Af vísindalegri umfjöllun um verkan lyfja Magnús Karl Magnússon skrifar 14. desember 2012 06:00 Þingsályktunartillaga um heildrænar meðferðir græðara hefur vakið mikla athygli og beint sjónum manna að vísindalegum grunni læknisfræði og læknisfræðilegra meðferða. Gunnlaugur Sigurðsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, skrifaði grein á vefsíðu Fréttablaðsins 10. desember sl. þar sem hann gagnrýndi Svan Sigurbjörnsson lækni harðlega fyrir fullyrðingar um að hómópatía byggi á gervivísindum. Gunnlaugur sagði m.a. í grein sinni: „Læknirinn kallar hómópatíu „gervivísindi“ án þess sýnilega að þekkja eða skeyta hið minnsta um þá skýru kenningu sem hómópatía byggir á, þá vísindalegu aðferðafræði sem notuð er við þróun lyfjakosts hennar eða þá nákvæmu greiningu á einkennum viðkomandi sem ráða vali á því lyfi (kallað „remedía“) sem beitt er í hverju tilviki.“ Er hómópatía byggð á vísindum? Ég mun koma að því síðar. Lyfjafræði og verkun lyfja byggir þó tvímælalaust á sterkum grunni raunvísinda. Gott dæmi um forsendur lyfjameðferða eru rannsóknir læknanna Robert J. Lefkowitz og Brian K. Kobilka en þeir eru í fararbroddi þeirra sem rutt hafa braut lyfjaþróunar síðustu áratuga og uppskáru fyrir vinnu sína Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrr á þessu ári. Með rannsóknum sínum hafa þeir varpað ljósi á samspil lyfja við viðtaka sína í mannslíkamanum af ótrúlegri nákvæmni þar sem efnabygging lyfjasameindar er látin falla að viðtaka sínum eins og lykill í skráargat. Þekkingin nær frá sameindum til verkunar. Tilraunir byggja á efnafræði, erfðafræði, sameindalíffræði, frumulíffræði og að lokum á klínískum rannsóknum. Þannig verður til órofa samhengi vísindalegra aðferða sem leiðir stöðugt til markvissari og betri lyfja. Allt er þetta eins og önnur raunvísindi, byggt á tilraunum. Þekkingin er endurskoðuð í ljósi nýrra rannsókna og árangur er metinn með vísindalegri nákvæmni. Þannig hefur skilningur á eðli mannslíkamans og sjúkdóma leitt til framfara í læknisfræði sem valdið hafa byltingu í meðferð algengra sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, gigtarsjúkdóma og einnig í því að lina einkenni eins og verki og bólgur. Þessar meðferðir hafa sannaða verkun. Það gildir um öll lyf að verkunum fylgja einnig aukaverkanir. Þær eru einnig rannsakaðar og þannig má að lokum með heildrænum hætti meta samspil verkana og aukaverkana. Að skilja verkanir og aukaverkanir lyfja með sífellt nákvæmari hætti er þannig forsenda framfara. Önnur forsenda er sífellt betri skilningur á orsökum og eðli sjúkdóma. Þetta er ein ástæða þess að lyfjafyrirtæki leita í auknum mæli leiða sem varpað getað nýju ljósi á orsakir algengra flókinna sjúkdóma eins og geðsjúkdóma, Alzheimer-sjúkdóms auk annarra. Þannig kemur ekki á óvart að lyfjafyrirtækið Amgen hefur fjárfest 45 milljarða króna í íslensku fyrirtæki sem lagt hefur meira til skilnings okkar á erfðafræðilegum orsökum sjúkdóma en flestir aðrir á síðasta áratug. Þannig er ný þekking sem leiðir til skilnings orðin að raunverulegum verðmætum sem skipt geta máli í baráttu við sjúkdóma. En á hvaða fræðilega grunni byggir hómópatía? Það er raunar erfitt að setja þann grunn í rökrænt samhengi. Samkvæmt Organon, fagfélagi hómópata nota þeir „svokallaðar remedíur, örefni sem í stórum skömmtum myndu kalla fram hjá heilbrigðu fólki svipuð einkenni og þeim er ætlað að bæta. Þær eru unnar úr jurta-, dýra- og steinaríkinu og eru notaðar það mikið þynntar að ekki er talað um þær sem eiginlegt efni, heldur hvata.“ Það þarf að gera meiri kröfu til orða en að þau hljómi vel, sérstaklega ef þeim er ætlað að skapa fræðilegan grunn. Gagnrýnin hugsun krefst gagnrýninna spurninga. Hvað eru remedíur? Þær eiga uppruna í náttúrunni líkt og fjölmörg lyf. Síðan eru þær þynntar út þangað til engin eða nær engin sameind er eftir í lausninni. Lausnin á síðan samkvæmt óútskýrðum hætti eða „minni vatnsins“ að miðla áhrifum. Þessi orð hljóma því eins og töfrar. Fræði hómópata eru í vísindalegri mótsögn við þekkingu okkar í efnafræði, eðlisfræði og líffræði. Ef fræðigrunnur hómópata væri sannur og raunvísindin byggð á sandi, væri um algera umbyltingu að ræða. Kennihöfundar slíkra fræða ættu þá skilið Nóbelsverðlaun, og það fleiri en ein. Sú er enn ekki raunin. Það kemur því ekki á óvart að rannsóknir á hugsanlegri gagnsemi slíkra remedía til meðferðar hafa engum árangri skilað umfram það sem búast mætti við fyrir tilviljun. Þessu eru gerð góð skil í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir breska þingið (sjá: http://www.publications.parliament.uk/pa/cm200910/cmselect/cmsctech/45/45.pdf). Samkvæmt öllum viðurkenndum skilgreiningum eru svokölluð fræði hómópata því ekki vísindi. Þau byggja ekki á tilraunum sem eiga stoð í raunheimum og það má því með sterkum rökum kalla þau gervivísindi, hjátrú eða ýmislegt annað. Þeir sem selja sjúklingum slíka vöru gera það á eigin ábyrgð, en í mínum huga kallast „remedía“ ekkert annað en kötturinn í sekknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um heildrænar meðferðir græðara hefur vakið mikla athygli og beint sjónum manna að vísindalegum grunni læknisfræði og læknisfræðilegra meðferða. Gunnlaugur Sigurðsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, skrifaði grein á vefsíðu Fréttablaðsins 10. desember sl. þar sem hann gagnrýndi Svan Sigurbjörnsson lækni harðlega fyrir fullyrðingar um að hómópatía byggi á gervivísindum. Gunnlaugur sagði m.a. í grein sinni: „Læknirinn kallar hómópatíu „gervivísindi“ án þess sýnilega að þekkja eða skeyta hið minnsta um þá skýru kenningu sem hómópatía byggir á, þá vísindalegu aðferðafræði sem notuð er við þróun lyfjakosts hennar eða þá nákvæmu greiningu á einkennum viðkomandi sem ráða vali á því lyfi (kallað „remedía“) sem beitt er í hverju tilviki.“ Er hómópatía byggð á vísindum? Ég mun koma að því síðar. Lyfjafræði og verkun lyfja byggir þó tvímælalaust á sterkum grunni raunvísinda. Gott dæmi um forsendur lyfjameðferða eru rannsóknir læknanna Robert J. Lefkowitz og Brian K. Kobilka en þeir eru í fararbroddi þeirra sem rutt hafa braut lyfjaþróunar síðustu áratuga og uppskáru fyrir vinnu sína Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrr á þessu ári. Með rannsóknum sínum hafa þeir varpað ljósi á samspil lyfja við viðtaka sína í mannslíkamanum af ótrúlegri nákvæmni þar sem efnabygging lyfjasameindar er látin falla að viðtaka sínum eins og lykill í skráargat. Þekkingin nær frá sameindum til verkunar. Tilraunir byggja á efnafræði, erfðafræði, sameindalíffræði, frumulíffræði og að lokum á klínískum rannsóknum. Þannig verður til órofa samhengi vísindalegra aðferða sem leiðir stöðugt til markvissari og betri lyfja. Allt er þetta eins og önnur raunvísindi, byggt á tilraunum. Þekkingin er endurskoðuð í ljósi nýrra rannsókna og árangur er metinn með vísindalegri nákvæmni. Þannig hefur skilningur á eðli mannslíkamans og sjúkdóma leitt til framfara í læknisfræði sem valdið hafa byltingu í meðferð algengra sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, gigtarsjúkdóma og einnig í því að lina einkenni eins og verki og bólgur. Þessar meðferðir hafa sannaða verkun. Það gildir um öll lyf að verkunum fylgja einnig aukaverkanir. Þær eru einnig rannsakaðar og þannig má að lokum með heildrænum hætti meta samspil verkana og aukaverkana. Að skilja verkanir og aukaverkanir lyfja með sífellt nákvæmari hætti er þannig forsenda framfara. Önnur forsenda er sífellt betri skilningur á orsökum og eðli sjúkdóma. Þetta er ein ástæða þess að lyfjafyrirtæki leita í auknum mæli leiða sem varpað getað nýju ljósi á orsakir algengra flókinna sjúkdóma eins og geðsjúkdóma, Alzheimer-sjúkdóms auk annarra. Þannig kemur ekki á óvart að lyfjafyrirtækið Amgen hefur fjárfest 45 milljarða króna í íslensku fyrirtæki sem lagt hefur meira til skilnings okkar á erfðafræðilegum orsökum sjúkdóma en flestir aðrir á síðasta áratug. Þannig er ný þekking sem leiðir til skilnings orðin að raunverulegum verðmætum sem skipt geta máli í baráttu við sjúkdóma. En á hvaða fræðilega grunni byggir hómópatía? Það er raunar erfitt að setja þann grunn í rökrænt samhengi. Samkvæmt Organon, fagfélagi hómópata nota þeir „svokallaðar remedíur, örefni sem í stórum skömmtum myndu kalla fram hjá heilbrigðu fólki svipuð einkenni og þeim er ætlað að bæta. Þær eru unnar úr jurta-, dýra- og steinaríkinu og eru notaðar það mikið þynntar að ekki er talað um þær sem eiginlegt efni, heldur hvata.“ Það þarf að gera meiri kröfu til orða en að þau hljómi vel, sérstaklega ef þeim er ætlað að skapa fræðilegan grunn. Gagnrýnin hugsun krefst gagnrýninna spurninga. Hvað eru remedíur? Þær eiga uppruna í náttúrunni líkt og fjölmörg lyf. Síðan eru þær þynntar út þangað til engin eða nær engin sameind er eftir í lausninni. Lausnin á síðan samkvæmt óútskýrðum hætti eða „minni vatnsins“ að miðla áhrifum. Þessi orð hljóma því eins og töfrar. Fræði hómópata eru í vísindalegri mótsögn við þekkingu okkar í efnafræði, eðlisfræði og líffræði. Ef fræðigrunnur hómópata væri sannur og raunvísindin byggð á sandi, væri um algera umbyltingu að ræða. Kennihöfundar slíkra fræða ættu þá skilið Nóbelsverðlaun, og það fleiri en ein. Sú er enn ekki raunin. Það kemur því ekki á óvart að rannsóknir á hugsanlegri gagnsemi slíkra remedía til meðferðar hafa engum árangri skilað umfram það sem búast mætti við fyrir tilviljun. Þessu eru gerð góð skil í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir breska þingið (sjá: http://www.publications.parliament.uk/pa/cm200910/cmselect/cmsctech/45/45.pdf). Samkvæmt öllum viðurkenndum skilgreiningum eru svokölluð fræði hómópata því ekki vísindi. Þau byggja ekki á tilraunum sem eiga stoð í raunheimum og það má því með sterkum rökum kalla þau gervivísindi, hjátrú eða ýmislegt annað. Þeir sem selja sjúklingum slíka vöru gera það á eigin ábyrgð, en í mínum huga kallast „remedía“ ekkert annað en kötturinn í sekknum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun