Ágreiningur áfram um útfærsluna 20. október 2012 10:00 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að loknum blaðamannafundi í Brussel. nordicphotos/AFP Leiðtogar Evrópusambandsins náðu ekki samkomulagi um að bankabandalag með sameiginlegu bankaeftirliti evruríkjanna verði að veruleika fyrir áramótin, eins og Francois Hollande Frakklandsforseti hafði vonast til. Hins vegar ákváðu þeir að fyrir áramótin yrðu þeir búnir að semja um regluverk nýja bankabandalagsins, sem taki síðan til starfa einhvern tímann á næsta ári. Með bankabandalaginu fylgir sá möguleiki að stöðugleikasjóður ESB komi bönkum aðildarríkjanna til hjálpar, en Spánverjar og fleiri evruríki bíða spennt eftir þeirri lausn á sínum fjárhagsvanda. „Markmiðið er mjög einfalt: Við viljum rjúfa tengslin milli stjórnar – og stundum óstjórnar – bankanna og afleiðinga hennar fyrir fjárlög ríkjanna," sagði Elio di Rupo, forsætisráðherra Hollands. Enn eru afar skiptar skoðanir um útfærsluna, en leiðtogarnir búa sig nú undir langa og stranga helgi seint í nóvember þegar næsti leiðtogafundur verður haldinn. Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, sagðist hins vegar ánægður með að andrúmsloftið hefði breyst. Nú hefðu Grikkir fengið fullvissu fyrir því að þurfa ekki að yfirgefa evrusvæðið. Grikkir hafa þó ekki enn tryggt sér það viðbótarframlag frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem þeir þurfa að fá fyrir 16. nóvember. Þann dag tæmist ríkissjóður Grikklands, fáist ekki frekari aðstoð.- gb Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins náðu ekki samkomulagi um að bankabandalag með sameiginlegu bankaeftirliti evruríkjanna verði að veruleika fyrir áramótin, eins og Francois Hollande Frakklandsforseti hafði vonast til. Hins vegar ákváðu þeir að fyrir áramótin yrðu þeir búnir að semja um regluverk nýja bankabandalagsins, sem taki síðan til starfa einhvern tímann á næsta ári. Með bankabandalaginu fylgir sá möguleiki að stöðugleikasjóður ESB komi bönkum aðildarríkjanna til hjálpar, en Spánverjar og fleiri evruríki bíða spennt eftir þeirri lausn á sínum fjárhagsvanda. „Markmiðið er mjög einfalt: Við viljum rjúfa tengslin milli stjórnar – og stundum óstjórnar – bankanna og afleiðinga hennar fyrir fjárlög ríkjanna," sagði Elio di Rupo, forsætisráðherra Hollands. Enn eru afar skiptar skoðanir um útfærsluna, en leiðtogarnir búa sig nú undir langa og stranga helgi seint í nóvember þegar næsti leiðtogafundur verður haldinn. Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, sagðist hins vegar ánægður með að andrúmsloftið hefði breyst. Nú hefðu Grikkir fengið fullvissu fyrir því að þurfa ekki að yfirgefa evrusvæðið. Grikkir hafa þó ekki enn tryggt sér það viðbótarframlag frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem þeir þurfa að fá fyrir 16. nóvember. Þann dag tæmist ríkissjóður Grikklands, fáist ekki frekari aðstoð.- gb
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira