Kennaramenntun á Íslandi – Stöndum með kennurum Þórður Á. Hjaltested og Björg Bjarnadóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Í Fréttablaðinu 10. október 2012 er viðtal við Björgvin G. Sigurðsson, formann allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, undir yfirskriftinni „Skoða styttingu náms í þrjú ár". Kennarasamband Íslands (KÍ) telur það algjörlega galið að forystufólk þjóðarinnar sé í alvöru að hugsa á þessum nótum. Hvar er metnaður og framsýni yfirvalda? Á að kasta út um gluggann framsýnni stefnu sem sett var með heildarendurskoðun á lögum um skólastigin og menntun kennara og skólastjórnenda 2008? – Uppgjöf myndi einhver segja. KÍ hefur haft það á stefnuskrá sinni um langt skeið að nám kennara sé eflt og styrkt. Sá áfangi náðist með lögum frá Alþingi 2008. Þar með stöndum við jafnfætis þeim þjóðum sem lengst hafa gengið. Lagabreytingin var gerð í samhengi við breytingu á lögum allra skólastiga og í samvinnu allra hagsmunaaðila, m.a. ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, samtaka foreldra og stéttarfélaga kennara. Um var að ræða mikið framfaraspor sem við getum verið verulega stolt af og eftir því hefur verið tekið í löndunum í kringum okkur. Það var vitað að einhver fækkun yrði á nemendum við kennarabrautirnar fyrstu árin eftir að ný lög tækju gildi. Við verðum að horfa til framtíðar og því má það alls ekki gerast að þessu sé breytt aftur í fyrra horf. Það er engu minni ábyrgð að kenna nemendum á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólanum, heldur en nemendum í grunnskóla eða framhaldsskóla. Það að leikskólakennari útskrifist með meistaragráðu er jafn mikilvægt og það er fyrir grunn- og framhaldsskólakennara. Menntun kennara á að vera samræmd. Það var eitt af lykilatriðum þess að hægt væri að tengja betur saman mörk skólastiganna og setja sameiginlega aðalnámskrá. Við Íslendingar viljum vera í fremstu röð meðal þjóða þegar kemur að menntun. Við viljum að kennarar séu vel menntaðir og vel undirbúnir til að takast á við það mikilvæga verkefni að mennta börn og ungmenni í því fjölbreytta samfélagi sem við lifum í. Nær væri að alþingismenn og sveitarstjórnarmenn færu að meta menntun betur til launa og búa kennurum betri starfsaðstæður. Kennarinn er háskólamenntaður sérfræðingur og á að vera metinn sem slíkur. Það sem fælir ungt fólk mest frá því að velja sér kennarastarfið sem framtíðarstarfsvettvang eru launakjörin sem í boði eru. Við brýnum forystumenn þjóðarinnar til að beita sér af alvöru fyrir bættum kjörum kennara. Þá mun ungt fólk flykkjast í kennaranám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 10. október 2012 er viðtal við Björgvin G. Sigurðsson, formann allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, undir yfirskriftinni „Skoða styttingu náms í þrjú ár". Kennarasamband Íslands (KÍ) telur það algjörlega galið að forystufólk þjóðarinnar sé í alvöru að hugsa á þessum nótum. Hvar er metnaður og framsýni yfirvalda? Á að kasta út um gluggann framsýnni stefnu sem sett var með heildarendurskoðun á lögum um skólastigin og menntun kennara og skólastjórnenda 2008? – Uppgjöf myndi einhver segja. KÍ hefur haft það á stefnuskrá sinni um langt skeið að nám kennara sé eflt og styrkt. Sá áfangi náðist með lögum frá Alþingi 2008. Þar með stöndum við jafnfætis þeim þjóðum sem lengst hafa gengið. Lagabreytingin var gerð í samhengi við breytingu á lögum allra skólastiga og í samvinnu allra hagsmunaaðila, m.a. ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, samtaka foreldra og stéttarfélaga kennara. Um var að ræða mikið framfaraspor sem við getum verið verulega stolt af og eftir því hefur verið tekið í löndunum í kringum okkur. Það var vitað að einhver fækkun yrði á nemendum við kennarabrautirnar fyrstu árin eftir að ný lög tækju gildi. Við verðum að horfa til framtíðar og því má það alls ekki gerast að þessu sé breytt aftur í fyrra horf. Það er engu minni ábyrgð að kenna nemendum á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólanum, heldur en nemendum í grunnskóla eða framhaldsskóla. Það að leikskólakennari útskrifist með meistaragráðu er jafn mikilvægt og það er fyrir grunn- og framhaldsskólakennara. Menntun kennara á að vera samræmd. Það var eitt af lykilatriðum þess að hægt væri að tengja betur saman mörk skólastiganna og setja sameiginlega aðalnámskrá. Við Íslendingar viljum vera í fremstu röð meðal þjóða þegar kemur að menntun. Við viljum að kennarar séu vel menntaðir og vel undirbúnir til að takast á við það mikilvæga verkefni að mennta börn og ungmenni í því fjölbreytta samfélagi sem við lifum í. Nær væri að alþingismenn og sveitarstjórnarmenn færu að meta menntun betur til launa og búa kennurum betri starfsaðstæður. Kennarinn er háskólamenntaður sérfræðingur og á að vera metinn sem slíkur. Það sem fælir ungt fólk mest frá því að velja sér kennarastarfið sem framtíðarstarfsvettvang eru launakjörin sem í boði eru. Við brýnum forystumenn þjóðarinnar til að beita sér af alvöru fyrir bættum kjörum kennara. Þá mun ungt fólk flykkjast í kennaranám.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar