Svar við bréfi Jóhanns Gylfi Arnbjörnsson skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sendi mér opið bréf á föstudag þar sem hann spyr hverjum hann eigi að stefna fyrir að hafa tekið út séreignasparnað sinn til að takast á við kreppuna. Það er miður að Jóhann virðist ekki greina á milli samtryggingar og séreignar. Málið er ekki sérlega flókið. Ef teknir eru skattar af lífeyrissjóðunum þá minnkar geta þeirra til að greiða almennu launafólki lífeyri, af því leiðir að réttindi eru lækkuð. Hins vegar bætir ríkissjóður sem launagreiðandi sínum lífeyrissjóðum og sínum starfsmönnum þennan skatt með auknu framlagi og engin lífeyrisréttindi þarf að lækka. Miðað við almennan áhuga ráðherra og þingmanna á að nota ríkissjóð til að verja eigin réttindi og skilningsleysi þeirra á því að í landinu eru tvö ólík lífeyriskerfi ætti svo sem ekki að koma á óvart, að aðstoðarmenn vaði sömu villu. Og Jóhann, það var ASÍ sem lagði til í október 2008 að hækka yrði vaxtabætur til að hjálpa heimilunum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert í málinu fyrr en 2011 eftir mikinn þrýsting frá ASÍ. Það er dapurlegt að Jóhann skuli setja samasemmerki milli lífeyrisréttinda almennings og stöðu bankanna í hruninu. Það ber vott um undarlega sýn á það sem hér gerðist 2008. Bankarnir voru gerendur í efnahagshruninu á meðan launafólk mátti þola skert lífeyrisréttindi vegna þess. Að ríkisstjórnin skuli útfæra sérstakan skatt á lífeyrisréttindi, skatt sem lendir eingöngu á almennu launafólki sem býr við lakari réttindi en opinberir starfsmenn, er ekki bara óþolandi heldur óréttlátt. Þetta er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. En sjáðu til Jóhann, þetta vissi forsætisráðherra og allur þingheimur. Þetta höfðu forseti og varaforseti ASÍ farið ítarlega yfir með fulltrúum ríkisstjórnarinnar haustið 2010 þegar ríkisstjórnin krafðist þess að stjórnir lífeyrissjóðanna brytu lög í landinu og aftur haustið 2011 þegar umrætt frumvarp kom fram. Samt var það þannig að þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna ákváðu að styðja þetta frumvarp, vitandi af þessu grófa ójafnræði. Þeir sáu ekki ástæðu til að standa vaktina fyrir 100 þúsund launamenn á hinum almenna vinnumarkaði. Það er miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Tengdar fréttir Opið bréf til forseta ASÍ Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum. 16. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sendi mér opið bréf á föstudag þar sem hann spyr hverjum hann eigi að stefna fyrir að hafa tekið út séreignasparnað sinn til að takast á við kreppuna. Það er miður að Jóhann virðist ekki greina á milli samtryggingar og séreignar. Málið er ekki sérlega flókið. Ef teknir eru skattar af lífeyrissjóðunum þá minnkar geta þeirra til að greiða almennu launafólki lífeyri, af því leiðir að réttindi eru lækkuð. Hins vegar bætir ríkissjóður sem launagreiðandi sínum lífeyrissjóðum og sínum starfsmönnum þennan skatt með auknu framlagi og engin lífeyrisréttindi þarf að lækka. Miðað við almennan áhuga ráðherra og þingmanna á að nota ríkissjóð til að verja eigin réttindi og skilningsleysi þeirra á því að í landinu eru tvö ólík lífeyriskerfi ætti svo sem ekki að koma á óvart, að aðstoðarmenn vaði sömu villu. Og Jóhann, það var ASÍ sem lagði til í október 2008 að hækka yrði vaxtabætur til að hjálpa heimilunum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert í málinu fyrr en 2011 eftir mikinn þrýsting frá ASÍ. Það er dapurlegt að Jóhann skuli setja samasemmerki milli lífeyrisréttinda almennings og stöðu bankanna í hruninu. Það ber vott um undarlega sýn á það sem hér gerðist 2008. Bankarnir voru gerendur í efnahagshruninu á meðan launafólk mátti þola skert lífeyrisréttindi vegna þess. Að ríkisstjórnin skuli útfæra sérstakan skatt á lífeyrisréttindi, skatt sem lendir eingöngu á almennu launafólki sem býr við lakari réttindi en opinberir starfsmenn, er ekki bara óþolandi heldur óréttlátt. Þetta er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. En sjáðu til Jóhann, þetta vissi forsætisráðherra og allur þingheimur. Þetta höfðu forseti og varaforseti ASÍ farið ítarlega yfir með fulltrúum ríkisstjórnarinnar haustið 2010 þegar ríkisstjórnin krafðist þess að stjórnir lífeyrissjóðanna brytu lög í landinu og aftur haustið 2011 þegar umrætt frumvarp kom fram. Samt var það þannig að þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna ákváðu að styðja þetta frumvarp, vitandi af þessu grófa ójafnræði. Þeir sáu ekki ástæðu til að standa vaktina fyrir 100 þúsund launamenn á hinum almenna vinnumarkaði. Það er miður.
Opið bréf til forseta ASÍ Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum. 16. nóvember 2012 06:00
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun