Firnasterkur höfundur Trausti Júlíusson skrifar 16. nóvember 2012 00:01 Jónas Sigurðsson Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar Þar sem himin ber við haf Eigin útgáfa Þar sem himin ber við haf er þriðja plata Jónasar Sigurðssonar og sú fyrsta frá því að hann gaf út hina frábæru Allt er eitthvað fyrir tveimur árum. Blásturshljóðfæri voru mjög áberandi í útsetningunum á Allt er eitthvað, en á nýju plötunni gengur Jónas enn lengra og fær Lúðrasveit Þorlákshafnar til liðs við sig. Lúðrasveitin fær nafnið sitt á framhlið umslagsins með Jónasi, en flytjendur eru fleiri, m.a. Ómar Guðjónsson, Kristinn Snær Agnarsson, Ingi Björn Ingason, Stefán Örn Gunnlaugsson og Tónar og trix sem er tónlistarhópur eldri borgara í Þorlákshöfn. Mín fyrstu viðbrögð þegar ég hlustaði á nýju plötuna voru að mér fannst hana vanta kraftinn sem einkenndi Allt er eitthvað. Það eru að vísu tvö kraftmikil lög á plötunni, Hafsins hetjur og Þyrnigerðið, en hin eru hægari og lágstemmdari. Við frekari hlustun (og með því að skrúfa hljóðstyrkinn vel upp) komu ótvíræð gæði plötunnar samt í ljós. Útsetningarnar eru yfir það heila mjög vel heppnaðar og koma sumar á óvart, í laginu Þyrnigerðið kraumar t.d. danstónlist undir og í laginu Tónar við hafið sjá eldri borgarar um sönginn. Jónasi hefur tekist að búa til flott popp með lúðrasveitinni og öðrum flytjendum. Framlag þessara ólíku tónlistarmanna blandast mjög vel og tónlistin er áheyrileg, en hljómar líka oft fersk og nýstárleg. Þar sem himin ber við haf er þemaplata sem fjallar að stærstum hluta um sjómennsku og samband manns og hafs. Einn af stærstu kostum plötunnar er hvað Jónas Sigurðsson er góður laga- og textahöfundur. Það rennur upp úr honum snilldin. Lögin eru flest góð og textarnir eru innihaldsríkir og vel skrifaðir. Á heildina litið er þetta mjög fín plata. Hún er öðruvísi en Allt er eitthvað, en engu síðri. Ein af betri plötum ársins. Niðurstaða: Jónas Sigurðsson gerði góða ferð til Þorlákshafnar. Gagnrýni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar Þar sem himin ber við haf Eigin útgáfa Þar sem himin ber við haf er þriðja plata Jónasar Sigurðssonar og sú fyrsta frá því að hann gaf út hina frábæru Allt er eitthvað fyrir tveimur árum. Blásturshljóðfæri voru mjög áberandi í útsetningunum á Allt er eitthvað, en á nýju plötunni gengur Jónas enn lengra og fær Lúðrasveit Þorlákshafnar til liðs við sig. Lúðrasveitin fær nafnið sitt á framhlið umslagsins með Jónasi, en flytjendur eru fleiri, m.a. Ómar Guðjónsson, Kristinn Snær Agnarsson, Ingi Björn Ingason, Stefán Örn Gunnlaugsson og Tónar og trix sem er tónlistarhópur eldri borgara í Þorlákshöfn. Mín fyrstu viðbrögð þegar ég hlustaði á nýju plötuna voru að mér fannst hana vanta kraftinn sem einkenndi Allt er eitthvað. Það eru að vísu tvö kraftmikil lög á plötunni, Hafsins hetjur og Þyrnigerðið, en hin eru hægari og lágstemmdari. Við frekari hlustun (og með því að skrúfa hljóðstyrkinn vel upp) komu ótvíræð gæði plötunnar samt í ljós. Útsetningarnar eru yfir það heila mjög vel heppnaðar og koma sumar á óvart, í laginu Þyrnigerðið kraumar t.d. danstónlist undir og í laginu Tónar við hafið sjá eldri borgarar um sönginn. Jónasi hefur tekist að búa til flott popp með lúðrasveitinni og öðrum flytjendum. Framlag þessara ólíku tónlistarmanna blandast mjög vel og tónlistin er áheyrileg, en hljómar líka oft fersk og nýstárleg. Þar sem himin ber við haf er þemaplata sem fjallar að stærstum hluta um sjómennsku og samband manns og hafs. Einn af stærstu kostum plötunnar er hvað Jónas Sigurðsson er góður laga- og textahöfundur. Það rennur upp úr honum snilldin. Lögin eru flest góð og textarnir eru innihaldsríkir og vel skrifaðir. Á heildina litið er þetta mjög fín plata. Hún er öðruvísi en Allt er eitthvað, en engu síðri. Ein af betri plötum ársins. Niðurstaða: Jónas Sigurðsson gerði góða ferð til Þorlákshafnar.
Gagnrýni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira