Þjóðarsáttarskuld Þórður snær júlíusson skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Skýrsla ráðgjafafyrirtækisins McKinsey&Company um leið Íslands til aukins hagvaxtar kemur á gríðarlega góðum tíma inn í íslenska þjóðfélagsumræðu. Menn geta endalaust deilt um gæði þeirra greininga sem fyrirtækið setur fram í skýrslunni en ekki um þann farveg sem höfundar hennar eru að reyna að beina íslenskum stjórnmálamönnum, aðilum vinnumarkaðarins og öðrum hagsmunaaðilum í. Skýrslan leggur nefnilega til nýja þjóðarsátt um hvernig íslenskt efnahagslíf eigi að skapa velsæld til framtíðar fyrir þá sem í því búa. Í henni kemur skýrt fram að íslenskt efnahagslíf er óhagkvæm eining. Allt of lítil framleiðni er í smásölu á Íslandi, búðirnar okkar eru allt of stórar, mikillar hagræðingar er þörf í bankageiranum og allt of margir vinna við að framleiða of dýrar íslenskar vörur fyrir innanlandsmarkað sem mun ódýrara væri að flytja inn. McKinsey kemst enda að þeirri niðurstöðu að rúmlega 13 þúsundum of margir vinni í íslenska þjónustugeiranum. Vinnuafl sem gæti nýst mun betur í annars konar störfum. Vaxtamöguleikar Íslands liggja í því að selja orkuna sína á vitrænu verði og til fjölbreyttari hóps kaupenda. Þeir liggja í því að reyna að auka virði ferðamannaiðnaðarins í stað þess að einblína á fjölda þeirra sem heimsækja landið. Þeir snúast um að fjölga þeim íslensku fyrirtækjum sem framleiða og selja alþjóðlegar vörur. Þar er átt við fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Actavis og CCP. Það þarf að innleiða hvata til að fyrirtækin flýi ekki land þegar þau eru loks orðin almennilega arðbær, líkt og flest ofangreind hafa gert. Það þarf að skapa stöðugra rekstrarumhverfi og auka erlenda fjárfestingu, sem þýðir að Íslendingar verða að leggja þá þjóðaríþrótt að breyta reglum eftir á og stunda tilviljunarkenndar eignaupptökur á hilluna. Svo þarf að sjálfsögðu að afnema galna verndartolla, vörugjöld og opinberar niðurgreiðslur á ósjálfbærum atvinnugreinum. Í grunninn er þetta allt saman nokkuð einfalt og rökrétt. Við þurfum að laga viðskiptahallann með því að flytja meira út en við flytjum inn. Við þurfum að nýta vinnuaflið betur með því að taka til í menntakerfinu þannig að það skili okkur ekki mun fleiri einstaklingum með enga sérhæfingu en gerist í nágrannalöndum okkar líkt og það gerir núna. Um ofangreindar aðgerðir ætti að ríkja tiltölulega góð sátt. En af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er þó ekki ráðist í þær. Stjórnmálaleiðtogar, sama hvaða flokki þeir tilheyra, skulda okkur að nýta tækifærið til að setjast niður og mynda vitræna langtímaáætlun fyrir íslenskt efnahagslíf. Hún þarf að byggja á raunhæfum en metnaðarfullum markmiðum um markvissa og víðtæka uppbyggingu haghvata. Hún yrði líka algjörlega óháð framtíðarskipulagi peningamála. Núningur vegna þess er því ekki hindrun. Stjórnmálaleiðtogarnir skulda okkur þetta eftir þau fjögur ár sem við höfum þurft að ganga í gegnum. Fjögur ár af óþolandi skotgrafahernaði, uppnefningum, sérhagsmunagæslu og almennu innihaldsleysi. Íslenskt efnahagslíf lenti á skurðarborðinu eftir hrunið og sjúklingnum var bjargað með bráðaaðgerð sem tók langan tíma í framkvæmd. Ef íslensku stjórnmálamennirnir bregðast við af ábyrgð og stíga saman skref inn í framtíðina þá getum við loks sagt að bati hans sé hafinn. Þá geta þeir loks gert sér vonir um að þjóðin fari að treysta þeim aðeins aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skýrsla ráðgjafafyrirtækisins McKinsey&Company um leið Íslands til aukins hagvaxtar kemur á gríðarlega góðum tíma inn í íslenska þjóðfélagsumræðu. Menn geta endalaust deilt um gæði þeirra greininga sem fyrirtækið setur fram í skýrslunni en ekki um þann farveg sem höfundar hennar eru að reyna að beina íslenskum stjórnmálamönnum, aðilum vinnumarkaðarins og öðrum hagsmunaaðilum í. Skýrslan leggur nefnilega til nýja þjóðarsátt um hvernig íslenskt efnahagslíf eigi að skapa velsæld til framtíðar fyrir þá sem í því búa. Í henni kemur skýrt fram að íslenskt efnahagslíf er óhagkvæm eining. Allt of lítil framleiðni er í smásölu á Íslandi, búðirnar okkar eru allt of stórar, mikillar hagræðingar er þörf í bankageiranum og allt of margir vinna við að framleiða of dýrar íslenskar vörur fyrir innanlandsmarkað sem mun ódýrara væri að flytja inn. McKinsey kemst enda að þeirri niðurstöðu að rúmlega 13 þúsundum of margir vinni í íslenska þjónustugeiranum. Vinnuafl sem gæti nýst mun betur í annars konar störfum. Vaxtamöguleikar Íslands liggja í því að selja orkuna sína á vitrænu verði og til fjölbreyttari hóps kaupenda. Þeir liggja í því að reyna að auka virði ferðamannaiðnaðarins í stað þess að einblína á fjölda þeirra sem heimsækja landið. Þeir snúast um að fjölga þeim íslensku fyrirtækjum sem framleiða og selja alþjóðlegar vörur. Þar er átt við fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Actavis og CCP. Það þarf að innleiða hvata til að fyrirtækin flýi ekki land þegar þau eru loks orðin almennilega arðbær, líkt og flest ofangreind hafa gert. Það þarf að skapa stöðugra rekstrarumhverfi og auka erlenda fjárfestingu, sem þýðir að Íslendingar verða að leggja þá þjóðaríþrótt að breyta reglum eftir á og stunda tilviljunarkenndar eignaupptökur á hilluna. Svo þarf að sjálfsögðu að afnema galna verndartolla, vörugjöld og opinberar niðurgreiðslur á ósjálfbærum atvinnugreinum. Í grunninn er þetta allt saman nokkuð einfalt og rökrétt. Við þurfum að laga viðskiptahallann með því að flytja meira út en við flytjum inn. Við þurfum að nýta vinnuaflið betur með því að taka til í menntakerfinu þannig að það skili okkur ekki mun fleiri einstaklingum með enga sérhæfingu en gerist í nágrannalöndum okkar líkt og það gerir núna. Um ofangreindar aðgerðir ætti að ríkja tiltölulega góð sátt. En af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er þó ekki ráðist í þær. Stjórnmálaleiðtogar, sama hvaða flokki þeir tilheyra, skulda okkur að nýta tækifærið til að setjast niður og mynda vitræna langtímaáætlun fyrir íslenskt efnahagslíf. Hún þarf að byggja á raunhæfum en metnaðarfullum markmiðum um markvissa og víðtæka uppbyggingu haghvata. Hún yrði líka algjörlega óháð framtíðarskipulagi peningamála. Núningur vegna þess er því ekki hindrun. Stjórnmálaleiðtogarnir skulda okkur þetta eftir þau fjögur ár sem við höfum þurft að ganga í gegnum. Fjögur ár af óþolandi skotgrafahernaði, uppnefningum, sérhagsmunagæslu og almennu innihaldsleysi. Íslenskt efnahagslíf lenti á skurðarborðinu eftir hrunið og sjúklingnum var bjargað með bráðaaðgerð sem tók langan tíma í framkvæmd. Ef íslensku stjórnmálamennirnir bregðast við af ábyrgð og stíga saman skref inn í framtíðina þá getum við loks sagt að bati hans sé hafinn. Þá geta þeir loks gert sér vonir um að þjóðin fari að treysta þeim aðeins aftur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun