Átján ára í átján mánaða fangelsi 23. október 2012 07:00 .. Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás. Pilturinn sem þyngstan dóm hlaut var í október í fyrra dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir aðild sína í svokölluðu Black Pistons-máli. Í því hlutu forsprakki samtakanna og annar til þriggja og hálfs og þriggja ára dóm fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé. Árásin sem pilturinn og félagar hans tveir hafa nú verið dæmdir fyrir átti sér stað 15. janúar í fyrra, en þá var sá yngsti á sautjánda aldursári. Þeir eru í ákæru sagðir hafa ráðist á mann í íbúð í Grafarvogi, veist að honum ítrekað með spörkum í líkama hans og höfuð og gert sig líklega til að henda honum fram af svölum íbúðarinnar. Manninn höfðu þeir svo með sér út í bíl, en voru stöðvaðir af lögreglu á Gullinbrú. Vitni hafði séð til þeirra veitast að manninum á útistigagangi og hvar hann var „dreginn í tökum" út í bíl og ekið á brott með hann. Vitnið hringdi á lögreglu og gaf upp númerið á bílnum. Pilturinn var einnig ákærður fyrir að hafa hellt bensíni í og yfir bíl í Reykjanesbæ í fyrrasumar og borið eld að. Eldurinn breiddist út með þeim afleiðingum að bíllinn brann, sem og bílskúrshurð og gafl hússins sem hann stóð upp við. Sá sem sex mánaða dóm hlaut var einnig kærður fyrir að hafa ekið bílnum frá vettvangi árásarinnar án ökuskírteinis og undir áhrifum amfetamíns. Hann var sviptur ökurétti ævilangt. Þá var þeim sem hlaut fjögurra mánaða dóm gert að sök að hafa í tvígang í byrjun síðasta árs ekið bíl án réttinda og undir áhrifum kannabisefna. Hann missti prófið í tvö ár. Mennirnir neituðu sök í aðalákærunni sem sneri að árásinni og frelsissviptingunni, en játuðu önnur brot sem þeir voru ákærðir fyrir. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás. Pilturinn sem þyngstan dóm hlaut var í október í fyrra dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir aðild sína í svokölluðu Black Pistons-máli. Í því hlutu forsprakki samtakanna og annar til þriggja og hálfs og þriggja ára dóm fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé. Árásin sem pilturinn og félagar hans tveir hafa nú verið dæmdir fyrir átti sér stað 15. janúar í fyrra, en þá var sá yngsti á sautjánda aldursári. Þeir eru í ákæru sagðir hafa ráðist á mann í íbúð í Grafarvogi, veist að honum ítrekað með spörkum í líkama hans og höfuð og gert sig líklega til að henda honum fram af svölum íbúðarinnar. Manninn höfðu þeir svo með sér út í bíl, en voru stöðvaðir af lögreglu á Gullinbrú. Vitni hafði séð til þeirra veitast að manninum á útistigagangi og hvar hann var „dreginn í tökum" út í bíl og ekið á brott með hann. Vitnið hringdi á lögreglu og gaf upp númerið á bílnum. Pilturinn var einnig ákærður fyrir að hafa hellt bensíni í og yfir bíl í Reykjanesbæ í fyrrasumar og borið eld að. Eldurinn breiddist út með þeim afleiðingum að bíllinn brann, sem og bílskúrshurð og gafl hússins sem hann stóð upp við. Sá sem sex mánaða dóm hlaut var einnig kærður fyrir að hafa ekið bílnum frá vettvangi árásarinnar án ökuskírteinis og undir áhrifum amfetamíns. Hann var sviptur ökurétti ævilangt. Þá var þeim sem hlaut fjögurra mánaða dóm gert að sök að hafa í tvígang í byrjun síðasta árs ekið bíl án réttinda og undir áhrifum kannabisefna. Hann missti prófið í tvö ár. Mennirnir neituðu sök í aðalákærunni sem sneri að árásinni og frelsissviptingunni, en játuðu önnur brot sem þeir voru ákærðir fyrir. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira