Keyrt til Krýsuvíkur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. nóvember 2012 00:01 Mynd Peters Strickland er sérhæfð, óræð og artí en mun finna sinn markhóp, að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins. Berberian Sound Studio Leikstjórn: Peter Strickland. Leikarar: Toby Jones, Cosimo Fusco, Tonia Sotiropoulou, Susanna Cappellaro, Antonio Mancino Þessi óvenjulega hrollvekja segir frá Gilderoy, miðaldra breskum hljóðmanni sem ferðast til Ítalíu til að hljóðsetja kvikmynd. Starfsmenn Berberian-hljóðversins eru stórfurðulegir og eigandinn sjálfur er sérstaklega óvinsamlegur. En Gilderoy er fagmaður og ákveður því að staldra við og klára verkið. Það er nærri ómögulegt að segja nánar frá söguþræðinum, en mörk alvöru og ímyndunar verða óskýrari eftir því sem líða tekur á myndina. Er Gilderoy geðveikur eða er hann ef til vill staddur í helvíti? Toby Jones fer með hlutverk hans og heldur uppi mestum þunga myndarinnar á eigin spýtur. Frábær leikari sem ég hef aldrei fyrr séð í aðalhlutverki. Sjónrænar og hljóðrænar tilvísanir í ítalskar hrollvekjur 8. áratugarins eru óteljandi og við fáum meira að segja að heyra í öldruðu giallo-drottningunni Suzy Kendall í nokkrum stuttum atriðum. Tónlistin er samin af ensku indie-sveitinni Broadcast og tekst henni að skapa magnaðan hljóðheim sem byggir að miklu leyti á gamalli kvikmyndatónlist, en er þó miklu meira en bara eitthvað retró-hjakk. Það er nær ómögulegt að afgreiða Berberian Sound Studio með stjörnugjöf. Hún fer með áhorfandann í ferðalag en keyrir svo til Krýsuvíkur og skilur hann eftir. Hún er sérhæfð, óræð og artí. En hún mun finna sinn markhóp. Ég er handviss um það. Niðurstaða: Ein forvitnilegasta mynd ársins. Gagnrýni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Berberian Sound Studio Leikstjórn: Peter Strickland. Leikarar: Toby Jones, Cosimo Fusco, Tonia Sotiropoulou, Susanna Cappellaro, Antonio Mancino Þessi óvenjulega hrollvekja segir frá Gilderoy, miðaldra breskum hljóðmanni sem ferðast til Ítalíu til að hljóðsetja kvikmynd. Starfsmenn Berberian-hljóðversins eru stórfurðulegir og eigandinn sjálfur er sérstaklega óvinsamlegur. En Gilderoy er fagmaður og ákveður því að staldra við og klára verkið. Það er nærri ómögulegt að segja nánar frá söguþræðinum, en mörk alvöru og ímyndunar verða óskýrari eftir því sem líða tekur á myndina. Er Gilderoy geðveikur eða er hann ef til vill staddur í helvíti? Toby Jones fer með hlutverk hans og heldur uppi mestum þunga myndarinnar á eigin spýtur. Frábær leikari sem ég hef aldrei fyrr séð í aðalhlutverki. Sjónrænar og hljóðrænar tilvísanir í ítalskar hrollvekjur 8. áratugarins eru óteljandi og við fáum meira að segja að heyra í öldruðu giallo-drottningunni Suzy Kendall í nokkrum stuttum atriðum. Tónlistin er samin af ensku indie-sveitinni Broadcast og tekst henni að skapa magnaðan hljóðheim sem byggir að miklu leyti á gamalli kvikmyndatónlist, en er þó miklu meira en bara eitthvað retró-hjakk. Það er nær ómögulegt að afgreiða Berberian Sound Studio með stjörnugjöf. Hún fer með áhorfandann í ferðalag en keyrir svo til Krýsuvíkur og skilur hann eftir. Hún er sérhæfð, óræð og artí. En hún mun finna sinn markhóp. Ég er handviss um það. Niðurstaða: Ein forvitnilegasta mynd ársins.
Gagnrýni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira