Vernd barna óháð landamærum Halla Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2012 08:00 Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breytingarnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingarmikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögulegt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið.En hvað þýðir þetta í reynd? Ímyndum okkur íslenskan mann sem ferðast til Kambódíu og kaupir þar vændi af barni. Löggæsluyfirvöld í Kambódíu eru máttlaus þegar kemur að því að takast á við vændi, mansal og misnotkun á börnum og konum en allt er þetta afar útbreitt í landinu. Landlæg spilling er meðal orsaka. Íslendingurinn þarf fyrir vikið í engu að óttast að vera sóttur til saka fyrir brot sitt. Í versta falli gæti hann greitt lögreglunni smáaura og verið laus allra mála. Glæpur hans felur hins vegar í sér brot á alþjóðlegum sáttmálum um réttindi barna, jafnt sem íslenskum lögum og á þeim grunni getur hann átt yfir höfði sér lögreglurannsókn á Íslandi, komist íslensk lögregluyfirvöld á snoðir um glæpinn. Þessi löggjöf er ekki gripin úr lausu lofti. Hún er liður í fullgildingu Íslands á Sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Sáttmálinn, sem er kenndur við Lanzarote á Spáni, kveður sérstaklega á um að ríki skuli vera með skýra löggjöf í þessum efnum og efna til rannsókna og saksókna eftir því sem kostur er.Taka sjálfir myndir Á ráðstefnu Evrópuráðsins og ítalskra stjórnvalda í Rómarborg á dögunum var þetta sérstaklega rætt og því velt upp að hvaða marki þessi þáttur sáttmálans hefði gagnast. Ekki hefur oft verið sakfellt á þessum grunni í Evrópu en þó eru nokkur dæmi um slíkt. Áþreifanlegustu sönnunargögnin eru þegar menn taka sjálfir myndir af verknaðinum og hafa þær í fórum sínum. Í slíkum tilfellum er mögulegt að sakfella menn jafnvel þótt brotaþolinn – eða brotaþolarnir eins og oft vill vera í málum sem þessum – finnist ekki. Þá eru þess dæmi að brotaþolum hafi, ásamt nánustu fjölskyldu, verið flogið til Evrópu til að bera vitni fyrir dómi og hafa slík mál leitt til sakfellinga. Annað dæmi gæti verið að foreldrar sem búa á Íslandi ferðast til Kongó með dóttur sína og láta skera kynfæri hennar burt (stundum kallað umskurður en réttara væri að nota orðið afskurður eða limlesting á kynfærum). Í slíku máli mætti saksækja foreldrana á Íslandi, jafnvel þótt afskurður sé ekki saknæmur í Kongó. Ákvæði þessa efnis hafa verið inni í íslenskum hegningarlögum frá árinu 2005.Algild réttindi barna Á Íslandi hafa engin mál af þessum toga komið til kasta dómstóla. Hins vegar er líklegt að Íslendingar séu einnig í hópi þess fjölda sem ferðast til landa þar sem réttarvernd barna er takmörkuð gagngert til að beita börn ofbeldi. Með löggjöfinni eru send skýr skilaboð: Réttur barna er algildur, ekki afstæður, og okkur ber að vernda börn gegn grófu ofbeldi, sama hvar þau búa og hvaða vernd þeirra eigin stjórnvöld geta veitt. Á Rómarráðstefnunni voru ríki Evrópu hvött til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja þessum lögum og hrinda þeim í framkvæmd með öllum tiltækum ráðum. Fá verkefni eru jafn aðkallandi og að stöðva ofbeldi og illa meðferð á börnum. Til þess þurfum við að horfa á óræktina í eigin garði en að sama skapi að láta órækt í öðrum görðum aldrei afskiptalausa. Þetta verkefni er á ábyrgð okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breytingarnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingarmikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögulegt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið.En hvað þýðir þetta í reynd? Ímyndum okkur íslenskan mann sem ferðast til Kambódíu og kaupir þar vændi af barni. Löggæsluyfirvöld í Kambódíu eru máttlaus þegar kemur að því að takast á við vændi, mansal og misnotkun á börnum og konum en allt er þetta afar útbreitt í landinu. Landlæg spilling er meðal orsaka. Íslendingurinn þarf fyrir vikið í engu að óttast að vera sóttur til saka fyrir brot sitt. Í versta falli gæti hann greitt lögreglunni smáaura og verið laus allra mála. Glæpur hans felur hins vegar í sér brot á alþjóðlegum sáttmálum um réttindi barna, jafnt sem íslenskum lögum og á þeim grunni getur hann átt yfir höfði sér lögreglurannsókn á Íslandi, komist íslensk lögregluyfirvöld á snoðir um glæpinn. Þessi löggjöf er ekki gripin úr lausu lofti. Hún er liður í fullgildingu Íslands á Sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Sáttmálinn, sem er kenndur við Lanzarote á Spáni, kveður sérstaklega á um að ríki skuli vera með skýra löggjöf í þessum efnum og efna til rannsókna og saksókna eftir því sem kostur er.Taka sjálfir myndir Á ráðstefnu Evrópuráðsins og ítalskra stjórnvalda í Rómarborg á dögunum var þetta sérstaklega rætt og því velt upp að hvaða marki þessi þáttur sáttmálans hefði gagnast. Ekki hefur oft verið sakfellt á þessum grunni í Evrópu en þó eru nokkur dæmi um slíkt. Áþreifanlegustu sönnunargögnin eru þegar menn taka sjálfir myndir af verknaðinum og hafa þær í fórum sínum. Í slíkum tilfellum er mögulegt að sakfella menn jafnvel þótt brotaþolinn – eða brotaþolarnir eins og oft vill vera í málum sem þessum – finnist ekki. Þá eru þess dæmi að brotaþolum hafi, ásamt nánustu fjölskyldu, verið flogið til Evrópu til að bera vitni fyrir dómi og hafa slík mál leitt til sakfellinga. Annað dæmi gæti verið að foreldrar sem búa á Íslandi ferðast til Kongó með dóttur sína og láta skera kynfæri hennar burt (stundum kallað umskurður en réttara væri að nota orðið afskurður eða limlesting á kynfærum). Í slíku máli mætti saksækja foreldrana á Íslandi, jafnvel þótt afskurður sé ekki saknæmur í Kongó. Ákvæði þessa efnis hafa verið inni í íslenskum hegningarlögum frá árinu 2005.Algild réttindi barna Á Íslandi hafa engin mál af þessum toga komið til kasta dómstóla. Hins vegar er líklegt að Íslendingar séu einnig í hópi þess fjölda sem ferðast til landa þar sem réttarvernd barna er takmörkuð gagngert til að beita börn ofbeldi. Með löggjöfinni eru send skýr skilaboð: Réttur barna er algildur, ekki afstæður, og okkur ber að vernda börn gegn grófu ofbeldi, sama hvar þau búa og hvaða vernd þeirra eigin stjórnvöld geta veitt. Á Rómarráðstefnunni voru ríki Evrópu hvött til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja þessum lögum og hrinda þeim í framkvæmd með öllum tiltækum ráðum. Fá verkefni eru jafn aðkallandi og að stöðva ofbeldi og illa meðferð á börnum. Til þess þurfum við að horfa á óræktina í eigin garði en að sama skapi að láta órækt í öðrum görðum aldrei afskiptalausa. Þetta verkefni er á ábyrgð okkar allra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun