Eru allir öryrkjar fatlaðir? Helga Björk Grétudóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks. Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel einhverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veikinda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgreiningin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand. Við lestur þessara skilgreininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, því lög um málefni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lögbundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort löggjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbundin þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa. Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vandamál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns fatlaðs fólk. Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestiröryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveruleikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilishaldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vandamál að stríða. Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um réttindi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsingamiðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttarkjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks. Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel einhverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veikinda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgreiningin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand. Við lestur þessara skilgreininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, því lög um málefni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lögbundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort löggjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbundin þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa. Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vandamál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns fatlaðs fólk. Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestiröryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveruleikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilishaldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vandamál að stríða. Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um réttindi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsingamiðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttarkjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar