Mörg er matarholan Þórólfur Matthíasson skrifar 5. október 2012 00:30 Nýlega bárust fréttir af því að íslenska ríkið hefði tapað máli sem var höfðað vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, frá árinu 2009. Með alþjóðasamningum er Ísland skuldbundið til að heimila innflutning örfárra tonna af nánar tilteknum flokkum landbúnaðarvara ár hver. Jón ákvað að hækka ofurtolla sem þegar voru lagðir á þennan innflutning. Tollar takmarka innflutning og hækka það verð sem innlendir framleiðendur geta selt afurðir sínar á. Ofurtollar og ofurofurtollar stoppa innflutning og gefa innlendum framleiðendum frjálsar hendur um verðlagningu afurða sinna. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Jón hafi gengið of langt í stuðningi við innlenda framleiðendur. En hvert er umfang þessa stuðnings? Alþjóða efnahagsmálastofnunin (OECD) tekur árlega saman upplýsingar um beinan og óbeinan stuðning við landbúnað í aðildarlöndum sínum. Nýjustu upplýsingar stofnunarinnar ná til ársins 2011. Í töflu 1 er sýnt hversu verðmæt innflutningsverndin var íslenskum framleiðendum mjólkur, svínakjöts, kjúklinga og eggja á því ári. Taflan sýnir einnig heildarsölutekjur bænda vegna verslunar með þessar afurðir árið 2011. Tafla 1 ber með sér að neytendur hafi greitt mjólkurframleiðendum sem svarar tæpum 2 milljörðum króna meira fyrir mjólkurafurðir en þeir hefðu greitt hefði innflutningur verið hindrunarlaus. Sömuleiðis að 30% af tekjum svínabænda séu til komin vegna innflutningshindrana. Alifuglabændur njóta síðan mesta hagræðisins af innflutningstakmörkunum, milli 6 og 7 af hverjum 10 krónum sem þeir fá fyrir afurðir sínar eru tilkomnar fyrir tilstilli löggjafans. Margir stjórnmálamenn rökstyðja stuðning við innflutningstakmarkanir á landbúnaðarafurðum með vísan til byggðasjónarmiða og atvinnusjónarmiða. Það er því fróðlegt að skoða hversu miklum fjármunum er í raun varið á hvert ársverk í þessum greinum. Í nafni sanngirni verður að nefna að OECD telur beingreiðslur til mjólkurframleiðslunnar nema tæpum 5 milljörðum á árinu 2011, þannig að heildarstuðningur neytenda og skattgreiðenda á hvert ársverk í mjólkurframleiðslu er nær 3,5 milljónum króna. Þessar tölur vekja ýmsar spurningar. Framleiðsla kjúklinga, eggja og svínakjöts er lítil sem engin í þeim byggðum sem höllustum fæti standa. Þeir 3 milljarðar króna sem fluttir eru frá neytendum til eigenda svína- og kjúklingabúa skipta því litlu máli sem byggðastyrkur. Þeir skipta líka nánast engu máli í atvinnulegu tilliti. Starfsmenn sem koma að þessari framleiðslu ná því ekki að vera 200. En hvað sem um þessar tilfærslur má segja eru þær fyrst og fremst allt of miklar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir af því að íslenska ríkið hefði tapað máli sem var höfðað vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, frá árinu 2009. Með alþjóðasamningum er Ísland skuldbundið til að heimila innflutning örfárra tonna af nánar tilteknum flokkum landbúnaðarvara ár hver. Jón ákvað að hækka ofurtolla sem þegar voru lagðir á þennan innflutning. Tollar takmarka innflutning og hækka það verð sem innlendir framleiðendur geta selt afurðir sínar á. Ofurtollar og ofurofurtollar stoppa innflutning og gefa innlendum framleiðendum frjálsar hendur um verðlagningu afurða sinna. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Jón hafi gengið of langt í stuðningi við innlenda framleiðendur. En hvert er umfang þessa stuðnings? Alþjóða efnahagsmálastofnunin (OECD) tekur árlega saman upplýsingar um beinan og óbeinan stuðning við landbúnað í aðildarlöndum sínum. Nýjustu upplýsingar stofnunarinnar ná til ársins 2011. Í töflu 1 er sýnt hversu verðmæt innflutningsverndin var íslenskum framleiðendum mjólkur, svínakjöts, kjúklinga og eggja á því ári. Taflan sýnir einnig heildarsölutekjur bænda vegna verslunar með þessar afurðir árið 2011. Tafla 1 ber með sér að neytendur hafi greitt mjólkurframleiðendum sem svarar tæpum 2 milljörðum króna meira fyrir mjólkurafurðir en þeir hefðu greitt hefði innflutningur verið hindrunarlaus. Sömuleiðis að 30% af tekjum svínabænda séu til komin vegna innflutningshindrana. Alifuglabændur njóta síðan mesta hagræðisins af innflutningstakmörkunum, milli 6 og 7 af hverjum 10 krónum sem þeir fá fyrir afurðir sínar eru tilkomnar fyrir tilstilli löggjafans. Margir stjórnmálamenn rökstyðja stuðning við innflutningstakmarkanir á landbúnaðarafurðum með vísan til byggðasjónarmiða og atvinnusjónarmiða. Það er því fróðlegt að skoða hversu miklum fjármunum er í raun varið á hvert ársverk í þessum greinum. Í nafni sanngirni verður að nefna að OECD telur beingreiðslur til mjólkurframleiðslunnar nema tæpum 5 milljörðum á árinu 2011, þannig að heildarstuðningur neytenda og skattgreiðenda á hvert ársverk í mjólkurframleiðslu er nær 3,5 milljónum króna. Þessar tölur vekja ýmsar spurningar. Framleiðsla kjúklinga, eggja og svínakjöts er lítil sem engin í þeim byggðum sem höllustum fæti standa. Þeir 3 milljarðar króna sem fluttir eru frá neytendum til eigenda svína- og kjúklingabúa skipta því litlu máli sem byggðastyrkur. Þeir skipta líka nánast engu máli í atvinnulegu tilliti. Starfsmenn sem koma að þessari framleiðslu ná því ekki að vera 200. En hvað sem um þessar tilfærslur má segja eru þær fyrst og fremst allt of miklar.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar