skartgripahönnuðurinn Jóhanna Metúsalemsdóttir sem hannar undir merkinu Kría. Efnið er silkiklútur sem átti að henda en ég ákvað að útbúa kjól úr. Nú er kjólinn því sýnishorn fyrir nýja línu sem okkur pabba langar að láta framleiða í nánustu framtíð. Aprés Mai fjallar um stúdentamótmælin í París árið 1968 og er hlutverkið frumraun Indíu á hvíta tjaldinu. Hún er búsett í New York og ætlar sér að láta reyna á leiklistina í framtíðinni. Ég var að ljúka við að leika í tveimur myndum í Kaliforníu, Mall og Claires Cambodia, og báðar eru í umsóknaferli fyrir Sundance-kvikmyndahátíðina. Svo þarf ég bara að fara að koma mér í leikprufur á milli þess sem ég tek að mér verkefni úr ýmsum áttum til að eiga fyrir leigu og mat. [email protected]
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira