Lífið

Bítladrengir í 100. sinn

Ásgeir Óskarsson
Ásgeir Óskarsson
Þau tímamót urðu á fimmtudagskvöld að Bítladrengirnir blíðu, sem spila gömlu, góðu Bítlalögin á skemmtistaðnum Obladí Oblada við Frakkastíg, stigu á svið í eitt hundraðasta skiptið.

Magnús Einarsson, Eðvarð Lárusson, Tómas Tómasson og Ásgeir Óskarsson eru fastir meðlimir hljómsveitarinnar. Þeir hafa verið duglegir við að fá til sín gestasöngvara og -spilara í gegnum árin. Frægastan ber að nefna Mike Mills, fyrrum bassaleikara bandarísku hljómsveitarinnar R.E.M., sem kom óvænt fram með drengjunum í fyrra.

- kg, fb

Bítladrengir í 100. sinnÞau tímamót urðu á fimmtudagskvöld að Bítladrengirnir blíðu, sem spila gömlu, góðu Bítlalögin á skemmtistaðnum Obladí Oblada við Frakkastíg, stigu á svið í eitt hundraðasta skiptið. Magnús Einarsson, Eðvarð Lárusson, Tómas Tómasson og Ásgeir Óskarsson eru fastir meðlimir hljómsveitarinnar. Þeir hafa verið duglegir við að fá til sín gestasöngvara og -spilara í gegnum árin. Frægastan ber að nefna Mike Mills, fyrrum bassaleikara bandarísku hljómsveitarinnar R.E.M., sem kom óvænt fram með drengjunum í fyrra.

- kg, fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.