Hver er róninn? Páll Tryggvason skrifar 13. október 2012 06:00 Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 segir á bls. 358 undir lið 206 sem fjallar um sjúkratryggingar: „Greiðsluþátttöku verður hætt í metýlfenidatlyfjum fyrir fullorðna enda eru lyfin einungis ætluð börnum og unglingum samkvæmt klínískum leiðbeiningum."¹ Þessi fullyrðing kallar á athugasemd því hún er röng. Árið 2006 stofnaði þáverandi landlæknir til vinnuhóps til að semja klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð ADHD. Leiðbeiningarnar, Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD), voru birtar í desember 2007 á heimasíðu embættisins sem opinberar, faglegar leiðbeiningar embættisins til heilbrigðisstarfsmanna en jafnframt til upplýsinga fyrir stjórnsýsluna og almenning. Þáverandi aðstoðarlandlæknir, sem svo síðar um tíma gegndi embætti landlæknis, leiddi starfshópinn. Víða var leitað fanga: Erlendar klínískar leiðbeiningar beggja vegna Atlantshafsála voru skoðaðar og hafðar til hliðsjónar og leitað til innlendra sérfræðinga um afmörkuð efni. Í kjölfar umræðu í samfélaginu um misnotkun örvandi lyfja 2011 var vinnuhópurinn kallaður saman til að fara yfir leiðbeiningarnar. Yfirfarnar og endurbættar leiðbeiningar landlæknis voru birtar á vef embættisins 7. mars 2012. Á bls. 21-30 er fjallað um meðferð fullorðinna. Í kaflanum „Verklag við greiningu fullorðinna" er m.a fjallað um hvernig rétt sé að standa að greiningu, hvaða tæki skal nota og hvaða upplýsinga skal afla og með hvaða hætti. Þar er kafli um mismunagreiningar og fylgisjúkdóma, taugasálfræðilegar og líffræðilegar rannsóknir, samband vímuefnavandamála og ADHD og þeirrar varúðar sem þarf þess vegna að gæta við greiningu og meðferð. Fjallað er um fræðslu til sjúklinga og aðstandenda, einstaklingsmeðferð og hópmeðferð, svo dæmi séu nefnd. Minnstu máli er varið til að fjalla um lyfjameðferð en þó segir þar: „Ef fræðsla og ráðgjöf bera ekki árangur er rétt að hugleiða lyfjameðferð við ADHD svo framarlega sem ekki er frábending fyrir notkun þeirra svo sem fíknisjúkdómur geðrofssjúkdómur. Í flestum tilfellum er methylphenidat fyrsta val en ef það virkar ekki, þolist ekki eða er ekki talið viðeigandi má reyna meðferð með atomoxetini (NICE 2008)." (bls. 27)². Síðan eru gefnar ýmsar leiðbeiningar sem lúta að lyfjameðferðinni, fjallað um gildi hennar og rannsóknir sem styðja hana og hvernig skuli standa að eftirliti með meðferð. Að öllu ofansögðu er ljóst að tilvitnunin í frumvarpinu er röng, þ.e.a.s. ef þar er átt við klínískar leiðbeiningar landlæknis. Öllum verða einhvern tíma á mistök og sérhver sem viðurkennir mistök sín vex við það. Þessi ranga tilvitnun hefur því miður ekki verið dregin til baka eða leiðrétt og svo virðist sem tillagan eigi að standa óbreytt. Það vekur athygli að núverandi landlæknir virðist áhyggjulítill um að hallað sé réttu máli þegar vitnað er til skýrslu sem hann er ábyrgur fyrir. Það er full ástæða til að fara vel með opinbert fé og viðeigandi stofnanir sinni því eftirliti sem þeim ber og nauðsyn að sjá til þess að þessi lyf, sem önnur, rati eingöngu til þeirra sem þau eru ætluð. En það ber að fara rétt með staðreyndir. Metýlfenidat er öruggt og öflugt lyf. Vandamál sem tengjast misnotkun þess verður að takast á við með öflugum hætti. Tilkynning velferðarráðuneytisins í dag (10. okt.) felur ekki í sér nýjungar. Allt hefur það komið fram áður án þess að bera árangur. Af hverju skyldi það duga nú? Árni Pálsson prófessor mun einhvern tíma hafa sagt að það væru rónarnir sem kæmu óorði á brennivínið. Það er engum til góðs að kasta barninu út með baðvatninu og með því bera fyrir borð hag þeirra sem þjást. Öflugt eftirlit eykur á gæði greiningar og meðferðar og fer vel með opinbert fé. Þetta eftirlit hefur verið máttlítið þrátt fyrir augljósan vanda. Veldur hver á heldur. Þá virðist það gleymast í þessum „nýju" aðgerðum að hluti þjóðarinnar býr fyrir aftan Esjuna. Hugsum málið upp á nýtt og hlúum að þeim sem eiga erfitt. ¹. http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/0001.pdf ². http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item14259/version5/ADHD-7.%20mars%202012.pdf Skrifað í Svíþjóð á alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. okt. 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 segir á bls. 358 undir lið 206 sem fjallar um sjúkratryggingar: „Greiðsluþátttöku verður hætt í metýlfenidatlyfjum fyrir fullorðna enda eru lyfin einungis ætluð börnum og unglingum samkvæmt klínískum leiðbeiningum."¹ Þessi fullyrðing kallar á athugasemd því hún er röng. Árið 2006 stofnaði þáverandi landlæknir til vinnuhóps til að semja klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð ADHD. Leiðbeiningarnar, Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD), voru birtar í desember 2007 á heimasíðu embættisins sem opinberar, faglegar leiðbeiningar embættisins til heilbrigðisstarfsmanna en jafnframt til upplýsinga fyrir stjórnsýsluna og almenning. Þáverandi aðstoðarlandlæknir, sem svo síðar um tíma gegndi embætti landlæknis, leiddi starfshópinn. Víða var leitað fanga: Erlendar klínískar leiðbeiningar beggja vegna Atlantshafsála voru skoðaðar og hafðar til hliðsjónar og leitað til innlendra sérfræðinga um afmörkuð efni. Í kjölfar umræðu í samfélaginu um misnotkun örvandi lyfja 2011 var vinnuhópurinn kallaður saman til að fara yfir leiðbeiningarnar. Yfirfarnar og endurbættar leiðbeiningar landlæknis voru birtar á vef embættisins 7. mars 2012. Á bls. 21-30 er fjallað um meðferð fullorðinna. Í kaflanum „Verklag við greiningu fullorðinna" er m.a fjallað um hvernig rétt sé að standa að greiningu, hvaða tæki skal nota og hvaða upplýsinga skal afla og með hvaða hætti. Þar er kafli um mismunagreiningar og fylgisjúkdóma, taugasálfræðilegar og líffræðilegar rannsóknir, samband vímuefnavandamála og ADHD og þeirrar varúðar sem þarf þess vegna að gæta við greiningu og meðferð. Fjallað er um fræðslu til sjúklinga og aðstandenda, einstaklingsmeðferð og hópmeðferð, svo dæmi séu nefnd. Minnstu máli er varið til að fjalla um lyfjameðferð en þó segir þar: „Ef fræðsla og ráðgjöf bera ekki árangur er rétt að hugleiða lyfjameðferð við ADHD svo framarlega sem ekki er frábending fyrir notkun þeirra svo sem fíknisjúkdómur geðrofssjúkdómur. Í flestum tilfellum er methylphenidat fyrsta val en ef það virkar ekki, þolist ekki eða er ekki talið viðeigandi má reyna meðferð með atomoxetini (NICE 2008)." (bls. 27)². Síðan eru gefnar ýmsar leiðbeiningar sem lúta að lyfjameðferðinni, fjallað um gildi hennar og rannsóknir sem styðja hana og hvernig skuli standa að eftirliti með meðferð. Að öllu ofansögðu er ljóst að tilvitnunin í frumvarpinu er röng, þ.e.a.s. ef þar er átt við klínískar leiðbeiningar landlæknis. Öllum verða einhvern tíma á mistök og sérhver sem viðurkennir mistök sín vex við það. Þessi ranga tilvitnun hefur því miður ekki verið dregin til baka eða leiðrétt og svo virðist sem tillagan eigi að standa óbreytt. Það vekur athygli að núverandi landlæknir virðist áhyggjulítill um að hallað sé réttu máli þegar vitnað er til skýrslu sem hann er ábyrgur fyrir. Það er full ástæða til að fara vel með opinbert fé og viðeigandi stofnanir sinni því eftirliti sem þeim ber og nauðsyn að sjá til þess að þessi lyf, sem önnur, rati eingöngu til þeirra sem þau eru ætluð. En það ber að fara rétt með staðreyndir. Metýlfenidat er öruggt og öflugt lyf. Vandamál sem tengjast misnotkun þess verður að takast á við með öflugum hætti. Tilkynning velferðarráðuneytisins í dag (10. okt.) felur ekki í sér nýjungar. Allt hefur það komið fram áður án þess að bera árangur. Af hverju skyldi það duga nú? Árni Pálsson prófessor mun einhvern tíma hafa sagt að það væru rónarnir sem kæmu óorði á brennivínið. Það er engum til góðs að kasta barninu út með baðvatninu og með því bera fyrir borð hag þeirra sem þjást. Öflugt eftirlit eykur á gæði greiningar og meðferðar og fer vel með opinbert fé. Þetta eftirlit hefur verið máttlítið þrátt fyrir augljósan vanda. Veldur hver á heldur. Þá virðist það gleymast í þessum „nýju" aðgerðum að hluti þjóðarinnar býr fyrir aftan Esjuna. Hugsum málið upp á nýtt og hlúum að þeim sem eiga erfitt. ¹. http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/0001.pdf ². http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item14259/version5/ADHD-7.%20mars%202012.pdf Skrifað í Svíþjóð á alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. okt. 2012.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar