Með exi yfir Rúdolf í baði 29. nóvember 2012 14:00 Á unglingsárunum ætlaði Anna Margrét að bjarga heiminum með því að hætta að borða dýr en svo kom að því að hún fór í sögulegan kjötleiðangur fyrir jólin. MYND/STEFÁN „Þetta er ekki hreindýrsbógur, þetta er gítar!“ æpti bróðir minn eftir að hafa fylgt mér út á Reykjavíkurflugvöll þar sem til stóð að taka á móti jólasteikinni,“ segir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu, sem eitt sinn ætlaði að kaupa hreindýr í jólamatinn. „Fjórum dögum fyrir jól trítlaði ég afslöppuð í kjötbúðir en uppgötvaði mér til skelfingar að hreindýrakjöt var uppselt á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Anna Margrét, sem dó ekki ráðalaus heldur hringdi í snarhasti á Eskifjörð í von um góðhjartaðan veiðimann með hreindýrakjöt á lager. „Næsta dag fékk ég skilaboð um að kjötið biði mín á flugvellinum. Þar mættu okkur tveir flóttalegir menn í jakkafötum með risastóran hlut á milli sín, innvafinn í brúnan pappír. Pakkinn var afhentur í flýti, eins og um ólöglegt góss væri að ræða, og ég stóð eftir ringluð með níðþungan pakka og bróður minn á taugum.“ Þegar heim kom mætti Önnu Margréti afsagaður hreindýrsfótur, með feldi og klaufum. „Nú voru jólin að breytast í B-hryllingsmynd og ekki annað að gera en að drösla viðbjóðinum í baðkarið. Í angistarkasti upphófst leit að flugbeittum hníf eða exi en ég rankaði við mér þegar ég stóð frammi fyrir því að Þorláksmessa væri farin að líkjast Keðjusagarmorðingjanum í Texas,“ segir Anna Margrét, sem næst staulaðist kjökrandi í næstu kjötbúð, með hreindýrsfót undir handlegg. „Þar mættu mér mikil hlátrasköll en ég fór heim með stafla af snyrtilega skornum steikum. Ég verð þó að viðurkenna að þegar ég sökkti gafflinum ofan í meyrt fleskið af Rúdolf á aðfangadagskvöld var það með miklum semingi.“ - þlg Jólafréttir Mest lesið Þrír mætir konfektmolar Jól Boðskapur Lúkasar Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jóla-aspassúpa Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Nótur fyrir píanó Jól Álfadrottning í álögum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Gyðingakökur Jól
„Þetta er ekki hreindýrsbógur, þetta er gítar!“ æpti bróðir minn eftir að hafa fylgt mér út á Reykjavíkurflugvöll þar sem til stóð að taka á móti jólasteikinni,“ segir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu, sem eitt sinn ætlaði að kaupa hreindýr í jólamatinn. „Fjórum dögum fyrir jól trítlaði ég afslöppuð í kjötbúðir en uppgötvaði mér til skelfingar að hreindýrakjöt var uppselt á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Anna Margrét, sem dó ekki ráðalaus heldur hringdi í snarhasti á Eskifjörð í von um góðhjartaðan veiðimann með hreindýrakjöt á lager. „Næsta dag fékk ég skilaboð um að kjötið biði mín á flugvellinum. Þar mættu okkur tveir flóttalegir menn í jakkafötum með risastóran hlut á milli sín, innvafinn í brúnan pappír. Pakkinn var afhentur í flýti, eins og um ólöglegt góss væri að ræða, og ég stóð eftir ringluð með níðþungan pakka og bróður minn á taugum.“ Þegar heim kom mætti Önnu Margréti afsagaður hreindýrsfótur, með feldi og klaufum. „Nú voru jólin að breytast í B-hryllingsmynd og ekki annað að gera en að drösla viðbjóðinum í baðkarið. Í angistarkasti upphófst leit að flugbeittum hníf eða exi en ég rankaði við mér þegar ég stóð frammi fyrir því að Þorláksmessa væri farin að líkjast Keðjusagarmorðingjanum í Texas,“ segir Anna Margrét, sem næst staulaðist kjökrandi í næstu kjötbúð, með hreindýrsfót undir handlegg. „Þar mættu mér mikil hlátrasköll en ég fór heim með stafla af snyrtilega skornum steikum. Ég verð þó að viðurkenna að þegar ég sökkti gafflinum ofan í meyrt fleskið af Rúdolf á aðfangadagskvöld var það með miklum semingi.“ - þlg
Jólafréttir Mest lesið Þrír mætir konfektmolar Jól Boðskapur Lúkasar Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jóla-aspassúpa Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Nótur fyrir píanó Jól Álfadrottning í álögum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Gyðingakökur Jól