Hvað á barnið að heita? Sigurður Árni Þórðarson skrifar 12. nóvember 2012 06:00 Státinn strákur kom í heiminn 10. nóvember. Það var ekki beðið með skírn því strax daginn eftir var farið með hann í kirkju og hann var ausinn vatni. Og þá var hann orðinn borgari tíma og eilífðar, fæddur inn í heiminn en líka himininn. En nafnið? Marteinn. Var það nafn úr fjölskyldunni eða út í loftið? Enginn afi hét því nafni, það var ekki fjölskyldunafn og þó alls ekki út í loftið. Drengurinn var skírður á Marteinsmessu, 11. nóvember. Sá dagur er helgaður heilögum Marteini frá Tours. Drengurinn fékk dýrlingsnafnið en var líka Lúther og síðar frægur siðbótarmaður. Hvað á barnið að heita? Nú geta allir veitt af vefnum eyðublað um nafngjöf, fyllt út og sent til Þjóðskrár. Nafngjöf og skírn eru sitthvað þó oftast fari saman. Sumir foreldrar nefna börn sín strax við fæðingu og skrá nafnið. En svo er líka oft passað vel að enginn fái að vita fyrr en presturinn spyr. Óvitarnir kjafta stundum frá ef þeir heyra hvísl pabba og mömmu. Og það er ekki ráðlegt að láta ung börn segja nafn barnsins í skírnarathöfninni. Slíkar uppákomur geta orðið kátlegar og jafnvel pínlegar þegar þau spinna nafn – út í loftið. Og hvað á barnið svo að heita? Fólk í fjölmiðlum er dýrlingslíki og hefur áhrif á nefningar á Íslandi og erlendis. Knattspyrnugoðið Christano Ronaldo er t.d. ekki aðeins Jesú Krists heldur heitir eftir Ronald Reagan! Íþróttahetjur, poppstjörnur, menningarvitar, náttúrufyrirbæri, dýr og fuglar hafa áhrif á nafngjöf barna. Og það er nýsköpun í nafnatískunni og mörg ný nöfn eru snjöll og góð. Svo er komið að skírnarathöfninni. Spenna ríkir jafnan þegar ekki er búð að tilkynna nafnið fyrirfram. En stundum verða ástvinir fyrir áfalli þegar ekki er nefnt eins og fólk vonaði eða bjóst við. Ég hef horft í augu þúsunda við skírnir og numið tilfinningarnar og komist að þeirri niðurstöðu að ömmur, afar og ástvinir gera sér mun meiri nafnvonir en foreldrar skírnarbarna átta sig almennt á. Að eiga nafna eða nöfnu er stundum dýpsta þrá eldra fólksins. Af hverju? Litlir nafnar eða nöfnur staðfesta fyrir fólki gildi þess í keðju kynslóða. Á barnið að heita Gaga, náttúrunafni, út í loftið eða í höfuð á ömmu eða afa? Nafngjöf er ekkert smámál og skírn er ofurmál. Vöndum okkur. Dýrlingur 12. nóvember er Jósafat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun
Státinn strákur kom í heiminn 10. nóvember. Það var ekki beðið með skírn því strax daginn eftir var farið með hann í kirkju og hann var ausinn vatni. Og þá var hann orðinn borgari tíma og eilífðar, fæddur inn í heiminn en líka himininn. En nafnið? Marteinn. Var það nafn úr fjölskyldunni eða út í loftið? Enginn afi hét því nafni, það var ekki fjölskyldunafn og þó alls ekki út í loftið. Drengurinn var skírður á Marteinsmessu, 11. nóvember. Sá dagur er helgaður heilögum Marteini frá Tours. Drengurinn fékk dýrlingsnafnið en var líka Lúther og síðar frægur siðbótarmaður. Hvað á barnið að heita? Nú geta allir veitt af vefnum eyðublað um nafngjöf, fyllt út og sent til Þjóðskrár. Nafngjöf og skírn eru sitthvað þó oftast fari saman. Sumir foreldrar nefna börn sín strax við fæðingu og skrá nafnið. En svo er líka oft passað vel að enginn fái að vita fyrr en presturinn spyr. Óvitarnir kjafta stundum frá ef þeir heyra hvísl pabba og mömmu. Og það er ekki ráðlegt að láta ung börn segja nafn barnsins í skírnarathöfninni. Slíkar uppákomur geta orðið kátlegar og jafnvel pínlegar þegar þau spinna nafn – út í loftið. Og hvað á barnið svo að heita? Fólk í fjölmiðlum er dýrlingslíki og hefur áhrif á nefningar á Íslandi og erlendis. Knattspyrnugoðið Christano Ronaldo er t.d. ekki aðeins Jesú Krists heldur heitir eftir Ronald Reagan! Íþróttahetjur, poppstjörnur, menningarvitar, náttúrufyrirbæri, dýr og fuglar hafa áhrif á nafngjöf barna. Og það er nýsköpun í nafnatískunni og mörg ný nöfn eru snjöll og góð. Svo er komið að skírnarathöfninni. Spenna ríkir jafnan þegar ekki er búð að tilkynna nafnið fyrirfram. En stundum verða ástvinir fyrir áfalli þegar ekki er nefnt eins og fólk vonaði eða bjóst við. Ég hef horft í augu þúsunda við skírnir og numið tilfinningarnar og komist að þeirri niðurstöðu að ömmur, afar og ástvinir gera sér mun meiri nafnvonir en foreldrar skírnarbarna átta sig almennt á. Að eiga nafna eða nöfnu er stundum dýpsta þrá eldra fólksins. Af hverju? Litlir nafnar eða nöfnur staðfesta fyrir fólki gildi þess í keðju kynslóða. Á barnið að heita Gaga, náttúrunafni, út í loftið eða í höfuð á ömmu eða afa? Nafngjöf er ekkert smámál og skírn er ofurmál. Vöndum okkur. Dýrlingur 12. nóvember er Jósafat.